Þjálfari Man United vill breyta fyrirkomulaginu á Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2023 23:15 Marc Skinner vill sjá breytingar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Á meðan allt er gert til að stækka Meistaradeild Evrópu karla megin í von um að koma stærstu liðum Evrópu í keppninni á kostnað liða sem eiga það frekar skilið þá verður ekki það sama sagt um Meistaradeildina kvenna megin. Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira