Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandalaginu. Þar segir að Alma hafi sigrað með 57 atkvæðum gegn 56 atkvæðum Rósu Maríu Hjörvar. Einn skilaði auðu. Frekari upplýsingar um stjórnarkjör og ályktun aðalfundar eiga að berast síðar í dag.
Greint var frá framboði Ölmu í ágúst en Þuríður Harpa Sigurðardóttir fráfarandi formaður ÖBÍ hefur gegnt embættinu í sex ár.
Mótframbjóðandi Ölmu var bókmenntafræðingurinn Rósa María Hjörvar, en hún er varaformaður Blindrafélagsins. Rætt var við Rósu fyrir skömmu.