Dræmar undirtektir við sameiginlegri yfirlýsingu Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 12:01 Ljóst er að ríkisstjórnin á verk fyrir höndum við að vinna sér inn traust landsmanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sendu öll frá sér sameiginlega yfirlýsingu á Facebook. Undirtektir eru dræmari en oftast áður. Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41