Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 11:48 Um fimmtán hundruð Venesúelamenn hér á landi bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira