Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 21:17 Þeir Sindri Snær, til vinstri, og Ísidór sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Vísir/Hulda margrét Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Karl Ingi segir að nú muni Landsréttur taka sér tíma til að fara yfir málið og ákveða hvort ákærunni verði vísað í hérað til efnislegrar meðferðar. Hann segir að embættið gefi ekkert upp um það hver næstu skref verða, ákveði Landsréttur að láta frávísunina standa. „Við skulum bara sjá hvað verður.“ Ákærunni var vísað frá á mánudag, 2. október, vegna þess að héraðsdómur taldi annmarka á henni valda því að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru í málinu ásamt Ísidór Nathanssyni, sagði í samtali við Vísi þá að hann teldi líklegt að ákæruvaldið kærði frávísunina. Hins vegar telji hann að mál sé að linni. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru.“ Ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. Í úrskurði héraðsdóms um frávísun segir að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Karl Ingi segir að nú muni Landsréttur taka sér tíma til að fara yfir málið og ákveða hvort ákærunni verði vísað í hérað til efnislegrar meðferðar. Hann segir að embættið gefi ekkert upp um það hver næstu skref verða, ákveði Landsréttur að láta frávísunina standa. „Við skulum bara sjá hvað verður.“ Ákærunni var vísað frá á mánudag, 2. október, vegna þess að héraðsdómur taldi annmarka á henni valda því að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru í málinu ásamt Ísidór Nathanssyni, sagði í samtali við Vísi þá að hann teldi líklegt að ákæruvaldið kærði frávísunina. Hins vegar telji hann að mál sé að linni. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru.“ Ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. Í úrskurði héraðsdóms um frávísun segir að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43