Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2023 06:49 Um það bil 150 flutningabifreiðar bíða við landamærin en 20 verður hleypt yfir til að byrja með. Getty/Mahmoud Khaled Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira