Atvinnurekendur telja engin efni til hækkana Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 16:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/ARnar Mikill meirihluti aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur svigrúm til launahækkana á næsta ári innan við fjögur prósent. Tæplega fjórðungur telur svigrúm á bilinu 0 til 0,9 prósent. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01