„Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu“ Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 08:01 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fótboltaþjálfari Vísir/Diego Fótboltaþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfarastörfum í fótboltaheiminum. Staðan þar er eins og á almennum vinnumarkaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg. Siggi Raggi lét af störfum sem þjálfari Bestu deildar liðs Keflavíkur á síðasta tímabili og nú leitar hann að stað til þess að hefja næsta kafla á sínum þjálfaraferli. Hvernig er að vera í þessari stöðu? „Þetta er hluti af því að starfa sem þjálfari,“ svarar Siggi Raggi. „Knattspyrnusamband Evrópu var að birta niðurstöðu úr rannsókn sinni og þar sést svart á hvítu að meðal starfstími þjálfara í efstu deildum Evrópu er 1,3 ár. Það lenda meira og minna allir þjálfarar einhvern tímann í því á ferlinum að vera án starfs. Stundum er það út af lélegum árangri en stundum vegna þess að stjórnir félaganna hafa ákveðið að gera breytingar. Það eru afskaplega fáir þjálfarar sem ná því að starfa lengi hjá sama félaginu.“ Það sé náttúrulega mikill galli við starfið. „Því á sama tíma eru félög oft að tala um að vilja fara í uppbyggingu. En svo eru þjálfarar oft látnir fara innan skamms tíma. Þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekist á við sem þjálfari. Maður verður að vera sveigjanlegur í þessu starfi. Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu. Þá þarftu að vera tilbúinn í að flytja erlendis, starfa úti á landsbyggðinni eða fara í deild neðar og skoða hvað sem losnar. Eða vera tilbúinn í að vera atvinnulaus í lengri tíma og finna þér þá eitthvað annað.“ Þjálfarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. „Aðalþjálfarastarfið er orðið gríðarlega viðamikið starf. Hérna í gamla daga var boltapoka og keilum hent í þig eftir að þú hafðir skrifað undir þjálfarasamning. Svo er þér bara óskað góðs gengis. Starfið er núna orðið þannig að þú ert að stýra fullt af fólki í teymi. Þú þarft bæði þekkingu og reynslu til þess. Liðin eru komin með aðstoðar-, markmanns- og styrktarþjálfara. Stundum er þetta fólk í fullu starfi líka. Þá eru félögin einnig farin að spá meira í leikmannamálunum sínum. Það eru fengnir inn leikgreinendur og tól tengd því. Þá koma inn í þetta margvíslegir þættir tengdir samskiptum við hina og þessa. Þetta er orðið gríðarlega viðamikið starf og erfitt að gera það í dag án þess að vera í fullu starfi. Ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti og ná árangri.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Siggi Raggi lét af störfum sem þjálfari Bestu deildar liðs Keflavíkur á síðasta tímabili og nú leitar hann að stað til þess að hefja næsta kafla á sínum þjálfaraferli. Hvernig er að vera í þessari stöðu? „Þetta er hluti af því að starfa sem þjálfari,“ svarar Siggi Raggi. „Knattspyrnusamband Evrópu var að birta niðurstöðu úr rannsókn sinni og þar sést svart á hvítu að meðal starfstími þjálfara í efstu deildum Evrópu er 1,3 ár. Það lenda meira og minna allir þjálfarar einhvern tímann í því á ferlinum að vera án starfs. Stundum er það út af lélegum árangri en stundum vegna þess að stjórnir félaganna hafa ákveðið að gera breytingar. Það eru afskaplega fáir þjálfarar sem ná því að starfa lengi hjá sama félaginu.“ Það sé náttúrulega mikill galli við starfið. „Því á sama tíma eru félög oft að tala um að vilja fara í uppbyggingu. En svo eru þjálfarar oft látnir fara innan skamms tíma. Þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekist á við sem þjálfari. Maður verður að vera sveigjanlegur í þessu starfi. Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu. Þá þarftu að vera tilbúinn í að flytja erlendis, starfa úti á landsbyggðinni eða fara í deild neðar og skoða hvað sem losnar. Eða vera tilbúinn í að vera atvinnulaus í lengri tíma og finna þér þá eitthvað annað.“ Þjálfarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. „Aðalþjálfarastarfið er orðið gríðarlega viðamikið starf. Hérna í gamla daga var boltapoka og keilum hent í þig eftir að þú hafðir skrifað undir þjálfarasamning. Svo er þér bara óskað góðs gengis. Starfið er núna orðið þannig að þú ert að stýra fullt af fólki í teymi. Þú þarft bæði þekkingu og reynslu til þess. Liðin eru komin með aðstoðar-, markmanns- og styrktarþjálfara. Stundum er þetta fólk í fullu starfi líka. Þá eru félögin einnig farin að spá meira í leikmannamálunum sínum. Það eru fengnir inn leikgreinendur og tól tengd því. Þá koma inn í þetta margvíslegir þættir tengdir samskiptum við hina og þessa. Þetta er orðið gríðarlega viðamikið starf og erfitt að gera það í dag án þess að vera í fullu starfi. Ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti og ná árangri.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira