Báðu Ísraela um að bíða með innrás Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2023 10:30 Ísraelskir hermenn nærri Gasaströndinni AP/Ohad Zwigenberg Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Bandaríkjamenn vilja, samkvæmt heimildum New York Times, einnig meiri tíma til að undirbúa sig fyrir árásir vígahópa sem tengjast Íran á herstöðvar sínar í Mið-Austurlöndum. Talið er líklegt að þeim muni fjölga með innrás á Gasa. Þegar hafa nokkrar árásir verið gerðar og minnst ein með drónum sem framleiddir eru í Íran. Sjá einnig: Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Bandaríkjamenn hafa verið að auka viðbúnað sinn í Mið-Austurlöndum. Þeir eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins og þar á meðal hersveitir landgönguliða og er verið að senda annað flugmóðurskip og meðfylgjandi flota á svæðið, líklega til Persaflóa. Þá hafa herþotur verið sendar til Jórdaníu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja þetta hafa verið gert vegna mikils óstöðugleika á svæðinu en Biden og aðrir hafa varað klerkastjórn Íran við að reyna að nýta sér stríðið milli Ísraela og Hamas. Eins og áður segir stjórna Íranar vígahópum víða um Mið-Austurlönd og hafa stuttu marga þeirra, eins og Hamas. Heimildarmenn New York Times í ríkisstjórn Bandaríkjanna segja beiðnir um að beðið verði með innrás ekki vera kröfur og að ríkisstjórn Joe Biden, forseta, styðji Ísraela og ætlanir þeirra um að gera út af við Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasaströndinni frá 2005. Embættismaður í sendiráði Ísraels í Washington þvertók fyrir að Bandaríkjamenn hefðu beðið Ísraela um að bíða með innrásina. Biden og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, töluðu saman í gær og eru þeir sagðir hafa verið sammála um að neyðarbirgðir myndu yrðu áfram sendar til Gasastrandarinnar frá Egyptalandi en slíkir flutningar hófust undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna um helgina. Ísraelar vilja tryggja að birgðirnar; matvæli, lyf, eldsneyti, vatn og annað, endi ekki í höndum vígamanna Hamas-samtakanna. Þeir ræddu einnig tilraunir til að frelsa þá gísla sem Hamas-liðar tóku í árás þeirra á Ísrael þann 7. október. Talið er að um 222 gíslar séu enn í haldi Hamas en mæðgum var sleppt á undanförnum dögum. Viðræður um gíslana eiga sér stað í gegnum yfirvöld í Katar, þar sem æðstu leiðtogar Hamas búa. Forsvarsmenn samtakanna hafa sagt að þeir muni ekki sleppa gíslum, verði gerð innrás. Ísraelskir hermenn í eftirlitsferð nærri landamærum Gasastrandarinnar.AP/Ohad Zwigenberg Hver dagur sagður hagnast Ísraelum Ísraelski miðillinn Haaretz segir ísraelska herinn bíða eftir skipunum frá ríkisstjórninni um innrás. Haft er eftir heimildarmönnum úr röðum ríkisstjórnar Netanjahús að þar sé talið betra sé að ana ekki út í innrás á Gasa. Hætta sé á því að átökin myndu vinda upp á sig og að stríðið gæti dreift úr sér. Sérstaklega sé litið til Líbanon og Hezbolla, sem eru hryðjuverkasamtök studd af Íran en þau ráða miklu í Líbanon. Forsvarsmenn hersins eru sagðir telja frekari undirbúning af hinum góða. Haaretz hefur eftir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa að hver dagur sem líði án innrásar hagnist Ísraelum. Loftárásir skaði Hamas á meðan Ísraelar fái tíma til að undirbúa sig. Hér að neðan má sjá drónamyndband frá AP fréttaveituni sem sýnir eftirmála loftárásar Ísraela á Gasaströndina. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Joe Biden Líbanon Íran Hernaður Tengdar fréttir Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44 Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Bandaríkjamenn vilja, samkvæmt heimildum New York Times, einnig meiri tíma til að undirbúa sig fyrir árásir vígahópa sem tengjast Íran á herstöðvar sínar í Mið-Austurlöndum. Talið er líklegt að þeim muni fjölga með innrás á Gasa. Þegar hafa nokkrar árásir verið gerðar og minnst ein með drónum sem framleiddir eru í Íran. Sjá einnig: Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Bandaríkjamenn hafa verið að auka viðbúnað sinn í Mið-Austurlöndum. Þeir eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins og þar á meðal hersveitir landgönguliða og er verið að senda annað flugmóðurskip og meðfylgjandi flota á svæðið, líklega til Persaflóa. Þá hafa herþotur verið sendar til Jórdaníu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja þetta hafa verið gert vegna mikils óstöðugleika á svæðinu en Biden og aðrir hafa varað klerkastjórn Íran við að reyna að nýta sér stríðið milli Ísraela og Hamas. Eins og áður segir stjórna Íranar vígahópum víða um Mið-Austurlönd og hafa stuttu marga þeirra, eins og Hamas. Heimildarmenn New York Times í ríkisstjórn Bandaríkjanna segja beiðnir um að beðið verði með innrás ekki vera kröfur og að ríkisstjórn Joe Biden, forseta, styðji Ísraela og ætlanir þeirra um að gera út af við Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasaströndinni frá 2005. Embættismaður í sendiráði Ísraels í Washington þvertók fyrir að Bandaríkjamenn hefðu beðið Ísraela um að bíða með innrásina. Biden og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, töluðu saman í gær og eru þeir sagðir hafa verið sammála um að neyðarbirgðir myndu yrðu áfram sendar til Gasastrandarinnar frá Egyptalandi en slíkir flutningar hófust undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna um helgina. Ísraelar vilja tryggja að birgðirnar; matvæli, lyf, eldsneyti, vatn og annað, endi ekki í höndum vígamanna Hamas-samtakanna. Þeir ræddu einnig tilraunir til að frelsa þá gísla sem Hamas-liðar tóku í árás þeirra á Ísrael þann 7. október. Talið er að um 222 gíslar séu enn í haldi Hamas en mæðgum var sleppt á undanförnum dögum. Viðræður um gíslana eiga sér stað í gegnum yfirvöld í Katar, þar sem æðstu leiðtogar Hamas búa. Forsvarsmenn samtakanna hafa sagt að þeir muni ekki sleppa gíslum, verði gerð innrás. Ísraelskir hermenn í eftirlitsferð nærri landamærum Gasastrandarinnar.AP/Ohad Zwigenberg Hver dagur sagður hagnast Ísraelum Ísraelski miðillinn Haaretz segir ísraelska herinn bíða eftir skipunum frá ríkisstjórninni um innrás. Haft er eftir heimildarmönnum úr röðum ríkisstjórnar Netanjahús að þar sé talið betra sé að ana ekki út í innrás á Gasa. Hætta sé á því að átökin myndu vinda upp á sig og að stríðið gæti dreift úr sér. Sérstaklega sé litið til Líbanon og Hezbolla, sem eru hryðjuverkasamtök studd af Íran en þau ráða miklu í Líbanon. Forsvarsmenn hersins eru sagðir telja frekari undirbúning af hinum góða. Haaretz hefur eftir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa að hver dagur sem líði án innrásar hagnist Ísraelum. Loftárásir skaði Hamas á meðan Ísraelar fái tíma til að undirbúa sig. Hér að neðan má sjá drónamyndband frá AP fréttaveituni sem sýnir eftirmála loftárásar Ísraela á Gasaströndina.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Joe Biden Líbanon Íran Hernaður Tengdar fréttir Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44 Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09
Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36
Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44
Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51