Sleit hásin í síðasta mánuði og ætlar sér að spila á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 15:00 Aaron Rodgers var mættur á síðasta leik New York Jets þar sem liðið varð það fyrsta á tímabilinu til að vinna Philadelphia Eagles. AP/Adam Hunger Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir síðustu umferð í NFL deildinni og ræddu þar meðal annars stöðuna á leikstjórnandanum Aaron Rodgers. Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers
NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira