Minnst milljarður á ári í hjólreiðainnviði Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 19:23 Sérstakir hjólreiðastígar í Reykjavík eru orðnir 42 kílómetrar að lengd. Vísir/Vilhelm Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu. Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“