„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2023 23:00 Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands þar til nýr biskup verður kjörinn næsta vor. Vísir/Arnar Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup Íslands hafi ekki mátt taka neinar stjórnsýsluákvarðanir í embætti sínu eftir að skipunartími hennar rann út sumarið 2022. Þegar skipunartíminn rann út var gerður við hana ráðningarsamningur sem gildir út október á næsta ári. Kirkjuþing fékk ekki að ákvarða Sá samningur var öðruvísi en aðrir samningar þar sem hann var sá fyrsti sem gerður var við biskup eftir að þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum sem sett voru árið 2021. Fylgdi þeim lögum skilaboð frá ríkinu um að Kirkjuþing þyrfti að setja reglur um hvernig samningamálum yrði háttað. Samningurinn var hins vegar gerður áður en Kirkjuþing hafði ákvarðað um það. Því metur nefndin það sem svo að þær stjórnsýsluákvarðanir sem hún tók hafi verið marklausar og gildi ekki. Má ekki vera í lausu lofti Biskup segist una niðurstöðunni þrátt fyrir að hún áfrýi henni. „Það þýðir ekki að deila við dómarann. Dómarinn hlýtur að komast að niðurstöðu sem við verðum alltaf að una. Ég una þessum úrskurði en mér finnst það ekki nógu skýrt fyrir þjóðkirkjuna til framtíðar litið og fyrir biskupsembættið til framtíðarinnar litið að vera í lausu lofti með þetta,“ segir Agnes. Sex kvörtuðu undan áreiti og einelti Málið var tekið fyrir eftir kvörtun frá fyrrverandi sóknarpresti við Digraneskirkju en honum var sagt upp eftir að í ljós kom að hann hafi minnst tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríðir gegn reglum þjóðkirkjunnar en sex konur höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni og einelti. Það mál er hluti af ákveðinni ólgu sem ríkt hefur innan kirkjunnar undanfarna mánuði. Agnes telur að hægt sé að komast aftur á lygnan sjó. „Við þurfum öll að stefna í sömu átt. Við erum að ganga í gegnum mjög miklar breytingar og breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök. Við þurfum að finna betur út hvar við ætlum að taka land í þessum miklu breytingum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Ég hef fulla trú á að það muni takast,“ segir Agnes. Trúmál Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup Íslands hafi ekki mátt taka neinar stjórnsýsluákvarðanir í embætti sínu eftir að skipunartími hennar rann út sumarið 2022. Þegar skipunartíminn rann út var gerður við hana ráðningarsamningur sem gildir út október á næsta ári. Kirkjuþing fékk ekki að ákvarða Sá samningur var öðruvísi en aðrir samningar þar sem hann var sá fyrsti sem gerður var við biskup eftir að þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum sem sett voru árið 2021. Fylgdi þeim lögum skilaboð frá ríkinu um að Kirkjuþing þyrfti að setja reglur um hvernig samningamálum yrði háttað. Samningurinn var hins vegar gerður áður en Kirkjuþing hafði ákvarðað um það. Því metur nefndin það sem svo að þær stjórnsýsluákvarðanir sem hún tók hafi verið marklausar og gildi ekki. Má ekki vera í lausu lofti Biskup segist una niðurstöðunni þrátt fyrir að hún áfrýi henni. „Það þýðir ekki að deila við dómarann. Dómarinn hlýtur að komast að niðurstöðu sem við verðum alltaf að una. Ég una þessum úrskurði en mér finnst það ekki nógu skýrt fyrir þjóðkirkjuna til framtíðar litið og fyrir biskupsembættið til framtíðarinnar litið að vera í lausu lofti með þetta,“ segir Agnes. Sex kvörtuðu undan áreiti og einelti Málið var tekið fyrir eftir kvörtun frá fyrrverandi sóknarpresti við Digraneskirkju en honum var sagt upp eftir að í ljós kom að hann hafi minnst tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríðir gegn reglum þjóðkirkjunnar en sex konur höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni og einelti. Það mál er hluti af ákveðinni ólgu sem ríkt hefur innan kirkjunnar undanfarna mánuði. Agnes telur að hægt sé að komast aftur á lygnan sjó. „Við þurfum öll að stefna í sömu átt. Við erum að ganga í gegnum mjög miklar breytingar og breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök. Við þurfum að finna betur út hvar við ætlum að taka land í þessum miklu breytingum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Ég hef fulla trú á að það muni takast,“ segir Agnes.
Trúmál Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57
Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49
Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda