Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2023 08:05 Lík flutt úr húsarústum í Jebaliya-flóttamannabúðunum. AP/Ramez Mahmoud Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. Ali Barakeh, einn af leiðtogum samtakanna sem dvelur í útlegð í Beirút, sagði í samtali við Associated Press að það hefði komið Hamas-liðum á óvart hversu langt þeir náðu inn í Ísrael. Markmiðið hefði verið að sækja eitthvað fram og taka gísla en her Ísraelsmanna hefði reynst „pappírstígur“. Eldflaugabirgðir Hamas myndu endast lengi. Loftárásir Ísraels á Gaza eru sagðar hafa eyðilagt um það bil 790 íbúðabyggingar og valdið skemmdum á 5.330 til viðbótar. Skemmdir á innviðum hafa valdið því að um 400.000 eru án hreins vatns. Ísraelsmenn segjast hafa náð stjórn á landamörkunum að Gaza og að engar „innrásir“ hafi átt sér stað frá því í gær. Unnið er að því að koma fyrir jarðsprengjum þar sem farið var í gegnum öryggisgirðingar. Herinn gerði árás á yfir 200 skotmörk í nótt, í Rimal og Khan Yunis. Þá hefur verið greint frá því að hundruð hermanna sem voru við störf erlendis hafi verið sóttir til að taka þátt í átökunum heima við. Áætlað er að gíslar í haldi Hamas séu á bilinu 100 til 150 talsins. Þeirra á meðal er einhver fjöldi erlendra ríkisborgara. Ástralir segja að minnsta kosti þrjá ástralska ríkisborgara hafa verið tekna. Yfir 900 Ísraelsmenn hafa látist frá því að Hama lét til skarar skríða á laugardag og yfir 680 Palestínumenn eru taldir látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Ali Barakeh, einn af leiðtogum samtakanna sem dvelur í útlegð í Beirút, sagði í samtali við Associated Press að það hefði komið Hamas-liðum á óvart hversu langt þeir náðu inn í Ísrael. Markmiðið hefði verið að sækja eitthvað fram og taka gísla en her Ísraelsmanna hefði reynst „pappírstígur“. Eldflaugabirgðir Hamas myndu endast lengi. Loftárásir Ísraels á Gaza eru sagðar hafa eyðilagt um það bil 790 íbúðabyggingar og valdið skemmdum á 5.330 til viðbótar. Skemmdir á innviðum hafa valdið því að um 400.000 eru án hreins vatns. Ísraelsmenn segjast hafa náð stjórn á landamörkunum að Gaza og að engar „innrásir“ hafi átt sér stað frá því í gær. Unnið er að því að koma fyrir jarðsprengjum þar sem farið var í gegnum öryggisgirðingar. Herinn gerði árás á yfir 200 skotmörk í nótt, í Rimal og Khan Yunis. Þá hefur verið greint frá því að hundruð hermanna sem voru við störf erlendis hafi verið sóttir til að taka þátt í átökunum heima við. Áætlað er að gíslar í haldi Hamas séu á bilinu 100 til 150 talsins. Þeirra á meðal er einhver fjöldi erlendra ríkisborgara. Ástralir segja að minnsta kosti þrjá ástralska ríkisborgara hafa verið tekna. Yfir 900 Ísraelsmenn hafa látist frá því að Hama lét til skarar skríða á laugardag og yfir 680 Palestínumenn eru taldir látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira