Árásarmannsins enn leitað Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 23:56 Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað á meðan mannsins er leitað. Getty Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn. „Ég heiti Abdesalem Al Guilani og ég er bardagamaður Allah. Ég er frá Íslamska ríkinu. Við elskum þá sem elska okkur og hötum þá sem hata okkur. Við lifum fyrir trú okkar og deyjum fyrir hana líka. […] Hingað til hef ég myrt þrjá Svía. […] Ef ég hef gert eitthvað á hlut einhvers þá biðst ég fyrirgefningar. Og ég fyrirgef öllum.“ segir maðurinn í myndbandinu. Fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í Belgíu standi í umfangsmiklum aðgerðum til þess að hafa hendur í hári mannsins. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað, og fólk hvatt til að halda sig innandyra. Líkt og áður segir voru fórnarlömb mannsins sænsk, en fótboltaleikur sænska karlalandsliðsins og þess belgíska í undankeppni EM var blásinn af í kjölfar árásarinnar í kvöld. Fram hefur komið að hinir látnu hafi verið í sænskum landsliðstreyjum. Fréttirnar af árásinni hafa verið mörgum áhrfendum þungbærar.Getty Saksóknari í Belgíu segir við Reuters-fréttastofuna að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn tengist átökunum í Ísrael og Palestínu. Því hefur verið haldið fram að árás mannsins hafi verið hefnd fyrir sex ára dreng sem var myrtur í Illinois-ríki Bandaríkjanna. Drengurinn var múslimi, en móðir hans er einnig alvarlega særð. Líkt og áður segir myrti maðurinn tvo, og þá er einn særður eftir árás mannsins. Hinn særði er leigubílstjóri. Ástand hans er slæmt, en hann á þó ekki sagður í lífshættu. Frönsk stjórnvöld íhuga nú að herða landamæraeftirlit sitt svo um munar vegna málsins. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu að „Evrópa skjálfi“ vegna atburða kvöldsins. Belgía Svíþjóð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
„Ég heiti Abdesalem Al Guilani og ég er bardagamaður Allah. Ég er frá Íslamska ríkinu. Við elskum þá sem elska okkur og hötum þá sem hata okkur. Við lifum fyrir trú okkar og deyjum fyrir hana líka. […] Hingað til hef ég myrt þrjá Svía. […] Ef ég hef gert eitthvað á hlut einhvers þá biðst ég fyrirgefningar. Og ég fyrirgef öllum.“ segir maðurinn í myndbandinu. Fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í Belgíu standi í umfangsmiklum aðgerðum til þess að hafa hendur í hári mannsins. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað, og fólk hvatt til að halda sig innandyra. Líkt og áður segir voru fórnarlömb mannsins sænsk, en fótboltaleikur sænska karlalandsliðsins og þess belgíska í undankeppni EM var blásinn af í kjölfar árásarinnar í kvöld. Fram hefur komið að hinir látnu hafi verið í sænskum landsliðstreyjum. Fréttirnar af árásinni hafa verið mörgum áhrfendum þungbærar.Getty Saksóknari í Belgíu segir við Reuters-fréttastofuna að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn tengist átökunum í Ísrael og Palestínu. Því hefur verið haldið fram að árás mannsins hafi verið hefnd fyrir sex ára dreng sem var myrtur í Illinois-ríki Bandaríkjanna. Drengurinn var múslimi, en móðir hans er einnig alvarlega særð. Líkt og áður segir myrti maðurinn tvo, og þá er einn særður eftir árás mannsins. Hinn særði er leigubílstjóri. Ástand hans er slæmt, en hann á þó ekki sagður í lífshættu. Frönsk stjórnvöld íhuga nú að herða landamæraeftirlit sitt svo um munar vegna málsins. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu að „Evrópa skjálfi“ vegna atburða kvöldsins.
Belgía Svíþjóð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira