Fékk rautt spjald og leikbann en svo var allt dregið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 11:30 Emilía Ósk Steinarsdóttir hefur skorað 14 mörk í 3 leikjum með FH í vetur. Vísir/Brynja Traustadóttir Handboltakonan Emilía Ósk Steinarsdóttir fékk góðar fréttir í gær þegar í ljós kom að hún væri ekki á leið í leikbann eins og allt leit út fyrir. Emilía Ósk má því spila með FH-liðinu á móti Fjölni í kvöld í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Dómarar í leik FH og Víkings höfðu gefið henni rautt spjald í leik fyrr í þessum mánuði og aganefnd HSÍ hafði í framhaldinu dæmt hana í leikbann. FH sendi inn athugasemd með myndbandi af atvikinu og við nánari athugun var það mat dómaranna að ákvörðunin hafi verið röng og óskuðu þeir því eftir því að draga spjaldið til baka. Aganefndin samþykkti það og var leikbannið því dregið til baka. Allar í liðinu voru í sjokki „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég bjóst smá við því af því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald. Ég var allan tímann fyrir framan hana og við vorum allar í liðinu í sjokki yfir þessu atviki,“ sagði Emilía Ósk Steinarsdóttir í samtali við Vísi. „Ég reyndi að mótmæla þegar þetta er að gerast í leiknum. Þá fer ég til dómarans og spyr hvað sé að gerast. Allir liðinu voru: Hvað er í gangi? Ég var ekki neitt að búast við þessu og vissi bara ekki hvað var að gerast,“ sagði Emilía Ósk. Önnur fékk rautt mínútu síðar „Þarna eru tuttugu mínútur eftir af leiknum og einni mínútu eftir að ég fékk rautt þá fékk Lara (Zidek) leikmaður okkar líka rautt. Það var því rosa mikið í gangi þarna síðustu mínúturnar,“ sagði Emilía. FH stelpurnar náðu samt að halda haus og vinna leikinn 30-26. „Þetta fór fyrir aganefnd og þá kom í ljós að ég fékk bara bann. Þá sendum við greinargerð til baka og höfum myndband af atvikinu með. Þá sáu þeir greinilega að þetta var ekki alveg það sem þetta átti að vera,“ sagði Emilía. Víkingstelpan datt illa í gólfið í atvikinu sem hafði örugglega mikil áhrif á dóminn. „Hún var sjálf búin að vera að glíma við meiðsli og var bara sjálf stressuð. Hún lendir illa en það var ekki ég sem var að gera neitt. Ég bara stóð þarna fyrir framan og rétt ýtti í hana,“ sagði Emilía. Emilía Ósk fær því að spila leikinn í kvöld. „Það er bara geggjað. Ég er ótrúlega spennt að fá að spila í kvöld og vera með,“ sagði Emilía. Gott að þeir gátu kyngt stoltinu „Það var gott hjá þeim að breyta þessu og ég er ánægð með það. Samt var ég alltaf í sjokki yfir því að þeir hafi dæmt þetta. Það var gott að þeir gátu tekið þetta til baka og kyngt stoltinu,“ sagði Emilía. Hún fékk góða hjálp frá félaginu sínu FH í því að berjast fyrir farsælli lausn á þessu máli. „Það var spennandi fyrir mig að vita hvort ég væri að fara með ekki. Það var erfitt að ná að einbeita sér: Er ég að fara að spila eða ekki? það var erfitt að koma mér inn í réttan undirbúning. Það var gott að fá að vita þetta í gær fyrir æfingu að ég væri að fara að spila. Þá gat ég undirbúið mig og komið mér inn í þetta verkefni,“ sagði Emilía. Ætlar að vera yfirveguð í kvöld „Ég ætla að mæta og vera bara yfirveguð. Passa upp á það að fá ekki rautt því það er svolítið búið að vera að gerast upp á síðkastið,“ sagði Emilía sem vildi þó ekki taka undir það að orðsporið væri að trufla dómarana. Best af öllu er að fá að vera inn á gólfi í Kaplakrika í kvöld. „Ég ætla bara að mæta, gera mitt og hjálpa liðinu mínu að ná stigum,“ sagði Emilía. FH Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Emilía Ósk má því spila með FH-liðinu á móti Fjölni í kvöld í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Dómarar í leik FH og Víkings höfðu gefið henni rautt spjald í leik fyrr í þessum mánuði og aganefnd HSÍ hafði í framhaldinu dæmt hana í leikbann. FH sendi inn athugasemd með myndbandi af atvikinu og við nánari athugun var það mat dómaranna að ákvörðunin hafi verið röng og óskuðu þeir því eftir því að draga spjaldið til baka. Aganefndin samþykkti það og var leikbannið því dregið til baka. Allar í liðinu voru í sjokki „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég bjóst smá við því af því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald. Ég var allan tímann fyrir framan hana og við vorum allar í liðinu í sjokki yfir þessu atviki,“ sagði Emilía Ósk Steinarsdóttir í samtali við Vísi. „Ég reyndi að mótmæla þegar þetta er að gerast í leiknum. Þá fer ég til dómarans og spyr hvað sé að gerast. Allir liðinu voru: Hvað er í gangi? Ég var ekki neitt að búast við þessu og vissi bara ekki hvað var að gerast,“ sagði Emilía Ósk. Önnur fékk rautt mínútu síðar „Þarna eru tuttugu mínútur eftir af leiknum og einni mínútu eftir að ég fékk rautt þá fékk Lara (Zidek) leikmaður okkar líka rautt. Það var því rosa mikið í gangi þarna síðustu mínúturnar,“ sagði Emilía. FH stelpurnar náðu samt að halda haus og vinna leikinn 30-26. „Þetta fór fyrir aganefnd og þá kom í ljós að ég fékk bara bann. Þá sendum við greinargerð til baka og höfum myndband af atvikinu með. Þá sáu þeir greinilega að þetta var ekki alveg það sem þetta átti að vera,“ sagði Emilía. Víkingstelpan datt illa í gólfið í atvikinu sem hafði örugglega mikil áhrif á dóminn. „Hún var sjálf búin að vera að glíma við meiðsli og var bara sjálf stressuð. Hún lendir illa en það var ekki ég sem var að gera neitt. Ég bara stóð þarna fyrir framan og rétt ýtti í hana,“ sagði Emilía. Emilía Ósk fær því að spila leikinn í kvöld. „Það er bara geggjað. Ég er ótrúlega spennt að fá að spila í kvöld og vera með,“ sagði Emilía. Gott að þeir gátu kyngt stoltinu „Það var gott hjá þeim að breyta þessu og ég er ánægð með það. Samt var ég alltaf í sjokki yfir því að þeir hafi dæmt þetta. Það var gott að þeir gátu tekið þetta til baka og kyngt stoltinu,“ sagði Emilía. Hún fékk góða hjálp frá félaginu sínu FH í því að berjast fyrir farsælli lausn á þessu máli. „Það var spennandi fyrir mig að vita hvort ég væri að fara með ekki. Það var erfitt að ná að einbeita sér: Er ég að fara að spila eða ekki? það var erfitt að koma mér inn í réttan undirbúning. Það var gott að fá að vita þetta í gær fyrir æfingu að ég væri að fara að spila. Þá gat ég undirbúið mig og komið mér inn í þetta verkefni,“ sagði Emilía. Ætlar að vera yfirveguð í kvöld „Ég ætla að mæta og vera bara yfirveguð. Passa upp á það að fá ekki rautt því það er svolítið búið að vera að gerast upp á síðkastið,“ sagði Emilía sem vildi þó ekki taka undir það að orðsporið væri að trufla dómarana. Best af öllu er að fá að vera inn á gólfi í Kaplakrika í kvöld. „Ég ætla bara að mæta, gera mitt og hjálpa liðinu mínu að ná stigum,“ sagði Emilía.
FH Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira