Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 17:56 Þorbjörg segir stjórnarheimiliserjur hafa náð hámarki í gær. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Facebook. Tilefnið er ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum í gær, þar sem hún gerði samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að andlagi gríns. „Í gær náðu þessar heimiliserjur svo nýjum áfanga þegar einn ráðherra fann á sér að það sem ráðstefnugestir staddir á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu þyrftu mest að heyra væri rant [raus] um hvað samstarfsráðherra hennar er glataður. Skilaboðin: „Jú, við ætlum að búa áfram saman í tvö ár en sæll hvað ég þoli þessa dömu ekki.“ Skilaboðin flutt í mikrafón í stórum veislusal. Það er auðvitað allt eðlilegt við þetta, eða hvað?“ spyr Þorbjörg Sigríður. Ekkert gerist á meðan stjórnin rífst Hún segir að brosa megi að því sem hún kallar alkula ríkisstjórnarsamband en vandamálið fyrir þjóðina sé að öll orka ríkisstjórnar Íslands fari í þessar innbyrðis erjur. Á meðan gerist ekkert annað. Fólkið og fyrirtækin í landinu finni fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Það séu málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem komið er snýst umræðan um það, ekki um það hver þolir hvern minnst í ríkisstjórninni. „Fólk þarf forystu og stefnufestu en ekki þessi endalausu upphlaup. Ríkisstjórn sem er svo vandræðalega sundruð getur ekki lagt neinar lausnir á borð fyrir fólkið í landinu. Í dag er þessi stjórn sem gerir orðið lítið annað en að framkalla vandræðalegar senur stór hluti af vanda fólksins í landinu. Og það verður hún samkvæmt dagskrá í heil tvö ár í viðbót.“ Fleiri furða sig á ummælunum Þorbjörg Sigríður er ekki eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu í ávarpinu í gær. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hun spyr sig einnig hvernig stemningin sé við ríkisstjórnarborðið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Facebook. Tilefnið er ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum í gær, þar sem hún gerði samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að andlagi gríns. „Í gær náðu þessar heimiliserjur svo nýjum áfanga þegar einn ráðherra fann á sér að það sem ráðstefnugestir staddir á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu þyrftu mest að heyra væri rant [raus] um hvað samstarfsráðherra hennar er glataður. Skilaboðin: „Jú, við ætlum að búa áfram saman í tvö ár en sæll hvað ég þoli þessa dömu ekki.“ Skilaboðin flutt í mikrafón í stórum veislusal. Það er auðvitað allt eðlilegt við þetta, eða hvað?“ spyr Þorbjörg Sigríður. Ekkert gerist á meðan stjórnin rífst Hún segir að brosa megi að því sem hún kallar alkula ríkisstjórnarsamband en vandamálið fyrir þjóðina sé að öll orka ríkisstjórnar Íslands fari í þessar innbyrðis erjur. Á meðan gerist ekkert annað. Fólkið og fyrirtækin í landinu finni fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Það séu málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem komið er snýst umræðan um það, ekki um það hver þolir hvern minnst í ríkisstjórninni. „Fólk þarf forystu og stefnufestu en ekki þessi endalausu upphlaup. Ríkisstjórn sem er svo vandræðalega sundruð getur ekki lagt neinar lausnir á borð fyrir fólkið í landinu. Í dag er þessi stjórn sem gerir orðið lítið annað en að framkalla vandræðalegar senur stór hluti af vanda fólksins í landinu. Og það verður hún samkvæmt dagskrá í heil tvö ár í viðbót.“ Fleiri furða sig á ummælunum Þorbjörg Sigríður er ekki eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu í ávarpinu í gær. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hun spyr sig einnig hvernig stemningin sé við ríkisstjórnarborðið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira