Átök ókunnugra kvenna við Petersen-svítuna enduðu fyrir dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 16:00 Lögreglubíll á gatnamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Árásin sem málið varðar átti sér stað við skemmtistað á síðarnefndu götunni. Ung kona var í dag dæmd í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás sem átti sér stað á djamminu í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021, nánar tiltekið fyrir framan Petersen-svítuna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Konan, sem neitaði sök, var ákærð fyrir að slá aðra stúlku í andlitið með hvítvínsflösku, en dómurinn taldi ekki hægt að sanna að árásin hafi verið framin með henni. Þó væri ljóst að konan hefði slegið aðra stúlku í andlitið. Í frumskýrslu lögreglu segir að lögregluþjónar hafi komið að vettvangi málsins um hálfeittleytið umrætt kvöld. Þeir hafi séð brotaþola málsins grátandi á jörðinni, í uppnámi og með blóðnasir. Hún sagðist hafa verið að ganga niður Ingólfsstræti þegar konan kom til hennar og verið með skæting. Þá hafi konan tekið síman af sér og kastað honum. Sjálf sagðist hún hafa sótt símann og gengið í burtu, en konan komið aftur að sér og lamið hana með hvítvínslösku í andlitið. Vinkona brotaþolans greindi frá málinu eins og það blasti við sér. Hún sagði að þær hafi verið staddar við Petersen-svítuna að ræða við einhverja stráka þegar ókunnuga konan hafi komið að vinkonu hennar og byrjað að rífast í henni. Hún sagðist hafa ítrekað hafa beðið hana um að hætta því og láta vinkonu sínu í friði, en hún ekki viljað hætta. Þá hafi konan tekið í hár sitt aftan frá og togað hana niður með þeim afleiðingum að hún skall með bakið í jörðina. Þá hafi konan kýlt vinkonu hennar. Vinkonan sagði ókunnugu konuna hafa verið þarna ásamt móður hennar og vinkonu. Ekki „fræðilegur möguleiki“ að hún hafi notað flöskuna Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan, sem grunuð var í málinu, aðspurð um meintan verknað sinn koma af fjöllum. Hún sagðist ekki muna eftir því að hafa slegið farsíma úr höndum stúlkunnar. Þá sagði hún að allir hafi verið drukknir fyrir utan Petersen-svítuna og þar hafi komið til rifrilda. Einhverjir hafi öskrað og einhver helt bjór yfir vinkonu sína. Hún sagðist muna eftir því „að hafa slegið á móti“ og kallað til einhvers fólks. Þegar henni var sýnd upptaka af meintri árás sinni með flöskunni svaraði hún: „Ég barði hana aldrei með flöskunni; ég augljóslega ýtti í hana, ég barði hana aldrei með flöskunni; það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Myndbandsupptakan segi meira en þúsund orð Umrædd myndbandsupptaka var lykilsönnunargagn málsins, en um var að ræða fjögurra mínútna upptöku úr öryggismyndavél Peterson-svítunnar sem er staðsett fyrir ofan anddyri staðarins Um þessa upptöku segir í dómnum: „Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð. Eftir margendurtekna skoðun á þeirri myndupptöku […] er það álit dómsins að téð spakmæli eigi allskostar við í máli þessu.“ Í dómnum segir að upptakan sýni glöggt þá atburðarrás sem eigi sér stað fyrir framan staðinn. Dómurinn segir að á upptökunni megi sjá þegar konan greiði hinni stúlkunni eitt högg í höfuð eða andlit. Þó segir að ekki verði ráðið með neinni vissu um að hvítvínsflaska, sem konan sjáist halda á á upptökunni, hafi verið notuð sem vopn. Jafnframt sagði dómskvaddur læknir að ákverkar á nefi konunnar gætu hafa orsakast af hnefahöggi. Því mat dómurinn svo að ekki væri sannað að konan hafi beytt flöskunni í árásinni. Líkt og áður segir hlaut konan þrjátíu daga skilorðsbundin dóm, og er gert að greiða tæplega 500 þúsund krónur í sakarkostnað. Reykjavík Dómsmál Næturlíf Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Konan, sem neitaði sök, var ákærð fyrir að slá aðra stúlku í andlitið með hvítvínsflösku, en dómurinn taldi ekki hægt að sanna að árásin hafi verið framin með henni. Þó væri ljóst að konan hefði slegið aðra stúlku í andlitið. Í frumskýrslu lögreglu segir að lögregluþjónar hafi komið að vettvangi málsins um hálfeittleytið umrætt kvöld. Þeir hafi séð brotaþola málsins grátandi á jörðinni, í uppnámi og með blóðnasir. Hún sagðist hafa verið að ganga niður Ingólfsstræti þegar konan kom til hennar og verið með skæting. Þá hafi konan tekið síman af sér og kastað honum. Sjálf sagðist hún hafa sótt símann og gengið í burtu, en konan komið aftur að sér og lamið hana með hvítvínslösku í andlitið. Vinkona brotaþolans greindi frá málinu eins og það blasti við sér. Hún sagði að þær hafi verið staddar við Petersen-svítuna að ræða við einhverja stráka þegar ókunnuga konan hafi komið að vinkonu hennar og byrjað að rífast í henni. Hún sagðist hafa ítrekað hafa beðið hana um að hætta því og láta vinkonu sínu í friði, en hún ekki viljað hætta. Þá hafi konan tekið í hár sitt aftan frá og togað hana niður með þeim afleiðingum að hún skall með bakið í jörðina. Þá hafi konan kýlt vinkonu hennar. Vinkonan sagði ókunnugu konuna hafa verið þarna ásamt móður hennar og vinkonu. Ekki „fræðilegur möguleiki“ að hún hafi notað flöskuna Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan, sem grunuð var í málinu, aðspurð um meintan verknað sinn koma af fjöllum. Hún sagðist ekki muna eftir því að hafa slegið farsíma úr höndum stúlkunnar. Þá sagði hún að allir hafi verið drukknir fyrir utan Petersen-svítuna og þar hafi komið til rifrilda. Einhverjir hafi öskrað og einhver helt bjór yfir vinkonu sína. Hún sagðist muna eftir því „að hafa slegið á móti“ og kallað til einhvers fólks. Þegar henni var sýnd upptaka af meintri árás sinni með flöskunni svaraði hún: „Ég barði hana aldrei með flöskunni; ég augljóslega ýtti í hana, ég barði hana aldrei með flöskunni; það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Myndbandsupptakan segi meira en þúsund orð Umrædd myndbandsupptaka var lykilsönnunargagn málsins, en um var að ræða fjögurra mínútna upptöku úr öryggismyndavél Peterson-svítunnar sem er staðsett fyrir ofan anddyri staðarins Um þessa upptöku segir í dómnum: „Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð. Eftir margendurtekna skoðun á þeirri myndupptöku […] er það álit dómsins að téð spakmæli eigi allskostar við í máli þessu.“ Í dómnum segir að upptakan sýni glöggt þá atburðarrás sem eigi sér stað fyrir framan staðinn. Dómurinn segir að á upptökunni megi sjá þegar konan greiði hinni stúlkunni eitt högg í höfuð eða andlit. Þó segir að ekki verði ráðið með neinni vissu um að hvítvínsflaska, sem konan sjáist halda á á upptökunni, hafi verið notuð sem vopn. Jafnframt sagði dómskvaddur læknir að ákverkar á nefi konunnar gætu hafa orsakast af hnefahöggi. Því mat dómurinn svo að ekki væri sannað að konan hafi beytt flöskunni í árásinni. Líkt og áður segir hlaut konan þrjátíu daga skilorðsbundin dóm, og er gert að greiða tæplega 500 þúsund krónur í sakarkostnað.
Reykjavík Dómsmál Næturlíf Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira