Orðnir vinir aftur eftir árás vegna fyrrverandi kærustu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 13:27 Árásin átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn blóðugur í andliti og vankaður. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart öðrum manni, vini sínum til margra ára sem hafði byrjað með fyrrverandi kærustu árásarmannsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira