„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 20:29 Ragnar Þór er ekki ánægður með Ásgeir. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. „Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan: Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan:
Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54
Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24