„Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu“ Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 08:01 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fótboltaþjálfari Vísir/Diego Fótboltaþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfarastörfum í fótboltaheiminum. Staðan þar er eins og á almennum vinnumarkaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg. Siggi Raggi lét af störfum sem þjálfari Bestu deildar liðs Keflavíkur á síðasta tímabili og nú leitar hann að stað til þess að hefja næsta kafla á sínum þjálfaraferli. Hvernig er að vera í þessari stöðu? „Þetta er hluti af því að starfa sem þjálfari,“ svarar Siggi Raggi. „Knattspyrnusamband Evrópu var að birta niðurstöðu úr rannsókn sinni og þar sést svart á hvítu að meðal starfstími þjálfara í efstu deildum Evrópu er 1,3 ár. Það lenda meira og minna allir þjálfarar einhvern tímann í því á ferlinum að vera án starfs. Stundum er það út af lélegum árangri en stundum vegna þess að stjórnir félaganna hafa ákveðið að gera breytingar. Það eru afskaplega fáir þjálfarar sem ná því að starfa lengi hjá sama félaginu.“ Það sé náttúrulega mikill galli við starfið. „Því á sama tíma eru félög oft að tala um að vilja fara í uppbyggingu. En svo eru þjálfarar oft látnir fara innan skamms tíma. Þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekist á við sem þjálfari. Maður verður að vera sveigjanlegur í þessu starfi. Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu. Þá þarftu að vera tilbúinn í að flytja erlendis, starfa úti á landsbyggðinni eða fara í deild neðar og skoða hvað sem losnar. Eða vera tilbúinn í að vera atvinnulaus í lengri tíma og finna þér þá eitthvað annað.“ Þjálfarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. „Aðalþjálfarastarfið er orðið gríðarlega viðamikið starf. Hérna í gamla daga var boltapoka og keilum hent í þig eftir að þú hafðir skrifað undir þjálfarasamning. Svo er þér bara óskað góðs gengis. Starfið er núna orðið þannig að þú ert að stýra fullt af fólki í teymi. Þú þarft bæði þekkingu og reynslu til þess. Liðin eru komin með aðstoðar-, markmanns- og styrktarþjálfara. Stundum er þetta fólk í fullu starfi líka. Þá eru félögin einnig farin að spá meira í leikmannamálunum sínum. Það eru fengnir inn leikgreinendur og tól tengd því. Þá koma inn í þetta margvíslegir þættir tengdir samskiptum við hina og þessa. Þetta er orðið gríðarlega viðamikið starf og erfitt að gera það í dag án þess að vera í fullu starfi. Ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti og ná árangri.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Siggi Raggi lét af störfum sem þjálfari Bestu deildar liðs Keflavíkur á síðasta tímabili og nú leitar hann að stað til þess að hefja næsta kafla á sínum þjálfaraferli. Hvernig er að vera í þessari stöðu? „Þetta er hluti af því að starfa sem þjálfari,“ svarar Siggi Raggi. „Knattspyrnusamband Evrópu var að birta niðurstöðu úr rannsókn sinni og þar sést svart á hvítu að meðal starfstími þjálfara í efstu deildum Evrópu er 1,3 ár. Það lenda meira og minna allir þjálfarar einhvern tímann í því á ferlinum að vera án starfs. Stundum er það út af lélegum árangri en stundum vegna þess að stjórnir félaganna hafa ákveðið að gera breytingar. Það eru afskaplega fáir þjálfarar sem ná því að starfa lengi hjá sama félaginu.“ Það sé náttúrulega mikill galli við starfið. „Því á sama tíma eru félög oft að tala um að vilja fara í uppbyggingu. En svo eru þjálfarar oft látnir fara innan skamms tíma. Þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekist á við sem þjálfari. Maður verður að vera sveigjanlegur í þessu starfi. Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu. Þá þarftu að vera tilbúinn í að flytja erlendis, starfa úti á landsbyggðinni eða fara í deild neðar og skoða hvað sem losnar. Eða vera tilbúinn í að vera atvinnulaus í lengri tíma og finna þér þá eitthvað annað.“ Þjálfarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. „Aðalþjálfarastarfið er orðið gríðarlega viðamikið starf. Hérna í gamla daga var boltapoka og keilum hent í þig eftir að þú hafðir skrifað undir þjálfarasamning. Svo er þér bara óskað góðs gengis. Starfið er núna orðið þannig að þú ert að stýra fullt af fólki í teymi. Þú þarft bæði þekkingu og reynslu til þess. Liðin eru komin með aðstoðar-, markmanns- og styrktarþjálfara. Stundum er þetta fólk í fullu starfi líka. Þá eru félögin einnig farin að spá meira í leikmannamálunum sínum. Það eru fengnir inn leikgreinendur og tól tengd því. Þá koma inn í þetta margvíslegir þættir tengdir samskiptum við hina og þessa. Þetta er orðið gríðarlega viðamikið starf og erfitt að gera það í dag án þess að vera í fullu starfi. Ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti og ná árangri.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira