Meiriháttar gleði og minniháttar klúður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. október 2023 10:57 Selma Björnsdóttir og Regína Ósk stýrðu árshátíð Rio Tinto á meðan Vök spilaði alla sína slagara í Eldborg. Regína Ósk/Mummi Lú Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið. Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin. Samkvæmislífið Harpa Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin.
Samkvæmislífið Harpa Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira