Mygla varð til þess að báðum yfirlæknum var sagt upp Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 11:05 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að. Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að.
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira