Viking er í harði baráttu við Bodö/Glimt um meistaratitilinn en Evrópusæti er innan seilingar fyrir Tromsö. Liðið var fyrir leikinn þremur stigum á eftir Brann og hefði því jafnað þá að stigum með sigri.
Allt leit út fyrir að sú yrði raunin en Tromsö komst í 0-2 með tveimur mörkum frá Vegard Erlien á þriggja mínutna kafla í upphafi síðar hálfleiks.
Heimamenn minnkuðu muninn á 63. mínútu og jöfnuðu svo leikinn með mikilli þolinmæði á 79. mínútu. Fjörið var þó ekki búið því Viking komust yfir á 85. mínútu og virtust ætla að taka öll stigin en Tromsö menn jöfnuðu leikinn á ný á 89. mínútu og tryggðu sér að lokum sigur í uppbótartíma.
Patrik Sigurður Gunnarsson hefur oft átt betri daga í marki Viking en hann varði aðeins eitt skot í leiknum, sem segir kannski eitthvað um takmarkaðan sóknarþunga gestanna en það verður að hrósa þeim fyrir góða nýtingu á færum. Fimm skot á markið og fjögur mörk.
Eftir leikinn er Viking áfram í 2. sæti, sex stigum frá toppsætinu og aðeins einu stigi á undan Brann sem situr í þriðja sætinu, með jafnmörg stig og Tromsö sem naga þá í hælana í baráttunni um Evrópusæti.