Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. Rætur deilnanna má rekja marga áratugi aftur í tímann, jafnvel nokkra áratugi fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn gera tilkall til landsins milli árinnar Jórdan og Miðjarðahafsins. Gyðingar, Kristnir og Múslimar líta allir á landið sem heilagt. Undanfarna sjö áratugi hafa verið háð stríð, gerðar uppreisnir og komið augnablik þar sem virtist vonarglæta og möguleiki á friði. Hér verður rakin þessi flókna og langa saga landnáms og stríðs á helgri grundu. Umdeilt meðal Gyðinga að stofna Gyðingaríki Frá fyrri hluta sextándu aldar þar til fyrri heimsstyrjöldinni lauk árið 1918 fór Ottómanveldið með stjórn í Palestínu. Með tapi í fyrri heimsstyrjöld tóku Bretar við yfirráðum á svæðinu eins og víða annars staðar í Mið-Austurlöndum á þessum tíma. Vinsældir síonisma höfðu aukist gríðarlega á seinni hluta 19. aldar og óx fiskur um hrygg eftir útkomu bókarinnar Gyðingaríkið eftir Ungverjann Theodor Herzl sem kom út árið 1896. Gyðingar flúðu frá Ísrael fyrir um tvö þúsund árum síðan vegna aðfara Rómverja, sem þá höfðu yfirráð á svæðinu. Margir Gyðingar flúðu til Suður- og Austur-Evrópu. Evrópskir Gyðingar hafa nær alltaf þurft að þola aðkast og ofbeldi svo öldum skipti, til dæmis þegar þeim var slátrað af krossförum í Frakklandi á tólftu öld og þeim var úthýst af Íberíuskaganum á fimmtándu öld, svo örfá dæmi séu nefnd. Áður en landnám síonista hófst í Palestínu íhuguðu þeir meðal annars stofnun fyrirheitna landsins í Úganda og Argentínu en Palestína varð að lokum fyrir valinu. Rétt er að geta þess að alls ekki allir Gyðingar eru hlynntir stofnun Ísraelsríkis, Fyrirheitna landsins, bæði af trúarlegum og pólitískum ástæðum. Þær trúarlegu snúa fyrst og fremst að því að Gyðingar líta svo á að þeir séu í útlegð frá Fyrirheitna landinu og geti ekki snúið þangað aftur fyrr en við komu Messíasar. Loforð Breta til allra átta Landnám fór rólega af stað fyrstu tvo áratugi tuttugustu aldar en vegna mikillar spennu og hræðslu Evrópuríkja við að missa völd fóru hjólin að snúast bak við tjöldin. Í röð bréfa árin 1915 og 1916, sem Palestínumenn vísa oft í, í þessari deilu, milli emírsins af Mekka og sendiherra Bretlands í Egyptalandi og kölluð eru McMahon-Hussein bréfin, var því lofað að sjálfstætt Arabaríki yrði stofnað á svæðinu. Bréf Arthurs Balfour til Walter Rothschild sem fékk nafnið Balfour-yfirlýsingin.Getty Árið 1916 var það hins vegar ákveðið í leyni með svokölluðu Sykes-Picot samkomulagi hvernig Bretar og Frakkar ætluðu að skipta Mið-Austurlöndum með sér sem áhrifasvæðum. Palestína átti að vera, samkvæmt þessu, alþjóðlegt- og fjölþjóðlegt ríki. Árið 1917 aftur á móti lýsti Arthur Balfour lávarður, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, því yfir að ríkisstjórn hans styddi stofnun þjóðríkis Gyðinga í Palestínu. Þetta kom fram í bréfi Balfour til Walter Rothschild baróns, sem var leiðtogi fjölskyldu sinnar í Bretlandi. Gyðingafjölskyldan hefur um margra alda skeið verið áhrifarík í Evrópu og meðal annars rekið banka. Balfour-yfirlýsingin var mikill sigur fyrir Gyðinga, formleg viðurkenning á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Fyrir Palestínumenn markaði yfirlýsingin upphaf þess að þeir væru hraktir frá heimkynnum sínum. Hvað sem því líður kom fram í yfirlýsingu Balfour að það væri „augljóst að ekkert megi gera til að troða undir fótum borgaraleg- eða trúarleg réttindi þeirra íbúa Palestínu sem ekki eru Gyðingar,“ og vísaði hann þar til þess mikla meirihluta Araba sem bjó í landinu á þeim tíma. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna greiða atkvæði um stofnun Gyðingaríkis í Palestínu árið 1947.Getty/Apic Á árunum sem á eftir komu fjölgaði mjög Gyðingum sem fluttust til Palestínu, þar á meðal á árunum sem Nasistar ofsóttu þjóðina og Helförin stóð yfir. Stofnun Ísraelsríkis og Hamfarirnar Árið 1947 fór fram allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til að ræða málefni Palestínu sérstaklega. Á þinginu var ályktun 181 samþykkt. Í ályktuninni hvetja þjóðirnar til þess að mynduð verði tvö ríki á landsvæði Palestínu – eitt arabískt og annað fyrir Gyðinga. Palestínskar fjölskyldur flýja heimili sín undan ísraelskum hersveitum í Hamförunum 1948.Getty Til stóð að Jerúsalem, sem er heilög borg í hugum allra þriggja trúflokkanna sem byggja landið, yrði undir alþjóðlegri stjórn. Palestínumenn höfnuðu þessari tillögu og vísuðu til þess að samkvæmt tillögunni fengju ísraelskir Gyðingar allt frjóasta land Palestínu. Þar að auki fengju Ísraelsmenn hlutfallslega mun meira land en Palestínumenn, sem voru mörgum milljónum fleiri á þessum tíma. Átök milli þjóðanna tveggja jukust á mánuðunum sem á eftir komu og Ísrael lýsti yfir sjálfstæði 14. maí 1948. Daginn eftir réðst bandalag Arabaþjóða, Arababandalagið svokallaða, í samvinnu við smáa hópa Palestínumanna á ísraelskar hersveitir. Þetta átti eftir að vera fyrsta stríðið af mörgum milli Ísraela og arabískra ríkja. Stríðið var blóðugt og 700 þúsund Palestínumenn þurftu að flýja heimili sín. Flóttamannabúðir Palestínumanna, sem flúðu heimili sín undan Ísraelum árið 1948, í Jórdandal.Getty Þegar stríðinu lauk stóð Ísrael eftir uppi sem ótvíræður sigurvegari, með enn meira land í höndunum en lagt var upp með. Land þeirra Palestínumanna sem þurftu að flýja blóðug átökin. Þessi atburður, þjóðernishreinsanir Ísraela í Palestínu, er kallaður Nakba á arabísku eða „Hamfarirnar“. Egyptaland lykilleikmaður Breskir hermenn í Egyptalandi vegna Súesdeilunnar. Getty/Manchester Mirror Árið 1956 kom til átaka milli Ísraels og Egyptalands eftir að Gamal Badel Nasser, forseti Egyptalands, þjóðnýtti Súesskurðinn, sem tengir saman Miðjarðarhaf og Rauðahaf. Ísrael var ekki eitt í baráttunni um að ná aftur yfirráðum yfir skurðinum heldur fylgdu Bretar og Frakkar fast á hæla þess. Að lokum var samið um frið en umferð hófst ekki aftur um skurðinn fyrr en ári síðar. Innifalið var í friðarsamkomulaginu að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna væru með eftirlit á Sínaískaga, skaganum sem skilur að Súessund og Tíransund. Upp úr sauð árið 1967 þegar ríkisstjórn Nassers í Egyptalandi rak friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna af Sínaískaga og kom þar fyrir hundrað þúsund egypskum hermönnum og lokuðu á umferð ísraelskra skipa um Tíransund. Á sama tíma gerðu Egyptar varnarsamning við Jórdaníu og kölluðu eftir sameinuðum aðgerðum Araba gegn Ísrael. Hér má sjá uppskiptingu lands í Ísrael og Palestínu frá árinu 1947 til dagsins í dag. Vísir/Sara Daginn eftir gerðu Ísraelar árás á egypska flugherinn af ótta við aðgerðir frá Egyptum. Þar með var hafið stríð sem stóð í sex daga og lauk með yfirburðasigri Ísraelshers. Að loknu stríði hafði Ísrael náð undir sig Sínaískaga, allri Jerúsalem, Gasaströndinni, Vesturbakkanum og Gólanhæðum. Ísraelskir hermenn gæta palestínskra stríðsfanga í miðborg Jerúsalem í júní 1967.Getty/Bettmann Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum í umræðu síðustu daga að hugtakið hryðjuverk hefur verið nefnt í samhengi við framgöngu Palestínumanna. Þá hefur saga hryðjuverka Palestínumanna verið dregin inn í umræðuna. Fyrsta atvikið í deilu þjóðanna tveggja um þetta land, sem kennt var við hryðjuverk, var á sumarólympíuleikunum í München í Þýskalandi árið 1972. Þar tóku átta meðlimir palestínsku skæruliðasamtakanna Svarti september ellefu ísraelska íþróttamenn í gíslingu. Að lokum voru allir gíslarnir drepnir. Palestínumönnum ekki boðið að samningaborðinu Her Egypta ræðst inn á Sínaí-skagann í Jom kippúr stríðinu árið 1973. Getty Ári síðar í október 1973 réðst Arababandalagið, undir leiðsögn Egyptalands og Sýrlands, óvænt á Ísrael á Laufsskálahátíðinni, Jom kippúr, sem er stærsta hátíð Gyðinga. Aröbum vegnaði vel til að byrja með en eftir nítján daga átök höfðu Ísraelar betur. Mikið mannfall varð hjá öllum stríðandi fylkingum. Í september 1978, eftir fjögur ár af köldu stríði milli Egypta og Ísraela, fékk Jimmy Carter þáverandi Bandaríkjaforseti Anwar Sadat forseta Egyptalands og Menachem Begin forsætisráðherra Ísraels að samningaborðinu. Begin og Sadat skrifuðu undir friðarsamkomulagið sem kennt er við Davíðsbúðir (e. Camp David Accords). Menachem Begin forsætisráðherra Ísrael, Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og Anwar Al Sadat forseti Egyptalands, við friðarviðræður í Camp David.Getty/Hvíta húsið Samkomulagið lagði grunninn að friði milli ríkjanna tveggja og að því að Ísraelar yfirgæfu Sínaí-skagann og gæfu Egyptum aftur yfirráð yfir svæðinu. Í samkomulaginu var einnig teiknuð upp áætlun til að koma á palestínskri sjálfsstjórn á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Þá kom einnig til umræðu að bjóða Palestínumönnum að samningaborðinu en það var aldrei gert. Oslóarsamkomulagið svik? Það var ekki fyrr en árið 1987 sem Palestínumenn gerðu uppreisn gegn Ísraelum. Uppreisnin var röð mótmæla og óeirða á Gasaströndinni, Vesturbakkanum og svæðum þar sem finna mátti bæði Ísraela og Palestínumenn. Á þeim sex árum sem uppreisnin varði voru 1.162 til 1.284 Palestínumenn drepnir af ísraelska hernum, þar af 241 til 332 börn. Allt að 120 þúsund voru handteknir, 481 vísað úr landi og meira en 2.500 misstu heimili sín. 120 þúsund slösuðust á þessum tíma, bara á Gasaströndinni. Á sama tíma voru 179 til 200 Ísraelsmenn drepnir og 3.100 slösuðust. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnir undirritun Oslóarsamkomulagsins í Washington D.C. árið 1993. Á myndinni eru (f.v.t.h.) Andrei Vladimirovich Kozyrove utanríkisráðherra Rússlands, Yitzhak Rabin forsætisráðherra Ísrael, Bill Clinton forseti Bandaríkjanna, Yasser Arafat leiðtogi Sjálfstæðishreyfingar Palestínu, Warren Christofer utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Mahmoud Abbas, fulltrúi samninganefndar Palestínumanna.Getty/Mark Reinstein Þessari óöld lauk formlega þegar Ísrael og Palestína skrifuðu undir fyrra Oslóarsamkomulagið árið 1993, það síðara fylgdi eftir 1995. Með samkomulaginu fengu Palestínumenn takmarkaða sjálfsstjórn á landi sínu á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Samkomulagið tók aldrei formlega gildi en friðsamlegra varð á svæðinu um hríð. Margir Ísraelsar og Palestínumenn voru mjög á móti Oslóarsamkomulaginu og litu á það sem svik við hvoran málstað fyrir sig. Ísraelski öfgamaðurinn Yigal Amir var einn þeirra sem var mjög á móti samkomulaginu og til að hefna þessara svika skaut hann Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, til bana 4. nóvember 1995. Markmið Amirs var að hnekkja á friðarviðræðunum við Palestínumenn en Rabin var einmitt á leiðinni af friðarsamkomu í Tel Aviv, sem meira en hundrað þúsund sóttu, þegar Amir skaut hann í bakið. Þjóðarleiðtogar við útför Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísrael sem var myrtur árið 1995. Þarna má meðal annars sjá Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Hosni Mubarak forseta Egyptalands. Getty/Peter Turnley Amir sagðist aldrei sjá eftir gjörðum sínum og sagði raunar að hann hafi verið að framkvæma „vilja Guðs“ í þeim tilgangi að stöðva afhendingu heilags lands í hendur Palestínumanna. Heimsókn á Musterishæð og svo uppreisn Palestínumenn gerðu aðra uppreisn í september 2000. Um sumarið hafði verið haldin ráðstefna í Davíðsbúðum í Bandaríkjunum þar sem átti að skrifa undir endanlegt friðarsamkomulag milli Palestínumanna og Ísraela. Upp úr þessu flosnaði og dropinn sem fyllti mælinn fyrir Araba var þegar hægrimaðurinn og þáverandi leiðtogi stjórnarandstöðunnar Ariel Sharon heimsótti Al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælendum mættu lögreglumenn gráir fyrir járnum, gúmmíkúlnaregn og táragas. Vopnaðir palestínskir hermenn standa vörð á húsarústum á Gasaströndinni árið 2014.Getty/Majdi Fath Ofbeldið hélt áfram í fimm ár. Ísraelar skutu almenna borgara, beittu loftárásum og notuðu skriðdreka gegn þeim á meðan Palestínumenn urðu þekktir fyrir að kasta steinum, fyrir eldflaugaárásir og sjálfsvígssprengjuárásir. Þessi önnur uppreisn varð mun blóðugri og ofbeldisfyllri en sú fyrsta. 1.053 Ísraelar voru drepnir og 4.789 Palestínumenn. Sama ár, árið 2005, yfirgáfu Ísraelar Gasaströndina og strax næsta ár unnu samtökin Hamas kosningar á ströndinni. Stjórnmálasamtökin Fatah, sem eru mun hófsamari en Hamas, stjórnuðu þarna Vesturbakkanum. Nokkuð langt er milli samtakanna tveggja í stjórnmálum og urðu samskiptin á milli Vesturbakkans og Gasastrandarinnar nokkuð flóknari eftir þetta. Gasaströndin í herkví og aðskilnaður á Vesturbakkanum Í júní 2007 kom til átaka milli hernaðararms Hamas og Fatah á Gasaströndinni og fóru átökin svo að Hamas náði algerum völdum á svæðinu. Í kjölfarið setti Ísrael Gasaströndina, svæði sem er á stærð við Reykjavík og Kópavog og meira en tvær milljónir manna búa á, í herkví. Landamærastöðvum var flestum lokað, innflutningur birgða takmarkaður verulega og möguleiki fólks til að ferðast út af svæðinu sömuleiðis. Gasaströndin er einnig með landamæri að Egyptalandi og er þar ein landamærastöð, Rafah. Ferðir um Rafah eru mjög takmarkaðar. Beit Hanoun landamærastöðin er aðeins opin Palestínumönnum með sérstakt leyfi frá Ísrael. Rafah landamærastöðin er sú eina milli Gasastrandarinnar og Egytalands og er sjaldan opin. Karem Abu Salem landamærastöðin er sú landamærastöð sem aðallega er notuð til inn- og útflutnings. Rauða línan sýnir múrinn sem lokar Gasaströndina af. Þá sýnir rauða punktalínan svæðið sem sjómenn á Gasa geta veitt á. Það nær eina sjómílu út á Miðjarðarhafið. Að sögn Sameinuðu þjóðanna leiddi þessi ákvörðun Ísraels til þess að mannúðarkrísan á Gasaströndinni versnaði til muna. Meira en helmingur Palestínumanna reiðir sig á matargjafir frá Sameinuðu þjóðunum og flestir íbúar Gasastrandarinnar búa í flóttamannabúðum. Helmingur íbúa svæðisins eru börn og meira en helmingur er atvinnulaus. Palestínskur mótmælandi slöngvar steini í átt að ísraelskum herbíl í nóvember 2018. Táragas hylur jörðina á milli þeirra. Myndin minnir óneitanlega á dæmisöguna um Davíð og Golíat.Getty/Ashraf Amra Á sama tíma jók Ísrael hernaðarviðveru sína á Vesturbakkanum til muna og ólöglegt landnám ísraelskra Gyðinga þar varð hraðara. Þrjár milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um hálf milljón Ísraelsmanna. Hernámi Ísraelsmanna á Vesturbakkanum hefur af mörgum mannréttindasamtökum verið lýst sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) eins og tíðkaðist í Suður-Afríku á sínum tíma. Fram kemur meðal annars í skýrslu mannréttindasamtaka Amnesty International frá árinu 2022 að þau hafi orðið vitni að „ásetningi til að skapa og viðhalda kerfi kúgunar og drottnunar yfir Palestínumönnum“ meðal annars með „sundrun landsvæðis, aðskilnaður og eftirlit, ráðstöfun á landi og eignum og afneitun á efnahagslegum og félagslegum réttindum […] jafngildir aðskilnaðarstefnu.“ Misheppnaðar friðarviðræður og endurtekið blóðbað Síðustu fimmtán ár hafa Palestínumenn ítrekað mótmælt og barist gegn lokun Gasastrandarinnar, sem hafa verið kallaðar stærstu opnu fangabúðir í heimi. Til að mynda kom til átaka árið 2008 eftir að Hamas-liðar skutu eldflaugum á Ísrael frá Gasaströndinni. Ísraelsmenn svöruðu af hörku og að lokum lágu 1.110 Palestínumenn í valnum og 13 Ísraelsmenn. Aftur varð mikið blóðbað í nóvember 2012 þegar Ísraelsmenn settu sér það markmið að drepa Ahmed Jabari, leiðtoga hernaðarvængs Hamas á Gasa. Það tókst eftir viku af loftárásum á Gasaströndina. 150 Palestínumenn til viðbótar höfðu verið drepnir og sex Ísraelsmenn. Meðlimir al-Qassam, vígasveita Hamas, ganga þungvopnaðir við hlið lítilla drengja um Gasaströndina, nálægt landamærunum Rafah í maí 2014. Getty/Eyad Al Baba Árin 2013 til 2014 voru gerðar tilraunir til friðarviðræðna milli Ísrael og Palestínu en þeim lauk þegar Gasastríðið 2014 braust út. Stríðið hófst eftir að þremur ísraelskum unglingum var rænt og þeir drepnir af Hamas-liðum á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn réðist í aðgerðir á Vesturbakkanum þar sem 350 Palestínumenn, þar á meðal nær allir Hamas-liðar á svæðinu, voru handteknir. Hamas á Gasa svaraði þessu með því að skjóta eldflaugum á Ísrael, sem svaraði af fullum þunga. Sjö vikum síðar þegar vopn voru lögð niður höfðu 2.200 Palestínumenn og 73 Ísraelsmenn verið drepnir. Blóðug átök á fimmtíu ára afmæli Hamfaranna Í desember 2017 viðurkenndi þáverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis og tilkynnti fyrirætlanir um að flytja sendiráð Bandaríkjanna til borgarinnar, til að staðfesta þessa viðurkenningu. Eins og fram hefur komið í þessari umfjöllun líta allir þrír stóru trúarhóparnir á svæðinu á Jerúsalem sem helga borg og stóð upprunalega til að halda Jersúalem sjálfstæðri. Palestínumönnum var verulega brugðið og mótmæltu fyrirætlununum harðlega. Ungur drengur slöngvar steini í átt að ísraelskum hermönnum í innrás þeirra í Jenín.Getty/NurPhoto Í mars 2018 fóru Palestínumenn á Gasaströndinni að halda vikuleg friðsæl mótmæli við múrinn, sem skilur ströndina að frá landi Ísraelsmanna. Þetta var gert í tilefni þess að fimmtíu ár voru liðin frá Hamförunum (ar. Nakba). Samtök Hamas voru fljót að stökkva á vagninn og köstuðu meðlimir þeirra steinum og bensínsprengjum á múrinn. Flestir mótmælendanna tóku ekki þátt í þessu og héldu friðsæl mótmæli lengra frá múrnum. Ísraelski herinn drap meira en 180 mótmælendur á næstu mánuðum og særði rúmlega 9.200. Fjórir Ísraelsmenn særðust á sama tíma. Í nóvembermánuði réðst sérsveit ísraelska hersins inn á Gasaströndina og stóð til að aðgerðir hennar yrðu leynilegar. Sjö Hamasliðar voru drepnir og einn ísraelskur hermaður. Næstu tvo daga á eftir voru framdar loftárásir í báðar áttir þar til samið var um frið. Frá vikulegum mótmælum Palestínumanna við múrinn í desember 2019. Táragas er þarna allt um kring.Getty/Ali Jadallah/ Það var svo í skugga þingkosninga og vaxandi spennu milli þjóðanna í Jerúsalem sem ísraelska lögreglan réðist inn í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem árið 2021. Moskan er einn helgasti staður múslima og leit Hamas svo á að Ísraelar hafi vanhelgað staðinn. Hér fyrir neðan má sjá fjölda þeirra sem hefur annars vegar dáið og hins vegar særst í átökum þjóðanna tveggja síðan 2008. Í árinu 2023 eru ekki teknir inn þeir sem hafa verið drepnir eða særst frá því að stríðið byrjaði 7. október. Hamas á Gasaströndinni skaut fjölda eldflauga í átt að Jerúsalem sem varð til þess að Ísrael svaraði með umfangsmilkum loftárásum. Ofbeldið var það versta á Gasa síðan í stríðinu 2014. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum voru minnst 260 Palestínumenn drepnir, helmingurinn almennir borgarar, þar á meðal 66 börn og 40 konur. Þrettán Ísraelsmenn voru drepnir. Ættingjar Abo Hatab fjölskyldunnar syrgja hana í Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasaströndinni. Allir í fjölskyldunni fórust þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á heimili þeirra í al-Shati flóttamannabúðunum án viðvörunar í maí 2021. Getty/Majdi Fathi Hvað með Vesturbakkann? Síðan 1967 hefur landtaka Ísraelsmanna á Vesturbakkanum haldið hægt og rólega áfram. Landtakan felst meðal annars í því að heilum palestínskum fjölskyldum er vísað út af heimilum sínum, án nokkurrar ástæðu, og ísraelskum fjölskyldum komið þar fyrir. Landtakan hefur líka verið þannig að palestínskum fjölskyldum hafi verið vísað af heimilum og þær ástæður gefnar að staðsetningin sé „hernaðarlega mikilvæg“ eða eitthvað slíkt. Palestínsku fjölskyldurnar hafa þannig þurft að hafast til í flóttamannabúðum en nokkrum vikum eftir að fólkinu er vísað af heimilum síum hafa verið reist þar ný, glæsileg hús, jafnvel heilu hverfin, fyrir Gyðinga. Ísraelskir hermenn fylgja ísraelskum landnemum um Gamla bæinn í Hebron. Palestínskir drengir horfa á. Getty/NurPhoto Þá hefur ofbeldi gagnvart Palestínumönnum á Vesturbakkanum verið aðeins annars eðlis en gagnvart þeim sem búa á Gasa. Margir Palestínumenn á Vesturbakkanum starfa „Ísraelsmegin“, þeir fá læknisþjónustu á sjúkrahúsum Gyðinga og búa jafnvel við hlið Gyðinga. Palestinumenn bíða í röðum eftir að komast í gegn um eftirlittstöðvar Ísrael á Vesturbakkanum í maí 2019.Getty/David Vaaknin Staðan er hins vegar sú að Palestínumenn á Vesturbakkanum njóta ekki sömu réttinda og nágrannar þeirra sem eru Gyðingar. Palestínumenn þurfa oft á dag að fara í gegnum eftirlitsstöðvar, fá sums staðar ekki að ganga á sömu götum og Gyðingar, fá fjórfalt minna vatn en nágrannar sínir Gyðingar og svo má lengi telja. Landnám ísraelskra Gyðinga á Vesturbakkanum brýtur í bága við alþjóðalög. Palestínsk-ameríski blaðamaðurinn Dena Takruri fjallar um líf á Vesturbakkanum í umfjöllun sinni fyrir AJ+, sem horfa má á hér að neðan. Í fyrravor gerðu palestínsk hryðjuverkasamtök röð árása á Ísraelsmenn og voru fjórtán drepnir. Til að bregðast við ofbeldinu beindu ísraelskar hersveitir spjótum sínum að bæði þekktum vígamönnum og aðgerðasinnum á Vesturbakkanum. Ísraelsmenn drápu 146 Palestínumenn á Vesturbakkanum í fyrra, sem er mesta mannfall á Vesturbakkanum frá upphafi skráninga Sameinuðu þjóðanna árið 2005. Á sama tíma voru 29 Ísraelsmenn drepnir af Palestínumönnum. Stigmögnun þessa árs Í janúar á þessu ári réðst ísraelski herinn inn í palestínsku borgina Jenín og drápu níu Araba á leiðinni inn. Daginn eftir skaut palestínskur maður sjö Gyðinga, þar á meðal börn, sem voru við bænastund í sýnagógu í Austur-Jerúsalem. Þetta ár hefur einkennst af hefndarárásum, beggja megin frá, til að mynda þegar Ísraelar gerðu loftárás á Gasaströndina í maí. Þrettán voru drepnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Fimm daga ofbeldisalda tók við, þar sem 33 Gasabúar dóu og tveir Ísraelar. Palestínskir mótmælendur kasta steinum í herbíla Ísraelsmanna í Jenín í janúar á þessu ári.Getty/Issam Rimawi Ísraelski herinn réðst aftur inn í Jenín 19. júní og sendu herþyrlur inn á Vesturbakkann, í fyrsta sinn síðan í Annarri uppreisninni. Næsta dag gerðu tveir Hamas-liðar skotárás á hummusveitingastað í ísraelskum landnemabæ þar sem fjórir dóu. Hundruð ísraelskra landnema gengu í kjölfarið berserksgang gegn um palestínsk þorp, kveiktu í heimilum og bílum og skutu á íbúa. Þá gerði ísraelski herinn drónaárás á Vesturbakkann í fyrsta sinn síðan 2006 og drápu í árásinni þrjá grunaða hryðjuverkamenn. Í júlí voru gerðar árásir af landi og úr lofti á flóttamannabúðir í Jenín þar sem tólf Palestínumenn voru drepnir. Vatnið hernumið Eins og farið hefur verið yfir fyrr í greininni stjórna Ísraelsmenn nær öllu sem við kemur daglegu lífi Palestínumanna. Stuttu eftir að þeir hernámu Vesturbakkann, Austur-Jerúsalem og Gasaströndina árið 1967 tryggðu þeir yfirráð yfir öllum vatnslindum og vatnstengdum innviðum á hernumdu svæði Palestínu. Palestínumenn á Gasaströndinni fylla á vatnsbrúsa.Getty/Mohammed Talatene Enn þann dag í dag á þetta við. Palestínumenn þurfa til að mynda að fá sérstakt leyfi frá ísraelskum stjórnvöldum til að nota vatn úr nýrri vatnsuppsprettu ef hún finnst og til að koma upp innviðum þessu tengdu. Nær ómögulegt er fyrir Palestínumenn að verða sér úti um þessi leyfi. Palestínumenn hafa þá ekki aðgang að ánni Jórdan eða öðrum ferskvatnsuppsprettum. Palestínumenn mega heldur ekki safna regnvatni á Vesturbakkanum og fer ísraelski herinn reglulega um í leit að slíkum búnaði og eyðileggur. Ísraelsmenn hafa byggt upp umfangsmikið vatnsdreifikerfi á Vesturbakkanum sem flestir Palestínumenn hafa ekki aðgang að, sem brýtur í bága við alþjóðalög. Vatnsstofnun ísraelska ríkisins Mekorot selur Palestínumönnum vatn en magnið er ákveðið af ísraelskum stjórnvöldum. Ísraelska ríkið takmarkar oft vatnssölu til Palestínumanna svo mikið að margir þurfa að kaupa vatn sem flutt er til þeirra í vatnsflutningabílum, sem kostar mun meira. Á Gasaströndinni er 90-95 prósent af vatninu ódrykkjarhæft. Eina ferksvatnsuppspretta Gasastrandarinnar, sem er niðri við sjóinn, getur ekki séð öllum tveimur milljónum íbúanna fyrir vatni auk þess sem hún mengast reglulega af bæði sjó og úrgangi. Ísraelskur Gyðingur á Vesturbakkanum tekur sundsprett.Getty/Amir Levy/ Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni nota Palestínumenn um 73 lítra af vatni á mann á dag, sem er langt undir 100 lítra lágmarkinu. Í mörgum samfélögum hirðingja á Vesturbakkanum er dagleg vatnsnotkun aðeins 20 lítrar á dag. Ísraelar nota að meðaltali fjórum sinnum meira vatn dag hvern en meðalpalestínumaður. Aðför að kristnum í Ísrael Eins og rakið hefur verið hér á undan snýst deilan um landið, sem nú kallast Ísrael og Palestína, ekki sérstaklega um trúarbrögð, þó þau leiki stórt hlutverk. Ísraelskir síonistar líta svo á að palestínskir arabar eigi ekki rétt á landinu, sama hvaða trúar þeir eru. Um 93 prósent Palestínumanna eru múslimar, 6 prósent eru kristnir og um eitt prósent telst til Drúsa og Samverja. Kristnir Palestínumenn hafa að undanförnu lýst því að þeir hafi fundið fyrir uppgangi haturs í þeirra garð. Þá hafa birst myndbönd á samfélagsmiðlum að undanförnu sem sýna ísraelska Gyðinga krefja kristna um að fela trúartákn, myndbönd af rétttrúuðum Gyðingum hrækja á kristnar nunnur og svo framvegis. Hálf öld frá upphafi Jom kippúr stríðsins Þetta er aðeins hluti af þeim ofbeldisverkum sem framin hafa verið í Ísrael og Palestínu á árinu. Stríði var svo formlega lýst yfir 8. október síðastliðinn í kjölfar árása Hamas á Ísrael. Þá voru 50 ár og einn dagur liðin frá upphafi Jom kippúr stríðsins árið 1973. Þegar hafa fimmtán hundruð Palestínumenn verið drepnir, meira en 6.400 særst í þessu stríði og hátt í 400 þúsund misst heimili sín. Þá hafa 1.200 Ísraelsmenn verið drepnir og meira en 3.000 særðir. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og stöðvað þangað matar- og eldsneytissendingar. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að neyðarástand sé að skapast vegna vatns- og matarskorts og að fólk fari bráðum að deyja úr vosbúð samhliða árásum Ísraelsmanna. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Fréttaskýringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Rætur deilnanna má rekja marga áratugi aftur í tímann, jafnvel nokkra áratugi fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn gera tilkall til landsins milli árinnar Jórdan og Miðjarðahafsins. Gyðingar, Kristnir og Múslimar líta allir á landið sem heilagt. Undanfarna sjö áratugi hafa verið háð stríð, gerðar uppreisnir og komið augnablik þar sem virtist vonarglæta og möguleiki á friði. Hér verður rakin þessi flókna og langa saga landnáms og stríðs á helgri grundu. Umdeilt meðal Gyðinga að stofna Gyðingaríki Frá fyrri hluta sextándu aldar þar til fyrri heimsstyrjöldinni lauk árið 1918 fór Ottómanveldið með stjórn í Palestínu. Með tapi í fyrri heimsstyrjöld tóku Bretar við yfirráðum á svæðinu eins og víða annars staðar í Mið-Austurlöndum á þessum tíma. Vinsældir síonisma höfðu aukist gríðarlega á seinni hluta 19. aldar og óx fiskur um hrygg eftir útkomu bókarinnar Gyðingaríkið eftir Ungverjann Theodor Herzl sem kom út árið 1896. Gyðingar flúðu frá Ísrael fyrir um tvö þúsund árum síðan vegna aðfara Rómverja, sem þá höfðu yfirráð á svæðinu. Margir Gyðingar flúðu til Suður- og Austur-Evrópu. Evrópskir Gyðingar hafa nær alltaf þurft að þola aðkast og ofbeldi svo öldum skipti, til dæmis þegar þeim var slátrað af krossförum í Frakklandi á tólftu öld og þeim var úthýst af Íberíuskaganum á fimmtándu öld, svo örfá dæmi séu nefnd. Áður en landnám síonista hófst í Palestínu íhuguðu þeir meðal annars stofnun fyrirheitna landsins í Úganda og Argentínu en Palestína varð að lokum fyrir valinu. Rétt er að geta þess að alls ekki allir Gyðingar eru hlynntir stofnun Ísraelsríkis, Fyrirheitna landsins, bæði af trúarlegum og pólitískum ástæðum. Þær trúarlegu snúa fyrst og fremst að því að Gyðingar líta svo á að þeir séu í útlegð frá Fyrirheitna landinu og geti ekki snúið þangað aftur fyrr en við komu Messíasar. Loforð Breta til allra átta Landnám fór rólega af stað fyrstu tvo áratugi tuttugustu aldar en vegna mikillar spennu og hræðslu Evrópuríkja við að missa völd fóru hjólin að snúast bak við tjöldin. Í röð bréfa árin 1915 og 1916, sem Palestínumenn vísa oft í, í þessari deilu, milli emírsins af Mekka og sendiherra Bretlands í Egyptalandi og kölluð eru McMahon-Hussein bréfin, var því lofað að sjálfstætt Arabaríki yrði stofnað á svæðinu. Bréf Arthurs Balfour til Walter Rothschild sem fékk nafnið Balfour-yfirlýsingin.Getty Árið 1916 var það hins vegar ákveðið í leyni með svokölluðu Sykes-Picot samkomulagi hvernig Bretar og Frakkar ætluðu að skipta Mið-Austurlöndum með sér sem áhrifasvæðum. Palestína átti að vera, samkvæmt þessu, alþjóðlegt- og fjölþjóðlegt ríki. Árið 1917 aftur á móti lýsti Arthur Balfour lávarður, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, því yfir að ríkisstjórn hans styddi stofnun þjóðríkis Gyðinga í Palestínu. Þetta kom fram í bréfi Balfour til Walter Rothschild baróns, sem var leiðtogi fjölskyldu sinnar í Bretlandi. Gyðingafjölskyldan hefur um margra alda skeið verið áhrifarík í Evrópu og meðal annars rekið banka. Balfour-yfirlýsingin var mikill sigur fyrir Gyðinga, formleg viðurkenning á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Fyrir Palestínumenn markaði yfirlýsingin upphaf þess að þeir væru hraktir frá heimkynnum sínum. Hvað sem því líður kom fram í yfirlýsingu Balfour að það væri „augljóst að ekkert megi gera til að troða undir fótum borgaraleg- eða trúarleg réttindi þeirra íbúa Palestínu sem ekki eru Gyðingar,“ og vísaði hann þar til þess mikla meirihluta Araba sem bjó í landinu á þeim tíma. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna greiða atkvæði um stofnun Gyðingaríkis í Palestínu árið 1947.Getty/Apic Á árunum sem á eftir komu fjölgaði mjög Gyðingum sem fluttust til Palestínu, þar á meðal á árunum sem Nasistar ofsóttu þjóðina og Helförin stóð yfir. Stofnun Ísraelsríkis og Hamfarirnar Árið 1947 fór fram allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til að ræða málefni Palestínu sérstaklega. Á þinginu var ályktun 181 samþykkt. Í ályktuninni hvetja þjóðirnar til þess að mynduð verði tvö ríki á landsvæði Palestínu – eitt arabískt og annað fyrir Gyðinga. Palestínskar fjölskyldur flýja heimili sín undan ísraelskum hersveitum í Hamförunum 1948.Getty Til stóð að Jerúsalem, sem er heilög borg í hugum allra þriggja trúflokkanna sem byggja landið, yrði undir alþjóðlegri stjórn. Palestínumenn höfnuðu þessari tillögu og vísuðu til þess að samkvæmt tillögunni fengju ísraelskir Gyðingar allt frjóasta land Palestínu. Þar að auki fengju Ísraelsmenn hlutfallslega mun meira land en Palestínumenn, sem voru mörgum milljónum fleiri á þessum tíma. Átök milli þjóðanna tveggja jukust á mánuðunum sem á eftir komu og Ísrael lýsti yfir sjálfstæði 14. maí 1948. Daginn eftir réðst bandalag Arabaþjóða, Arababandalagið svokallaða, í samvinnu við smáa hópa Palestínumanna á ísraelskar hersveitir. Þetta átti eftir að vera fyrsta stríðið af mörgum milli Ísraela og arabískra ríkja. Stríðið var blóðugt og 700 þúsund Palestínumenn þurftu að flýja heimili sín. Flóttamannabúðir Palestínumanna, sem flúðu heimili sín undan Ísraelum árið 1948, í Jórdandal.Getty Þegar stríðinu lauk stóð Ísrael eftir uppi sem ótvíræður sigurvegari, með enn meira land í höndunum en lagt var upp með. Land þeirra Palestínumanna sem þurftu að flýja blóðug átökin. Þessi atburður, þjóðernishreinsanir Ísraela í Palestínu, er kallaður Nakba á arabísku eða „Hamfarirnar“. Egyptaland lykilleikmaður Breskir hermenn í Egyptalandi vegna Súesdeilunnar. Getty/Manchester Mirror Árið 1956 kom til átaka milli Ísraels og Egyptalands eftir að Gamal Badel Nasser, forseti Egyptalands, þjóðnýtti Súesskurðinn, sem tengir saman Miðjarðarhaf og Rauðahaf. Ísrael var ekki eitt í baráttunni um að ná aftur yfirráðum yfir skurðinum heldur fylgdu Bretar og Frakkar fast á hæla þess. Að lokum var samið um frið en umferð hófst ekki aftur um skurðinn fyrr en ári síðar. Innifalið var í friðarsamkomulaginu að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna væru með eftirlit á Sínaískaga, skaganum sem skilur að Súessund og Tíransund. Upp úr sauð árið 1967 þegar ríkisstjórn Nassers í Egyptalandi rak friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna af Sínaískaga og kom þar fyrir hundrað þúsund egypskum hermönnum og lokuðu á umferð ísraelskra skipa um Tíransund. Á sama tíma gerðu Egyptar varnarsamning við Jórdaníu og kölluðu eftir sameinuðum aðgerðum Araba gegn Ísrael. Hér má sjá uppskiptingu lands í Ísrael og Palestínu frá árinu 1947 til dagsins í dag. Vísir/Sara Daginn eftir gerðu Ísraelar árás á egypska flugherinn af ótta við aðgerðir frá Egyptum. Þar með var hafið stríð sem stóð í sex daga og lauk með yfirburðasigri Ísraelshers. Að loknu stríði hafði Ísrael náð undir sig Sínaískaga, allri Jerúsalem, Gasaströndinni, Vesturbakkanum og Gólanhæðum. Ísraelskir hermenn gæta palestínskra stríðsfanga í miðborg Jerúsalem í júní 1967.Getty/Bettmann Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum í umræðu síðustu daga að hugtakið hryðjuverk hefur verið nefnt í samhengi við framgöngu Palestínumanna. Þá hefur saga hryðjuverka Palestínumanna verið dregin inn í umræðuna. Fyrsta atvikið í deilu þjóðanna tveggja um þetta land, sem kennt var við hryðjuverk, var á sumarólympíuleikunum í München í Þýskalandi árið 1972. Þar tóku átta meðlimir palestínsku skæruliðasamtakanna Svarti september ellefu ísraelska íþróttamenn í gíslingu. Að lokum voru allir gíslarnir drepnir. Palestínumönnum ekki boðið að samningaborðinu Her Egypta ræðst inn á Sínaí-skagann í Jom kippúr stríðinu árið 1973. Getty Ári síðar í október 1973 réðst Arababandalagið, undir leiðsögn Egyptalands og Sýrlands, óvænt á Ísrael á Laufsskálahátíðinni, Jom kippúr, sem er stærsta hátíð Gyðinga. Aröbum vegnaði vel til að byrja með en eftir nítján daga átök höfðu Ísraelar betur. Mikið mannfall varð hjá öllum stríðandi fylkingum. Í september 1978, eftir fjögur ár af köldu stríði milli Egypta og Ísraela, fékk Jimmy Carter þáverandi Bandaríkjaforseti Anwar Sadat forseta Egyptalands og Menachem Begin forsætisráðherra Ísraels að samningaborðinu. Begin og Sadat skrifuðu undir friðarsamkomulagið sem kennt er við Davíðsbúðir (e. Camp David Accords). Menachem Begin forsætisráðherra Ísrael, Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og Anwar Al Sadat forseti Egyptalands, við friðarviðræður í Camp David.Getty/Hvíta húsið Samkomulagið lagði grunninn að friði milli ríkjanna tveggja og að því að Ísraelar yfirgæfu Sínaí-skagann og gæfu Egyptum aftur yfirráð yfir svæðinu. Í samkomulaginu var einnig teiknuð upp áætlun til að koma á palestínskri sjálfsstjórn á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Þá kom einnig til umræðu að bjóða Palestínumönnum að samningaborðinu en það var aldrei gert. Oslóarsamkomulagið svik? Það var ekki fyrr en árið 1987 sem Palestínumenn gerðu uppreisn gegn Ísraelum. Uppreisnin var röð mótmæla og óeirða á Gasaströndinni, Vesturbakkanum og svæðum þar sem finna mátti bæði Ísraela og Palestínumenn. Á þeim sex árum sem uppreisnin varði voru 1.162 til 1.284 Palestínumenn drepnir af ísraelska hernum, þar af 241 til 332 börn. Allt að 120 þúsund voru handteknir, 481 vísað úr landi og meira en 2.500 misstu heimili sín. 120 þúsund slösuðust á þessum tíma, bara á Gasaströndinni. Á sama tíma voru 179 til 200 Ísraelsmenn drepnir og 3.100 slösuðust. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnir undirritun Oslóarsamkomulagsins í Washington D.C. árið 1993. Á myndinni eru (f.v.t.h.) Andrei Vladimirovich Kozyrove utanríkisráðherra Rússlands, Yitzhak Rabin forsætisráðherra Ísrael, Bill Clinton forseti Bandaríkjanna, Yasser Arafat leiðtogi Sjálfstæðishreyfingar Palestínu, Warren Christofer utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Mahmoud Abbas, fulltrúi samninganefndar Palestínumanna.Getty/Mark Reinstein Þessari óöld lauk formlega þegar Ísrael og Palestína skrifuðu undir fyrra Oslóarsamkomulagið árið 1993, það síðara fylgdi eftir 1995. Með samkomulaginu fengu Palestínumenn takmarkaða sjálfsstjórn á landi sínu á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Samkomulagið tók aldrei formlega gildi en friðsamlegra varð á svæðinu um hríð. Margir Ísraelsar og Palestínumenn voru mjög á móti Oslóarsamkomulaginu og litu á það sem svik við hvoran málstað fyrir sig. Ísraelski öfgamaðurinn Yigal Amir var einn þeirra sem var mjög á móti samkomulaginu og til að hefna þessara svika skaut hann Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, til bana 4. nóvember 1995. Markmið Amirs var að hnekkja á friðarviðræðunum við Palestínumenn en Rabin var einmitt á leiðinni af friðarsamkomu í Tel Aviv, sem meira en hundrað þúsund sóttu, þegar Amir skaut hann í bakið. Þjóðarleiðtogar við útför Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísrael sem var myrtur árið 1995. Þarna má meðal annars sjá Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Hosni Mubarak forseta Egyptalands. Getty/Peter Turnley Amir sagðist aldrei sjá eftir gjörðum sínum og sagði raunar að hann hafi verið að framkvæma „vilja Guðs“ í þeim tilgangi að stöðva afhendingu heilags lands í hendur Palestínumanna. Heimsókn á Musterishæð og svo uppreisn Palestínumenn gerðu aðra uppreisn í september 2000. Um sumarið hafði verið haldin ráðstefna í Davíðsbúðum í Bandaríkjunum þar sem átti að skrifa undir endanlegt friðarsamkomulag milli Palestínumanna og Ísraela. Upp úr þessu flosnaði og dropinn sem fyllti mælinn fyrir Araba var þegar hægrimaðurinn og þáverandi leiðtogi stjórnarandstöðunnar Ariel Sharon heimsótti Al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælendum mættu lögreglumenn gráir fyrir járnum, gúmmíkúlnaregn og táragas. Vopnaðir palestínskir hermenn standa vörð á húsarústum á Gasaströndinni árið 2014.Getty/Majdi Fath Ofbeldið hélt áfram í fimm ár. Ísraelar skutu almenna borgara, beittu loftárásum og notuðu skriðdreka gegn þeim á meðan Palestínumenn urðu þekktir fyrir að kasta steinum, fyrir eldflaugaárásir og sjálfsvígssprengjuárásir. Þessi önnur uppreisn varð mun blóðugri og ofbeldisfyllri en sú fyrsta. 1.053 Ísraelar voru drepnir og 4.789 Palestínumenn. Sama ár, árið 2005, yfirgáfu Ísraelar Gasaströndina og strax næsta ár unnu samtökin Hamas kosningar á ströndinni. Stjórnmálasamtökin Fatah, sem eru mun hófsamari en Hamas, stjórnuðu þarna Vesturbakkanum. Nokkuð langt er milli samtakanna tveggja í stjórnmálum og urðu samskiptin á milli Vesturbakkans og Gasastrandarinnar nokkuð flóknari eftir þetta. Gasaströndin í herkví og aðskilnaður á Vesturbakkanum Í júní 2007 kom til átaka milli hernaðararms Hamas og Fatah á Gasaströndinni og fóru átökin svo að Hamas náði algerum völdum á svæðinu. Í kjölfarið setti Ísrael Gasaströndina, svæði sem er á stærð við Reykjavík og Kópavog og meira en tvær milljónir manna búa á, í herkví. Landamærastöðvum var flestum lokað, innflutningur birgða takmarkaður verulega og möguleiki fólks til að ferðast út af svæðinu sömuleiðis. Gasaströndin er einnig með landamæri að Egyptalandi og er þar ein landamærastöð, Rafah. Ferðir um Rafah eru mjög takmarkaðar. Beit Hanoun landamærastöðin er aðeins opin Palestínumönnum með sérstakt leyfi frá Ísrael. Rafah landamærastöðin er sú eina milli Gasastrandarinnar og Egytalands og er sjaldan opin. Karem Abu Salem landamærastöðin er sú landamærastöð sem aðallega er notuð til inn- og útflutnings. Rauða línan sýnir múrinn sem lokar Gasaströndina af. Þá sýnir rauða punktalínan svæðið sem sjómenn á Gasa geta veitt á. Það nær eina sjómílu út á Miðjarðarhafið. Að sögn Sameinuðu þjóðanna leiddi þessi ákvörðun Ísraels til þess að mannúðarkrísan á Gasaströndinni versnaði til muna. Meira en helmingur Palestínumanna reiðir sig á matargjafir frá Sameinuðu þjóðunum og flestir íbúar Gasastrandarinnar búa í flóttamannabúðum. Helmingur íbúa svæðisins eru börn og meira en helmingur er atvinnulaus. Palestínskur mótmælandi slöngvar steini í átt að ísraelskum herbíl í nóvember 2018. Táragas hylur jörðina á milli þeirra. Myndin minnir óneitanlega á dæmisöguna um Davíð og Golíat.Getty/Ashraf Amra Á sama tíma jók Ísrael hernaðarviðveru sína á Vesturbakkanum til muna og ólöglegt landnám ísraelskra Gyðinga þar varð hraðara. Þrjár milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um hálf milljón Ísraelsmanna. Hernámi Ísraelsmanna á Vesturbakkanum hefur af mörgum mannréttindasamtökum verið lýst sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) eins og tíðkaðist í Suður-Afríku á sínum tíma. Fram kemur meðal annars í skýrslu mannréttindasamtaka Amnesty International frá árinu 2022 að þau hafi orðið vitni að „ásetningi til að skapa og viðhalda kerfi kúgunar og drottnunar yfir Palestínumönnum“ meðal annars með „sundrun landsvæðis, aðskilnaður og eftirlit, ráðstöfun á landi og eignum og afneitun á efnahagslegum og félagslegum réttindum […] jafngildir aðskilnaðarstefnu.“ Misheppnaðar friðarviðræður og endurtekið blóðbað Síðustu fimmtán ár hafa Palestínumenn ítrekað mótmælt og barist gegn lokun Gasastrandarinnar, sem hafa verið kallaðar stærstu opnu fangabúðir í heimi. Til að mynda kom til átaka árið 2008 eftir að Hamas-liðar skutu eldflaugum á Ísrael frá Gasaströndinni. Ísraelsmenn svöruðu af hörku og að lokum lágu 1.110 Palestínumenn í valnum og 13 Ísraelsmenn. Aftur varð mikið blóðbað í nóvember 2012 þegar Ísraelsmenn settu sér það markmið að drepa Ahmed Jabari, leiðtoga hernaðarvængs Hamas á Gasa. Það tókst eftir viku af loftárásum á Gasaströndina. 150 Palestínumenn til viðbótar höfðu verið drepnir og sex Ísraelsmenn. Meðlimir al-Qassam, vígasveita Hamas, ganga þungvopnaðir við hlið lítilla drengja um Gasaströndina, nálægt landamærunum Rafah í maí 2014. Getty/Eyad Al Baba Árin 2013 til 2014 voru gerðar tilraunir til friðarviðræðna milli Ísrael og Palestínu en þeim lauk þegar Gasastríðið 2014 braust út. Stríðið hófst eftir að þremur ísraelskum unglingum var rænt og þeir drepnir af Hamas-liðum á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn réðist í aðgerðir á Vesturbakkanum þar sem 350 Palestínumenn, þar á meðal nær allir Hamas-liðar á svæðinu, voru handteknir. Hamas á Gasa svaraði þessu með því að skjóta eldflaugum á Ísrael, sem svaraði af fullum þunga. Sjö vikum síðar þegar vopn voru lögð niður höfðu 2.200 Palestínumenn og 73 Ísraelsmenn verið drepnir. Blóðug átök á fimmtíu ára afmæli Hamfaranna Í desember 2017 viðurkenndi þáverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis og tilkynnti fyrirætlanir um að flytja sendiráð Bandaríkjanna til borgarinnar, til að staðfesta þessa viðurkenningu. Eins og fram hefur komið í þessari umfjöllun líta allir þrír stóru trúarhóparnir á svæðinu á Jerúsalem sem helga borg og stóð upprunalega til að halda Jersúalem sjálfstæðri. Palestínumönnum var verulega brugðið og mótmæltu fyrirætlununum harðlega. Ungur drengur slöngvar steini í átt að ísraelskum hermönnum í innrás þeirra í Jenín.Getty/NurPhoto Í mars 2018 fóru Palestínumenn á Gasaströndinni að halda vikuleg friðsæl mótmæli við múrinn, sem skilur ströndina að frá landi Ísraelsmanna. Þetta var gert í tilefni þess að fimmtíu ár voru liðin frá Hamförunum (ar. Nakba). Samtök Hamas voru fljót að stökkva á vagninn og köstuðu meðlimir þeirra steinum og bensínsprengjum á múrinn. Flestir mótmælendanna tóku ekki þátt í þessu og héldu friðsæl mótmæli lengra frá múrnum. Ísraelski herinn drap meira en 180 mótmælendur á næstu mánuðum og særði rúmlega 9.200. Fjórir Ísraelsmenn særðust á sama tíma. Í nóvembermánuði réðst sérsveit ísraelska hersins inn á Gasaströndina og stóð til að aðgerðir hennar yrðu leynilegar. Sjö Hamasliðar voru drepnir og einn ísraelskur hermaður. Næstu tvo daga á eftir voru framdar loftárásir í báðar áttir þar til samið var um frið. Frá vikulegum mótmælum Palestínumanna við múrinn í desember 2019. Táragas er þarna allt um kring.Getty/Ali Jadallah/ Það var svo í skugga þingkosninga og vaxandi spennu milli þjóðanna í Jerúsalem sem ísraelska lögreglan réðist inn í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem árið 2021. Moskan er einn helgasti staður múslima og leit Hamas svo á að Ísraelar hafi vanhelgað staðinn. Hér fyrir neðan má sjá fjölda þeirra sem hefur annars vegar dáið og hins vegar særst í átökum þjóðanna tveggja síðan 2008. Í árinu 2023 eru ekki teknir inn þeir sem hafa verið drepnir eða særst frá því að stríðið byrjaði 7. október. Hamas á Gasaströndinni skaut fjölda eldflauga í átt að Jerúsalem sem varð til þess að Ísrael svaraði með umfangsmilkum loftárásum. Ofbeldið var það versta á Gasa síðan í stríðinu 2014. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum voru minnst 260 Palestínumenn drepnir, helmingurinn almennir borgarar, þar á meðal 66 börn og 40 konur. Þrettán Ísraelsmenn voru drepnir. Ættingjar Abo Hatab fjölskyldunnar syrgja hana í Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasaströndinni. Allir í fjölskyldunni fórust þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á heimili þeirra í al-Shati flóttamannabúðunum án viðvörunar í maí 2021. Getty/Majdi Fathi Hvað með Vesturbakkann? Síðan 1967 hefur landtaka Ísraelsmanna á Vesturbakkanum haldið hægt og rólega áfram. Landtakan felst meðal annars í því að heilum palestínskum fjölskyldum er vísað út af heimilum sínum, án nokkurrar ástæðu, og ísraelskum fjölskyldum komið þar fyrir. Landtakan hefur líka verið þannig að palestínskum fjölskyldum hafi verið vísað af heimilum og þær ástæður gefnar að staðsetningin sé „hernaðarlega mikilvæg“ eða eitthvað slíkt. Palestínsku fjölskyldurnar hafa þannig þurft að hafast til í flóttamannabúðum en nokkrum vikum eftir að fólkinu er vísað af heimilum síum hafa verið reist þar ný, glæsileg hús, jafnvel heilu hverfin, fyrir Gyðinga. Ísraelskir hermenn fylgja ísraelskum landnemum um Gamla bæinn í Hebron. Palestínskir drengir horfa á. Getty/NurPhoto Þá hefur ofbeldi gagnvart Palestínumönnum á Vesturbakkanum verið aðeins annars eðlis en gagnvart þeim sem búa á Gasa. Margir Palestínumenn á Vesturbakkanum starfa „Ísraelsmegin“, þeir fá læknisþjónustu á sjúkrahúsum Gyðinga og búa jafnvel við hlið Gyðinga. Palestinumenn bíða í röðum eftir að komast í gegn um eftirlittstöðvar Ísrael á Vesturbakkanum í maí 2019.Getty/David Vaaknin Staðan er hins vegar sú að Palestínumenn á Vesturbakkanum njóta ekki sömu réttinda og nágrannar þeirra sem eru Gyðingar. Palestínumenn þurfa oft á dag að fara í gegnum eftirlitsstöðvar, fá sums staðar ekki að ganga á sömu götum og Gyðingar, fá fjórfalt minna vatn en nágrannar sínir Gyðingar og svo má lengi telja. Landnám ísraelskra Gyðinga á Vesturbakkanum brýtur í bága við alþjóðalög. Palestínsk-ameríski blaðamaðurinn Dena Takruri fjallar um líf á Vesturbakkanum í umfjöllun sinni fyrir AJ+, sem horfa má á hér að neðan. Í fyrravor gerðu palestínsk hryðjuverkasamtök röð árása á Ísraelsmenn og voru fjórtán drepnir. Til að bregðast við ofbeldinu beindu ísraelskar hersveitir spjótum sínum að bæði þekktum vígamönnum og aðgerðasinnum á Vesturbakkanum. Ísraelsmenn drápu 146 Palestínumenn á Vesturbakkanum í fyrra, sem er mesta mannfall á Vesturbakkanum frá upphafi skráninga Sameinuðu þjóðanna árið 2005. Á sama tíma voru 29 Ísraelsmenn drepnir af Palestínumönnum. Stigmögnun þessa árs Í janúar á þessu ári réðst ísraelski herinn inn í palestínsku borgina Jenín og drápu níu Araba á leiðinni inn. Daginn eftir skaut palestínskur maður sjö Gyðinga, þar á meðal börn, sem voru við bænastund í sýnagógu í Austur-Jerúsalem. Þetta ár hefur einkennst af hefndarárásum, beggja megin frá, til að mynda þegar Ísraelar gerðu loftárás á Gasaströndina í maí. Þrettán voru drepnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Fimm daga ofbeldisalda tók við, þar sem 33 Gasabúar dóu og tveir Ísraelar. Palestínskir mótmælendur kasta steinum í herbíla Ísraelsmanna í Jenín í janúar á þessu ári.Getty/Issam Rimawi Ísraelski herinn réðst aftur inn í Jenín 19. júní og sendu herþyrlur inn á Vesturbakkann, í fyrsta sinn síðan í Annarri uppreisninni. Næsta dag gerðu tveir Hamas-liðar skotárás á hummusveitingastað í ísraelskum landnemabæ þar sem fjórir dóu. Hundruð ísraelskra landnema gengu í kjölfarið berserksgang gegn um palestínsk þorp, kveiktu í heimilum og bílum og skutu á íbúa. Þá gerði ísraelski herinn drónaárás á Vesturbakkann í fyrsta sinn síðan 2006 og drápu í árásinni þrjá grunaða hryðjuverkamenn. Í júlí voru gerðar árásir af landi og úr lofti á flóttamannabúðir í Jenín þar sem tólf Palestínumenn voru drepnir. Vatnið hernumið Eins og farið hefur verið yfir fyrr í greininni stjórna Ísraelsmenn nær öllu sem við kemur daglegu lífi Palestínumanna. Stuttu eftir að þeir hernámu Vesturbakkann, Austur-Jerúsalem og Gasaströndina árið 1967 tryggðu þeir yfirráð yfir öllum vatnslindum og vatnstengdum innviðum á hernumdu svæði Palestínu. Palestínumenn á Gasaströndinni fylla á vatnsbrúsa.Getty/Mohammed Talatene Enn þann dag í dag á þetta við. Palestínumenn þurfa til að mynda að fá sérstakt leyfi frá ísraelskum stjórnvöldum til að nota vatn úr nýrri vatnsuppsprettu ef hún finnst og til að koma upp innviðum þessu tengdu. Nær ómögulegt er fyrir Palestínumenn að verða sér úti um þessi leyfi. Palestínumenn hafa þá ekki aðgang að ánni Jórdan eða öðrum ferskvatnsuppsprettum. Palestínumenn mega heldur ekki safna regnvatni á Vesturbakkanum og fer ísraelski herinn reglulega um í leit að slíkum búnaði og eyðileggur. Ísraelsmenn hafa byggt upp umfangsmikið vatnsdreifikerfi á Vesturbakkanum sem flestir Palestínumenn hafa ekki aðgang að, sem brýtur í bága við alþjóðalög. Vatnsstofnun ísraelska ríkisins Mekorot selur Palestínumönnum vatn en magnið er ákveðið af ísraelskum stjórnvöldum. Ísraelska ríkið takmarkar oft vatnssölu til Palestínumanna svo mikið að margir þurfa að kaupa vatn sem flutt er til þeirra í vatnsflutningabílum, sem kostar mun meira. Á Gasaströndinni er 90-95 prósent af vatninu ódrykkjarhæft. Eina ferksvatnsuppspretta Gasastrandarinnar, sem er niðri við sjóinn, getur ekki séð öllum tveimur milljónum íbúanna fyrir vatni auk þess sem hún mengast reglulega af bæði sjó og úrgangi. Ísraelskur Gyðingur á Vesturbakkanum tekur sundsprett.Getty/Amir Levy/ Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni nota Palestínumenn um 73 lítra af vatni á mann á dag, sem er langt undir 100 lítra lágmarkinu. Í mörgum samfélögum hirðingja á Vesturbakkanum er dagleg vatnsnotkun aðeins 20 lítrar á dag. Ísraelar nota að meðaltali fjórum sinnum meira vatn dag hvern en meðalpalestínumaður. Aðför að kristnum í Ísrael Eins og rakið hefur verið hér á undan snýst deilan um landið, sem nú kallast Ísrael og Palestína, ekki sérstaklega um trúarbrögð, þó þau leiki stórt hlutverk. Ísraelskir síonistar líta svo á að palestínskir arabar eigi ekki rétt á landinu, sama hvaða trúar þeir eru. Um 93 prósent Palestínumanna eru múslimar, 6 prósent eru kristnir og um eitt prósent telst til Drúsa og Samverja. Kristnir Palestínumenn hafa að undanförnu lýst því að þeir hafi fundið fyrir uppgangi haturs í þeirra garð. Þá hafa birst myndbönd á samfélagsmiðlum að undanförnu sem sýna ísraelska Gyðinga krefja kristna um að fela trúartákn, myndbönd af rétttrúuðum Gyðingum hrækja á kristnar nunnur og svo framvegis. Hálf öld frá upphafi Jom kippúr stríðsins Þetta er aðeins hluti af þeim ofbeldisverkum sem framin hafa verið í Ísrael og Palestínu á árinu. Stríði var svo formlega lýst yfir 8. október síðastliðinn í kjölfar árása Hamas á Ísrael. Þá voru 50 ár og einn dagur liðin frá upphafi Jom kippúr stríðsins árið 1973. Þegar hafa fimmtán hundruð Palestínumenn verið drepnir, meira en 6.400 særst í þessu stríði og hátt í 400 þúsund misst heimili sín. Þá hafa 1.200 Ísraelsmenn verið drepnir og meira en 3.000 særðir. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og stöðvað þangað matar- og eldsneytissendingar. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að neyðarástand sé að skapast vegna vatns- og matarskorts og að fólk fari bráðum að deyja úr vosbúð samhliða árásum Ísraelsmanna.