Keppni stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ haldin í þúsundasta sinn Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. október 2023 21:38 Davíð Þór Jónsson, skemmtikraftur og prestur, og Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður, voru tveir af upphafsmönnum Drekktu betur. Stöð 2 Spurningakeppnin Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið í kvöld. Keppnin sem var stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ hefur verið haldin nánast vikulega í tæp tuttugu ár. Þúsundustu sigurvegararnir voru tengdafeðgarnir Árni og Magnús. Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg. Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg.
Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira