Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 21:17 Þeir Sindri Snær, til vinstri, og Ísidór sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Vísir/Hulda margrét Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Karl Ingi segir að nú muni Landsréttur taka sér tíma til að fara yfir málið og ákveða hvort ákærunni verði vísað í hérað til efnislegrar meðferðar. Hann segir að embættið gefi ekkert upp um það hver næstu skref verða, ákveði Landsréttur að láta frávísunina standa. „Við skulum bara sjá hvað verður.“ Ákærunni var vísað frá á mánudag, 2. október, vegna þess að héraðsdómur taldi annmarka á henni valda því að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru í málinu ásamt Ísidór Nathanssyni, sagði í samtali við Vísi þá að hann teldi líklegt að ákæruvaldið kærði frávísunina. Hins vegar telji hann að mál sé að linni. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru.“ Ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. Í úrskurði héraðsdóms um frávísun segir að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Karl Ingi segir að nú muni Landsréttur taka sér tíma til að fara yfir málið og ákveða hvort ákærunni verði vísað í hérað til efnislegrar meðferðar. Hann segir að embættið gefi ekkert upp um það hver næstu skref verða, ákveði Landsréttur að láta frávísunina standa. „Við skulum bara sjá hvað verður.“ Ákærunni var vísað frá á mánudag, 2. október, vegna þess að héraðsdómur taldi annmarka á henni valda því að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru í málinu ásamt Ísidór Nathanssyni, sagði í samtali við Vísi þá að hann teldi líklegt að ákæruvaldið kærði frávísunina. Hins vegar telji hann að mál sé að linni. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru.“ Ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. Í úrskurði héraðsdóms um frávísun segir að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43