Innlent

Skoða mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Árásin átti sér stað á Hverfisgötu.
Árásin átti sér stað á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fer nú yfir mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar á ráð­stefnu­gest á vegum Sam­takanna '78 á Hverfis­götu í mið­borg Reykja­víkur síðast­liðið þriðju­dags­kvöld. Á­rásar­mennirnir eru enn ó­fundnir.

Ei­ríkur Val­berg, lög­reglu­full­trúi mið­lægrar rann­sóknar­deildar lög­reglunnar, segir í sam­tali við Vísi að staða rann­sóknar lög­reglu sé ó­breytt. Hún gangi hægar en vonir stóðu til um.

„En við erum samt bjart­sýnir á að þetta mál verði leyst. Að öðru leyti er ekki miklu við þetta að bæta.“

Áður hefur lög­regla sagt það koma til greina að birta myndir af á­rásar­mönnunum, sem voru tveir. Ei­ríkur segir það enn koma til greina.

„Við erum enn­þá að vinna úr mynd­efninu. Það verður tekin á­kvörðun um það síðar, ef ekki tekst að hafa upp á þeim, hvort við munum birta myndir og leita til al­mennings eftir upp­lýsingum.“

Er þetta mikið mynd­efni?

„Já. Þetta eru tölu­vert margar vélar sem við erum að skoða mynd­efni úr,“ segir Ei­ríkur. Hann segir lög­reglu þannig skoða mynd­efni úr eftir­lits­mynda­vélum.

Ráðist var á manninn á Hverfis­götu í mið­borg Reykja­víkur þar sem hann var á leið á hótel sitt eftir kvöld­verð. Mennirnir tveir komu aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum.

Lög­regla hefur áður sagt að hún úti­loki ekki að um haturs­glæp hafi verið um að ræða. Kannað sé hvort á­rásin hafi tengst kyn­hneigð eða kyn­vitund mannsins. Málið sé litið mjög al­var­legum augum.


Tengdar fréttir

Ráðist á ráð­stefnu­gest á vegum Sam­takanna '78

Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×