Skaupið öðruvísi í ár: „Í raun árshátíðarmyndband fyrir þjóðina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2023 10:30 Júlíana Sara og Fannar Sveinsson koma að Áramótaskaupinu í ár. Sindri Sindrason hitti fólkið á bak við Áramótaskaupið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson verða leikstjórar Áramótaskaupsins. Þeir eru hvað þekktastir fyrir Hraðfréttir sem voru á dagskrá fyrst á mbl.is og svo á RÚV um árabil. Handritshöfundar skaupsins verða þau Þorsteinn Guðmundsson, sem gerði garðinn frægan með Fóstbræðrum. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir sem mynduðu gríntvíeykið Þær Tvær. Síðust í teyminu er Karen Björg Þorsteinsdóttir, sem er ein af höfundum grínseríunnar Venjulegt fólk ásamt þeim Júlíönu Söru, Völu Kristínu og Fannari. „Ég er ógeðslega spenntur en viðurkenni líka að maður er mjög stressaður,“ segir Fannar Sveinsson og tekur Júlíana Sara undir það. „Það er 98% þjóðarinnar að horfa þannig að það er pressa,“ segir Júlíana. „Við höfum grínast saman í mörg ár og hópurinn þekkist vel þannig að stemningin er góð,“ segir Fannar. „Það er búið að skrifa marga sketsa sem ég hlæ að og ég hugsa alltaf ef mér finnst eitthvað fyndið þá hlýtur einhverjum öðrum að finnast þetta líka fyndið,“ segir Júlína. „Þetta er svo breiður hópur sem þú þarft að ná til og það má segja að þetta sé í raun árshátíðarmyndband fyrir þjóðina,“ segir Fannar en í innslaginu kom í ljós að Áramótaskaupið í ár verður með aðeins öðruvísi sniði og má segja að það verði ákveðin þema í gegnum þáttinn. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en hægt er að sjá hann í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Skaupið í ár verði með öðruvísi sniði Ísland í dag Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson verða leikstjórar Áramótaskaupsins. Þeir eru hvað þekktastir fyrir Hraðfréttir sem voru á dagskrá fyrst á mbl.is og svo á RÚV um árabil. Handritshöfundar skaupsins verða þau Þorsteinn Guðmundsson, sem gerði garðinn frægan með Fóstbræðrum. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir sem mynduðu gríntvíeykið Þær Tvær. Síðust í teyminu er Karen Björg Þorsteinsdóttir, sem er ein af höfundum grínseríunnar Venjulegt fólk ásamt þeim Júlíönu Söru, Völu Kristínu og Fannari. „Ég er ógeðslega spenntur en viðurkenni líka að maður er mjög stressaður,“ segir Fannar Sveinsson og tekur Júlíana Sara undir það. „Það er 98% þjóðarinnar að horfa þannig að það er pressa,“ segir Júlíana. „Við höfum grínast saman í mörg ár og hópurinn þekkist vel þannig að stemningin er góð,“ segir Fannar. „Það er búið að skrifa marga sketsa sem ég hlæ að og ég hugsa alltaf ef mér finnst eitthvað fyndið þá hlýtur einhverjum öðrum að finnast þetta líka fyndið,“ segir Júlína. „Þetta er svo breiður hópur sem þú þarft að ná til og það má segja að þetta sé í raun árshátíðarmyndband fyrir þjóðina,“ segir Fannar en í innslaginu kom í ljós að Áramótaskaupið í ár verður með aðeins öðruvísi sniði og má segja að það verði ákveðin þema í gegnum þáttinn. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en hægt er að sjá hann í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Skaupið í ár verði með öðruvísi sniði
Ísland í dag Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira