Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 15:02 Þessir mótmælendur í Brussel hafa fengið ósk sína um útilokun Rússa frá Ólympíuleikunum í París uppfyllta. Getty Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. Rússneskir íþróttamenn hafa verið í banni frá keppni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Mörg íþróttasambönd hafa fylgt fordæmi IOC í málinu líkt og knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA. Á fundi dagsins í dag tók framkvæmdanefnd IOC annað skref í átt að útilokun Rússa með því að fella úr gildi starfsleyfi Ólympíunefndar Rússa og banna hana frá störfum um óákveðinn tíma. „Rússneska Ólympíunefndin hefur verið leyst frá störfum samstundis þar til ákvörðun er tekin um annað,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdaráði IOC í dag. IOC Executive Board suspends Russian Olympic Committee with immediate effect.IOC statement: pic.twitter.com/vS7YoT1MLx— IOC MEDIA (@iocmedia) October 12, 2023 „Rússneska Ólympíunefndin hefur ekki lengur leyfi til að starfa sem landsnefnd, líkt og skilgreind er í Ólympíusáttmálanum, og má ekki fá neinn fjárhagslegan stuðning frá Ólympíuhreyfingunni,“ segir þar enn fremur. IOC heldur því samt sem áður opnu að rússneskir íþróttamenn taki þátt undir hlutlausum fána, líkt og margir slíkir gerðu eftir að upp komst um lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum fyrir örfáum árum síðan. „Líkt og greint var frá í yfirlýsingu þann 28. mars, sem stendur enn, áskilur IOC sér rétt til að taka ákvörðun um þátttöku hlutlausra íþróttamanna með rússneskt vegabréf hvað varðar þátttöku á Ólympíuleikunum í París 2024 og á Vetrarólympíuleikunum í Mílanó og Cortina 2026, þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingu IOC. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Fótboltamaður lést í upphitun Sjá meira
Rússneskir íþróttamenn hafa verið í banni frá keppni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Mörg íþróttasambönd hafa fylgt fordæmi IOC í málinu líkt og knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA. Á fundi dagsins í dag tók framkvæmdanefnd IOC annað skref í átt að útilokun Rússa með því að fella úr gildi starfsleyfi Ólympíunefndar Rússa og banna hana frá störfum um óákveðinn tíma. „Rússneska Ólympíunefndin hefur verið leyst frá störfum samstundis þar til ákvörðun er tekin um annað,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdaráði IOC í dag. IOC Executive Board suspends Russian Olympic Committee with immediate effect.IOC statement: pic.twitter.com/vS7YoT1MLx— IOC MEDIA (@iocmedia) October 12, 2023 „Rússneska Ólympíunefndin hefur ekki lengur leyfi til að starfa sem landsnefnd, líkt og skilgreind er í Ólympíusáttmálanum, og má ekki fá neinn fjárhagslegan stuðning frá Ólympíuhreyfingunni,“ segir þar enn fremur. IOC heldur því samt sem áður opnu að rússneskir íþróttamenn taki þátt undir hlutlausum fána, líkt og margir slíkir gerðu eftir að upp komst um lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum fyrir örfáum árum síðan. „Líkt og greint var frá í yfirlýsingu þann 28. mars, sem stendur enn, áskilur IOC sér rétt til að taka ákvörðun um þátttöku hlutlausra íþróttamanna með rússneskt vegabréf hvað varðar þátttöku á Ólympíuleikunum í París 2024 og á Vetrarólympíuleikunum í Mílanó og Cortina 2026, þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingu IOC.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Fótboltamaður lést í upphitun Sjá meira