Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2023 18:59 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. „Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“ Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“
Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira