Handbolti

Elliði skoraði fimm í sigri | Ýmir og Arnór höfðu betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach í kvöld. Vísir/Getty

Íslendingaliðin Flensburg, Rhein-Neckar Löwen og Gummersbach unnu öll sína leiki í þýsku úrvalsdeildinni í hanbolta í kvöld.

Elliði Snær Viðarsson lék stórt hlutverk í liði Gummersbach er liðið vann fimm marka sigur gegn Erlangen, 33-28. Elliði skoraði fimm mörk fyrir liðið og Gummersbach situr nú í sjöunda sæti með sjö stig eftir sjö leiki.

Á sama tíma mættust Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og HBW Balingen-Weilstetten þar sem Rhein-Neckar Löwen hafði betur, 25-21.

Ýmir Örn Gíslason og Arnór Snær Óskarsson leika með Rhein-Neckar Löwen, en hvorugur þeirra komst á blað. Í liði Balingen skoraði Daníel Þór Ingason tvö mörk og Oddur Grétarsson fimm. Rhein-Neckar Löwen er nú með sjö stig í sjötta sæti deildarinnar, en Balingen situr í 13. sæti með sex stig.

Að lokum unnu Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg fimm marka sigur gegn Bergischer, 33-28m Flensburg er þar með aftur komið á sigurbraut eftir tvö jafntefli í röð og liðið er nú með átta stig í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×