Boðar frekari breytingar í þágu aukinnar skilvirkni og sparnaðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 06:37 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þar sem gerðar verða frekari breytingar á útlendingalögum. Stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita einstaklingum mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tímamarka. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar. Í samantekt um frumvarpið sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda segir enn fremur að skipan kærunefndar útlendingamála verði breytt með það að markmiði að hámarka skilvirkni við meðferð og úrlausn kærumála. Þá verður reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Það stendur einnig til, samkvæmt samantektinni, að breyta eða fella niður eftirfarandi málsgrein: „Ef svo stendur á sem greinir í 1. mgr. skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. [Þá skal einnig taka umsókn til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram, enda hafi umsækjandi sjálfur, maki eða sambúðarmaki hans eða annar sem kemur fram gagnvart stjórnvöldum fyrir hans eða þeirra hönd ekki átt þátt í því að niðurstaða hafi ekki fengist innan tímamarka. Við mat á því hvort viðkomandi hafi borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi dvalist á ókunnum stað um tíma, framvísað fölsuðum skjölum við málsmeðferð umsóknar eða gefið misvísandi upplýsingar um auðkenni sitt, ekki mætt í boðað viðtal eða læknisskoðun eða að öðru leyti vanrækt eða ekki uppfyllt skyldur sínar við málsmeðferðina. Teljist umsækjandi á einhverjum tíma hafa tafið mál sitt samkvæmt framangreindu á hann ekki rétt á efnismeðferð á grundvelli tímafrestsins í þessari málsgrein.]“ Mat hefur verið lagt á ofangreindar breytingar þar sem segir að eitt af meginmarkmiðum þeirra sé að samræma löggjöf og framkvæmd „þessara mála“ við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkun hinna Norðurlandanna. Þá muni breytingarnar „tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns og auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar“. Þær muni gefa færi á aukinni skilvirkni og hafa jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs. Í samantektinni segir að umrædd atriði verði notuð sem mælikvarði á árangur og útkomu lagasetningarinnar. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita einstaklingum mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tímamarka. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar. Í samantekt um frumvarpið sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda segir enn fremur að skipan kærunefndar útlendingamála verði breytt með það að markmiði að hámarka skilvirkni við meðferð og úrlausn kærumála. Þá verður reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Það stendur einnig til, samkvæmt samantektinni, að breyta eða fella niður eftirfarandi málsgrein: „Ef svo stendur á sem greinir í 1. mgr. skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. [Þá skal einnig taka umsókn til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram, enda hafi umsækjandi sjálfur, maki eða sambúðarmaki hans eða annar sem kemur fram gagnvart stjórnvöldum fyrir hans eða þeirra hönd ekki átt þátt í því að niðurstaða hafi ekki fengist innan tímamarka. Við mat á því hvort viðkomandi hafi borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi dvalist á ókunnum stað um tíma, framvísað fölsuðum skjölum við málsmeðferð umsóknar eða gefið misvísandi upplýsingar um auðkenni sitt, ekki mætt í boðað viðtal eða læknisskoðun eða að öðru leyti vanrækt eða ekki uppfyllt skyldur sínar við málsmeðferðina. Teljist umsækjandi á einhverjum tíma hafa tafið mál sitt samkvæmt framangreindu á hann ekki rétt á efnismeðferð á grundvelli tímafrestsins í þessari málsgrein.]“ Mat hefur verið lagt á ofangreindar breytingar þar sem segir að eitt af meginmarkmiðum þeirra sé að samræma löggjöf og framkvæmd „þessara mála“ við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkun hinna Norðurlandanna. Þá muni breytingarnar „tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns og auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar“. Þær muni gefa færi á aukinni skilvirkni og hafa jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs. Í samantektinni segir að umrædd atriði verði notuð sem mælikvarði á árangur og útkomu lagasetningarinnar.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira