Brady hleður Brock lofi Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 16:00 Purdy hefur verið frábær í vetur og var það einnig í fyrra. Getty Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni, er á bleiku skýi þessa dagana. Lið hans hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á leiktíðinni og er honum líkt við goðsögnina Tom Brady. Sá síðarnefndi hefur mikið álit á Purdy. Purdy hefur komið sem stormsveipur inn í deildina en hann fékk óvænt tækifæri sem leikstjórnandi 49ers seint á síðustu leiktíð og hefur ekki litið um öxl. Trey Lance og Garoppolo, leikstjórnendur hjá 49ers í fyrra, voru báðir meiddir sem leiddi til þess að Purdy fékk stóra tækifærið. Hans fyrsti leikur var einmitt gegn Tampa Bay Buccaneers sem var leitt af Brady. Hann varð í þeim leik fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að leggja Brady að velli í frumraun sinni í deildinni. Þeir félagar eiga sameiginlegt að hafa verið valdir afar seint í nýliðavalinu en sýnt styrk sinn þegar í deildina var komið. Brady var spurður um Purdy í Let's Go-hlaðvarpinu á dögunum og jós lofi yfir unga leikstjórnandann. „49ers eru að standa stig frábærlega, ég spilaði við hann í fyrra, og þeir eru með mjög gott lið,“ segir Brady. „Þú heyrir ekki um gæja eins og Brock Purdy fyrr en þeir eru farnir að gera ótrúlega hluti úti á velli. Svo þetta er skemmtileg saga. Ég vona að þetta haldi svona áfram fyrir hann vegna þess að hann virðist vera auðmjúkur ungur maður sem vill ná langt. Hann hefur gaman af því að mæta á völlinn og sýna hvað í honum býr,“. Fróðlegt verður að sjá hvort Brock fari svipaða leið og Brady. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2022 en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann fékk tækifæri. Brady þekkir það en hann var valinn 199. í nýliðavalinu árið 1999 og sýndi og sannaði að hann átti heima töluvert ofar. NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Purdy hefur komið sem stormsveipur inn í deildina en hann fékk óvænt tækifæri sem leikstjórnandi 49ers seint á síðustu leiktíð og hefur ekki litið um öxl. Trey Lance og Garoppolo, leikstjórnendur hjá 49ers í fyrra, voru báðir meiddir sem leiddi til þess að Purdy fékk stóra tækifærið. Hans fyrsti leikur var einmitt gegn Tampa Bay Buccaneers sem var leitt af Brady. Hann varð í þeim leik fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að leggja Brady að velli í frumraun sinni í deildinni. Þeir félagar eiga sameiginlegt að hafa verið valdir afar seint í nýliðavalinu en sýnt styrk sinn þegar í deildina var komið. Brady var spurður um Purdy í Let's Go-hlaðvarpinu á dögunum og jós lofi yfir unga leikstjórnandann. „49ers eru að standa stig frábærlega, ég spilaði við hann í fyrra, og þeir eru með mjög gott lið,“ segir Brady. „Þú heyrir ekki um gæja eins og Brock Purdy fyrr en þeir eru farnir að gera ótrúlega hluti úti á velli. Svo þetta er skemmtileg saga. Ég vona að þetta haldi svona áfram fyrir hann vegna þess að hann virðist vera auðmjúkur ungur maður sem vill ná langt. Hann hefur gaman af því að mæta á völlinn og sýna hvað í honum býr,“. Fróðlegt verður að sjá hvort Brock fari svipaða leið og Brady. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2022 en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann fékk tækifæri. Brady þekkir það en hann var valinn 199. í nýliðavalinu árið 1999 og sýndi og sannaði að hann átti heima töluvert ofar.
NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira