Kone kjálkabrotinn og lengi frá eftir högg frá Drungilas: „Fullmikið af því góða“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 13:27 Kevin Kone, nýr leikmaður Stjörnunnar verður frá í 6-8 vikur vegna meiðsla. Arnar Guðjónsson þjálfari liðsins segir meiðslin sem hrjá leikmannahóp liðsins núna vera fullmikið af því góða Vísir/Samsett mynd Kevin Kone, nýr erlendur leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, missir af upphafi tímabils í Subway deild karla eftir að hafa kjálkabrotnað þegar Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, gaf honum olnbogaskot í æfingaleik liðanna á dögunum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir meiðsli Kone bæta gráu ofan á svart fyrir liðið sem er ansi þunnskipað þessa stundina. „Hann er kjálkabrotinn og verður að öllum líkindum frá keppni í sex til átta vikur,“ segir Arnar um stöðuna á Kone sem féll til jarðar eftir olnbogaskot frá Drungilas, leikmanni Tindastóls í æfingarleik liðanna á dögunum. Klippa: Kevin Kone kjálkabrotnar eftir högg frá Drungilas Aðspurður hvernig umrætt atvik horfir við honum vildi Arnar ekki gefa neitt upp varðandi það. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Ég hef bara áhyggjur af stöðunni hjá leikmannahópnum mínum með þessum meiðslum í ofanálag. Það er það sem liggur beinast fyrir mér. Við erum núna með meiddan miðherja og fleiri meidda leikmenn. Það er áhyggjuefni. Við erum komnir svolítið djúpt á róteringuna hjá okkur.“ Áhrifin fjarvera Kone mun hafa á liðið séu ekki komin endanlega í ljós. „En við erum þunnskipaðir í augnablikinu. Hlynur hefur verið að glíma við smá meiðsli, Tómas Þór líka. Við þurftum að kalla til fjármálastjóra félagsins, Pálma Geir. Hann er byrjaður að æfa með okkur svo við séum með mannskap í þetta. Það bætti því gráu ofan á svart að missa Kevin Kone núna. Þetta er strákur sem er í fyrsta skipti í atvinnumennsku. Vont fyrir hann að missa úr fyrstu mánuðina hjá okkur, sama hvort um verður að ræða einn eða tvo mánuði, á sínu fyrsta ári með okkur. Það er auðvitað ekkert gott. Þetta bætist ofan á fleiri meiðsli hjá okkur. Dagur Kár er búinn að vera meiddur sem og Kristján Fannar. Þetta er fullmikið af því góða á meiðslalistanum hjá okkur.“ En hvernig varð Kone við þegar að hann fær fréttirnar um alvarleika meiðslanna? „Hann var bara svekktur eins og allir íþróttamenn verða þegar að þeir fá svona fréttir. Þeim langar flestum að vera inn á vellinum. Auðvitað er hann bara sár og svekktur með að vera ekki að fara hefja tímabilið með okkur en það er bara eins og það er.“ En þýða þessar vendingar að þið munið halda út á leikmannamarkaðinn í leit að styrkingu? „Eins og staðan er í dag er fjárhagurinn hjá deildinni þannig að við erum ekki að fara gera það. Markmiðið, þegar að fjárhagsáætlunin var sett saman, var að við mundum skoða að fá inn kana um áramótin. Það er enn þá planið. Meiðsli ein og sér framleiða ekki pening.“ En svona burt frá öllum þessum vondu fréttum sem ykkur berast. Það er stutt í mót, hvernig er stemningin hjá Stjörnunni fyrir komandi tímabili? „Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun hjá mínum mönnum fyrir því að vera fara aftur af stað. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við fórum í æfingaferð til Barcelona og liðið hefur verið að slípast saman. Við litum ágætlega vel út á köflum í æfingaleiknum á móti Tindastól á dögunum þrátt fyrir að þunnskipaðir. Í öllum neikvæðu sem hafa verið að berast okkur felast líka jákvæðir hlutir. Það eru ungir strákar sum munu núna vera meira í sviðsljósinu. Við erum með strák sem heitir Ásmundur Múli. Hann er búinn að vera í kringum yngri landslið Íslands og nú bíður hans heljarinnar verkefni sem ég er alveg viss um að hann geti gripið og hlaupið með. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“ Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
„Hann er kjálkabrotinn og verður að öllum líkindum frá keppni í sex til átta vikur,“ segir Arnar um stöðuna á Kone sem féll til jarðar eftir olnbogaskot frá Drungilas, leikmanni Tindastóls í æfingarleik liðanna á dögunum. Klippa: Kevin Kone kjálkabrotnar eftir högg frá Drungilas Aðspurður hvernig umrætt atvik horfir við honum vildi Arnar ekki gefa neitt upp varðandi það. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Ég hef bara áhyggjur af stöðunni hjá leikmannahópnum mínum með þessum meiðslum í ofanálag. Það er það sem liggur beinast fyrir mér. Við erum núna með meiddan miðherja og fleiri meidda leikmenn. Það er áhyggjuefni. Við erum komnir svolítið djúpt á róteringuna hjá okkur.“ Áhrifin fjarvera Kone mun hafa á liðið séu ekki komin endanlega í ljós. „En við erum þunnskipaðir í augnablikinu. Hlynur hefur verið að glíma við smá meiðsli, Tómas Þór líka. Við þurftum að kalla til fjármálastjóra félagsins, Pálma Geir. Hann er byrjaður að æfa með okkur svo við séum með mannskap í þetta. Það bætti því gráu ofan á svart að missa Kevin Kone núna. Þetta er strákur sem er í fyrsta skipti í atvinnumennsku. Vont fyrir hann að missa úr fyrstu mánuðina hjá okkur, sama hvort um verður að ræða einn eða tvo mánuði, á sínu fyrsta ári með okkur. Það er auðvitað ekkert gott. Þetta bætist ofan á fleiri meiðsli hjá okkur. Dagur Kár er búinn að vera meiddur sem og Kristján Fannar. Þetta er fullmikið af því góða á meiðslalistanum hjá okkur.“ En hvernig varð Kone við þegar að hann fær fréttirnar um alvarleika meiðslanna? „Hann var bara svekktur eins og allir íþróttamenn verða þegar að þeir fá svona fréttir. Þeim langar flestum að vera inn á vellinum. Auðvitað er hann bara sár og svekktur með að vera ekki að fara hefja tímabilið með okkur en það er bara eins og það er.“ En þýða þessar vendingar að þið munið halda út á leikmannamarkaðinn í leit að styrkingu? „Eins og staðan er í dag er fjárhagurinn hjá deildinni þannig að við erum ekki að fara gera það. Markmiðið, þegar að fjárhagsáætlunin var sett saman, var að við mundum skoða að fá inn kana um áramótin. Það er enn þá planið. Meiðsli ein og sér framleiða ekki pening.“ En svona burt frá öllum þessum vondu fréttum sem ykkur berast. Það er stutt í mót, hvernig er stemningin hjá Stjörnunni fyrir komandi tímabili? „Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun hjá mínum mönnum fyrir því að vera fara aftur af stað. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við fórum í æfingaferð til Barcelona og liðið hefur verið að slípast saman. Við litum ágætlega vel út á köflum í æfingaleiknum á móti Tindastól á dögunum þrátt fyrir að þunnskipaðir. Í öllum neikvæðu sem hafa verið að berast okkur felast líka jákvæðir hlutir. Það eru ungir strákar sum munu núna vera meira í sviðsljósinu. Við erum með strák sem heitir Ásmundur Múli. Hann er búinn að vera í kringum yngri landslið Íslands og nú bíður hans heljarinnar verkefni sem ég er alveg viss um að hann geti gripið og hlaupið með. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“
Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira