Leikur Stjörnunnar og Vals var aldrei spennandi en það var í raun strax ljóst hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Valskonur leiddur frá upphafi til enda og unnu einkar öruggan tólf marka sigur, lokatölur 18-30.
Í liði Stjörnunnar var Helena Rut Örvarsdóttir markahæst með fimm mörk á meðan Elísabet Millý Elíasardóttir varði sjö skot í markinu. Hjá Val skoraði Thea Imani Sturludóttir átta mörk og Lilja Ágústsdóttir sex. Í markinu vörðu Hafdís Renötudóttir og Sara Sif Helgadóttir samtals 11 skot.
Valskonur eru með fullt hús stiga, 10 að loknum fimm leikjum. Stjarnan er á sama tíma með aðeins eitt stig.
Leikur ÍR og ÍBV var ef til vill meira spennandi en búist var við. Á endanum höfðu Eyjakonur þó betur, lokatölur í Breiðholti 27-30.
Ásdís Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk í liði ÍBV. Birna Berg Haraldsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu fimm mörk hver. Í markinu varði Marta Wawrzykowska 13 skot. Í liði ÍR Karen Tinna Demian markahæst með sjö mörk og Hanna Karen Ólafsdóttir skoraði sex. Í markinu vörðu Hildur Öder Einarsdóttir og Ísabella Schöbel Björnsdóttir samtals 12 skot.
ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan ÍR er í 5. sæti með fjögur stig.