Spilaði örfáum dögum eftir hræðilegt brunaslys: „Harðasti maðurinn í NFL“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 11:01 David Njoku er illa útleikinn eftir slysið. Samsett/Twitter/Getty David Njoku, innherji Cleveland Browns í NFL-deildinni, hefur birt mynd af alvarlega brenndu andliti sínu eftir slys sem varð heima hjá honum á dögunum. Hann mætti í leik aðeins örfáum dögum eftir slysið en bar þá grímu sem huldi andlit hans. Slysið varð heima hjá hinum 27 ára gamla Njoku er undirbjó að kveikja upp í eldstæði úti í garði. Ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg brunasár hans eru en hann brann illa á andliti, hálsi og höndum. Ótrúlegt en satt spilaði hann leik Browns við Baltimore Ravens aðeins tveimur dögum síðar, í fjórðu umferð NFL-deildinnar. Degi fyrir leik, eftir að fréttir láku út af meiðslum hans, deildi hann á samfélagsmiðlinum X: „Holdið er veikt. Sé ykkur á morgun.“ Njoku hitar upp fyrir leikinn við Ravens.Getty Njoku bar heljarinnar grímu þegar hann mætti á völlinn í stíl við loðfeld. Hann hafði svo lambhúshettu fyrir vitunum á meðan hann hitaði upp fyrir leikinn og á meðan á honum stóð. Njoku, sem er á sínu sjöunda tímabili með Cleveland, hefur gripið tíu bolta fyrir 92 stikum á þessu tímabili. Kevin Stefanski þjálfari sagði á fyrr í vikunni að Njoku hafi verið mikilvægur póstur hjá liðinu það sem af er tímabili. Stuðningsmenn liðsins hafa þá hrósað Njoku í hástert fyrir skuldbindingu sína við félagið með því að spila svo skömmu eftir slysið. „Harðasti maðurinn í NFL-deildinni,“ sagði einn á X-inu og annar: „Að þú hafir spilað eftir þessa uppákomu gerir þið að algjörri goðsögn.“ Njoku bar þessa grímu þegar hann mætti á völlinn.Getty NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Sjá meira
Slysið varð heima hjá hinum 27 ára gamla Njoku er undirbjó að kveikja upp í eldstæði úti í garði. Ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg brunasár hans eru en hann brann illa á andliti, hálsi og höndum. Ótrúlegt en satt spilaði hann leik Browns við Baltimore Ravens aðeins tveimur dögum síðar, í fjórðu umferð NFL-deildinnar. Degi fyrir leik, eftir að fréttir láku út af meiðslum hans, deildi hann á samfélagsmiðlinum X: „Holdið er veikt. Sé ykkur á morgun.“ Njoku hitar upp fyrir leikinn við Ravens.Getty Njoku bar heljarinnar grímu þegar hann mætti á völlinn í stíl við loðfeld. Hann hafði svo lambhúshettu fyrir vitunum á meðan hann hitaði upp fyrir leikinn og á meðan á honum stóð. Njoku, sem er á sínu sjöunda tímabili með Cleveland, hefur gripið tíu bolta fyrir 92 stikum á þessu tímabili. Kevin Stefanski þjálfari sagði á fyrr í vikunni að Njoku hafi verið mikilvægur póstur hjá liðinu það sem af er tímabili. Stuðningsmenn liðsins hafa þá hrósað Njoku í hástert fyrir skuldbindingu sína við félagið með því að spila svo skömmu eftir slysið. „Harðasti maðurinn í NFL-deildinni,“ sagði einn á X-inu og annar: „Að þú hafir spilað eftir þessa uppákomu gerir þið að algjörri goðsögn.“ Njoku bar þessa grímu þegar hann mætti á völlinn.Getty
NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn