Skólabörn frá Vopnafirði urðu strandaglópar í Amsterdam Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 14:05 Hópurinn í hefur verið í Amsterdam í viku og hafa krakkarnir tekið þátt í Erasmus-verkefni um ungt fólk og stjórmál. Skólabörn frá Vopnafjarðarskóla urðu strandaglópar í Amsterdam í dag eftir að yfirbókað var í flugvél frá Play sem flogið var heim til Íslands. Þau verða flutt til Brussel og flogið til Íslands á morgun. Börnin eru ellefu, úr níunda og tíunda bekk, og með þeim eru tveir kennarar. Berglind Wiium Árnadóttir, annar kennarinn, segir í samtali við Vísi að útlit sé fyrir að hópurinn þurfi að verða sér út um gistingu þar til á sunnudaginn, þegar næst verður flogið frá Amsterdam til Keflavíkur. Berglind segir að hópurinn hafi mætt snemma í innbókun í morgun. Það var eftir að þau fengu skilaboð í gær um að búið væri að yfirbóka í flugvélina og þau spurð hvort þau hefðu áhuga á að breyta áætlunum sínum. Skilaboðunum svöruðu þau og sögðust ætla að fara með þessari flugvél heim. Þess vegna mættu þau snemma í innbókun í og voru fyrst í röðinni. Skólabörnin eru búin að vera í viku í Amsterdam, þar sem þau tóku þátt í Erasmus verkefni með öðrum börnum frá Grikklandi, Póllandi, Hollandi og Rúmeníu. Þetta unga fólk hefur talað um stjórnmál og það hvernig hægt sé að fá þau til að taka meiri þátt í stjórnmálum. Berglind segir krakkana einnig hafa farið í evrópska mannréttindadómstólinn, evrópska þinghúsið og ráðhúsið í Amsterdam og á fleiri staði. „Þetta er búin að vera góð upplifun,“ sagði Berglind. „Börnin myndu eflaust segja fyrst frá því að þau fóru í go-kart og laser tag.“ Stressið mikið um tíma Hópnum var vísað úr innritunarröðinni í morgun, þar sem þeim var sagt að þau væru of snemma og misstu þau stöðu sína fremst í röðinni. Þegar að innritun kom tók hún langan tíma og er þeim svo tilkynnt að þrír úr hópnum geti komist með flugvélinni og aðrir þurfi að vera eftir í Amsterdam. Krakkarnir og kennararnir biðu við hliðið til að sjá hvernig færi og við byrðingu kom í ljós að átta sæti voru laus. Á meðan þau voru að skoða hvað best væri að gera í stöðunni. Hvort best væri að senda hlut hópsins aftur heim og þá hverja, var þeim tilkynnt að enginn úr hópnum fengi að fara með flugvélinni. Berglind segir að stressið hafi verið mikið á þessum tíma og að einhverjir hafi farið að gráta. Þá hafi gengið erfiðlega að fá frekari upplýsingar og ná í starfsmenn Play hér á landi. Starfsfólkið á flugvellinum sagt að þau gætu ekkert gert og bent á Play. Þegar blaðamaður ræddi við Berglindi sagði hún þetta svíða þar sem um væri að ræða fjórtán og fimmtán ára börn og að þau hefðu gert allt rétt í stöðunni. Þau stæðu frammi fyrir því að þurfa að finna sér hótel og bíða fram á sunnudag til að komast aftur heim. Í millitíðinni eru þau búin að missa af fluginu heim til Vopnafjarðar, sem var í dag. Eins og áður segir komst þó lending í málið, skömmu eftir að blaðamaður ræddi við Berglindi. Samband náðist við Play á Íslandi og segir Berglind að þar á bæ hafi strax verið gripið til aðgerða. Hópurinn verður fluttur til Brussel í kvöld þar sem þau munu gista á hóteli og verður þeim flogið heim í fyrramálið. Gera allt sem þau geta Birgir Olgeirsson, talsmaður Play, segir að mistök hafi leitt til þess að þau hafi ekki komist um borð út af yfirbókun. Nú standi til að flytja hópinn til Brussel og fljúga þeim heim aftur á morgun. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma þeim heim,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Holland Vopnafjörður Íslendingar erlendis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Börnin eru ellefu, úr níunda og tíunda bekk, og með þeim eru tveir kennarar. Berglind Wiium Árnadóttir, annar kennarinn, segir í samtali við Vísi að útlit sé fyrir að hópurinn þurfi að verða sér út um gistingu þar til á sunnudaginn, þegar næst verður flogið frá Amsterdam til Keflavíkur. Berglind segir að hópurinn hafi mætt snemma í innbókun í morgun. Það var eftir að þau fengu skilaboð í gær um að búið væri að yfirbóka í flugvélina og þau spurð hvort þau hefðu áhuga á að breyta áætlunum sínum. Skilaboðunum svöruðu þau og sögðust ætla að fara með þessari flugvél heim. Þess vegna mættu þau snemma í innbókun í og voru fyrst í röðinni. Skólabörnin eru búin að vera í viku í Amsterdam, þar sem þau tóku þátt í Erasmus verkefni með öðrum börnum frá Grikklandi, Póllandi, Hollandi og Rúmeníu. Þetta unga fólk hefur talað um stjórnmál og það hvernig hægt sé að fá þau til að taka meiri þátt í stjórnmálum. Berglind segir krakkana einnig hafa farið í evrópska mannréttindadómstólinn, evrópska þinghúsið og ráðhúsið í Amsterdam og á fleiri staði. „Þetta er búin að vera góð upplifun,“ sagði Berglind. „Börnin myndu eflaust segja fyrst frá því að þau fóru í go-kart og laser tag.“ Stressið mikið um tíma Hópnum var vísað úr innritunarröðinni í morgun, þar sem þeim var sagt að þau væru of snemma og misstu þau stöðu sína fremst í röðinni. Þegar að innritun kom tók hún langan tíma og er þeim svo tilkynnt að þrír úr hópnum geti komist með flugvélinni og aðrir þurfi að vera eftir í Amsterdam. Krakkarnir og kennararnir biðu við hliðið til að sjá hvernig færi og við byrðingu kom í ljós að átta sæti voru laus. Á meðan þau voru að skoða hvað best væri að gera í stöðunni. Hvort best væri að senda hlut hópsins aftur heim og þá hverja, var þeim tilkynnt að enginn úr hópnum fengi að fara með flugvélinni. Berglind segir að stressið hafi verið mikið á þessum tíma og að einhverjir hafi farið að gráta. Þá hafi gengið erfiðlega að fá frekari upplýsingar og ná í starfsmenn Play hér á landi. Starfsfólkið á flugvellinum sagt að þau gætu ekkert gert og bent á Play. Þegar blaðamaður ræddi við Berglindi sagði hún þetta svíða þar sem um væri að ræða fjórtán og fimmtán ára börn og að þau hefðu gert allt rétt í stöðunni. Þau stæðu frammi fyrir því að þurfa að finna sér hótel og bíða fram á sunnudag til að komast aftur heim. Í millitíðinni eru þau búin að missa af fluginu heim til Vopnafjarðar, sem var í dag. Eins og áður segir komst þó lending í málið, skömmu eftir að blaðamaður ræddi við Berglindi. Samband náðist við Play á Íslandi og segir Berglind að þar á bæ hafi strax verið gripið til aðgerða. Hópurinn verður fluttur til Brussel í kvöld þar sem þau munu gista á hóteli og verður þeim flogið heim í fyrramálið. Gera allt sem þau geta Birgir Olgeirsson, talsmaður Play, segir að mistök hafi leitt til þess að þau hafi ekki komist um borð út af yfirbókun. Nú standi til að flytja hópinn til Brussel og fljúga þeim heim aftur á morgun. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma þeim heim,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Holland Vopnafjörður Íslendingar erlendis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira