„Getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu“ Lovísa Arnardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 20. október 2023 09:25 Lögreglan er með viðbragð og er búin að girða af aðgengi við ráðherrabústaðinn þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar halda sinn vikulega föstudagsfund. Vísir/Helena Mótmælendur hafa safnast saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ráðherrar halda reglulegan fund. Þess er krafist að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir ísraelska hersins í Palestínu. Forsætisráðherra verður afhendur undirskriftalisti við lok fundar. Um 100 manns standa nú fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem þau krefjast þess að íslensk stjórnvöld „fordæmi opinberlega án tafar stríðsglæpi og ítrekuð fjöldamorð ísraelska hersins á Gaza og beiti sér fyrir því að ísraelsk stjórnvöld láti strax af þjóðernishreinsun sinni á Palestínu“. Mótmælendur láta rigninguna ekki stöðva sig. Vísir/Helena Í viðburði mótmælanna á Facebook segir að með mótmælunum vilji þau sýna samstöðu með Palestínu og minna ríkisstjórnina á skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni. „Það verður að bregðast við. Við getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu,“ segir Sema Erla Serdaroglu, frá hjálparsamtökunum Solaris, sem skipulagði mótmælin. Mótmælendur hafa afhent forsætisráðherra undirskriftalista þar sem kröfur þeirra koma fram. Meðal mótmælenda eru formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, og Margrét Kristín Blöndal, sem betur er þekkt sem tónlistarkonan Magga Stína. Fólk flaggar palestínska fánanum fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Vísir/Helena Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa skilning á mótmælunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Helena Rós Sturludóttir ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi. Fréttin var uppfærð með viðtali við forsætisráðherra. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Um 100 manns standa nú fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem þau krefjast þess að íslensk stjórnvöld „fordæmi opinberlega án tafar stríðsglæpi og ítrekuð fjöldamorð ísraelska hersins á Gaza og beiti sér fyrir því að ísraelsk stjórnvöld láti strax af þjóðernishreinsun sinni á Palestínu“. Mótmælendur láta rigninguna ekki stöðva sig. Vísir/Helena Í viðburði mótmælanna á Facebook segir að með mótmælunum vilji þau sýna samstöðu með Palestínu og minna ríkisstjórnina á skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni. „Það verður að bregðast við. Við getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu,“ segir Sema Erla Serdaroglu, frá hjálparsamtökunum Solaris, sem skipulagði mótmælin. Mótmælendur hafa afhent forsætisráðherra undirskriftalista þar sem kröfur þeirra koma fram. Meðal mótmælenda eru formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, og Margrét Kristín Blöndal, sem betur er þekkt sem tónlistarkonan Magga Stína. Fólk flaggar palestínska fánanum fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Vísir/Helena Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa skilning á mótmælunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Helena Rós Sturludóttir ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi. Fréttin var uppfærð með viðtali við forsætisráðherra.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32
Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40
Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55
Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57