Fékk bestu gjöf ævi sinnar eftir óhugnanlegt atvik í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 16:54 María Sól ásamt þjálfurum Víkings og Birni Snæ Ingasyni sem gaf henni sérstaklega kærkomna gjöf í gær. Samsett Knattspyrnukonan unga María Sól Jósepsdóttir, sem fékk flogakast á leik Víkings og KR á dögunum, er á batavegi. Hún átti þá draumakvöld með leikmönnum liðsins í kjölfarið. María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“ Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“
Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira