Sektuð um 3,5 milljón vegna rafrænnar vöktunar á gistiaðstöðu stúlkna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 12:49 Um fimmtíu eftirlitsmyndavélar eru í Laugardalshöll. Vísir/Arnar Persónuvernd hefur ákveðið að sekta Íþrótta- og sýningarhöllina hf. um 3,5 milljónir króna vegna eftirlitsmyndavéla í Laugardalshöll. Segir í úrskurði að brotið hafi verið á persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Sektin varðar mál sem kom upp þegar fimmtán til sextán ára stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup mótið sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um að svæðið væri vaktað og létu stúlkurnar þjálfara sinn og foreldra vita. Þær höfðu meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd fór í kjölfarið í frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun en athugunin takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði til viðbúrða þar sem aðrir en rekstraaðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar kom á daginn að fimmtíu eftirlitsmyndavélar voru í Laugardalshöll, í nánast öllum rýmum utan salerna, búningsklefa og skrifstofa starfsmanna. Í febrúar á þessu ári komst Persóunvernd að þeirri niðurstöðu að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi brotið persónuverndarlög. Sögðu eftirlitið mikilvægan öryggisþátt Fram kemur í úrskurði að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi ekki talið tilefni til stjórnvaldsseektar í málinu. Vísaði félagið til þess að öryggismyndavélar í Laugardalshöll hafi upprunalega verið settar upp að beiðni lögreglu vegna öryggissjónarmiða í tengslum við NATO-fund sem fór þar fram árið 2007. Allt frá því hafi myndavélakerfið skipað mikilvægan sess í að tryggja öryggi fólks á viðburðum í höllinni. Myndavélarnar hafi ávallt verið sýnilegar þeim sem eru í rýmum hússins og aldrei reynt að fela að rafræn vöktun færi fram. Benti félagið jafnframt á að myndefnið sem tekið var upp í kring um Rey Cup 2021 hafi aldrei verið skoðað og því eytt innan 30 daga frá upptöku en almenna reglan sé að eyða upptökum eftir 90 daga. Þá hafi aðeins hluti myndavélanna í húsinu verið á upptöku vegna bólusetninga vegna Covid-19, sem fóru þar fram, og málið varðaði því ekki eins marga og Persónuvernd hafi metið. „Enn fremur liggi ekki fyrir að rafræn vöktun í Laugardalshöll hafi leitt til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi verið unnar, eins og Persónuvernd hafi lagt til grundvallar í niðurstöðu sinni,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd segir í úrskurði sínum að þyngst hafi vegið, þegar ákvörðun um upphæð stjórnvaldssektarinnar var tekin, að brotið varðaði persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Auk þess hafi vöktunin verið umfangsmikil hvað varðar tíma og fjölda hinna skráðu. „Þó svo að rafræn vöktun hafi að einhverju leyti verið takmörkuð þegar fjöldabólusetningin fór fram í húsinu verður að mati Persónuverndar að horfa til þess að rafræn vöktun fór engu að síður fram og ljóst að um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05 Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Sektin varðar mál sem kom upp þegar fimmtán til sextán ára stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup mótið sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um að svæðið væri vaktað og létu stúlkurnar þjálfara sinn og foreldra vita. Þær höfðu meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd fór í kjölfarið í frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun en athugunin takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði til viðbúrða þar sem aðrir en rekstraaðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar kom á daginn að fimmtíu eftirlitsmyndavélar voru í Laugardalshöll, í nánast öllum rýmum utan salerna, búningsklefa og skrifstofa starfsmanna. Í febrúar á þessu ári komst Persóunvernd að þeirri niðurstöðu að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi brotið persónuverndarlög. Sögðu eftirlitið mikilvægan öryggisþátt Fram kemur í úrskurði að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi ekki talið tilefni til stjórnvaldsseektar í málinu. Vísaði félagið til þess að öryggismyndavélar í Laugardalshöll hafi upprunalega verið settar upp að beiðni lögreglu vegna öryggissjónarmiða í tengslum við NATO-fund sem fór þar fram árið 2007. Allt frá því hafi myndavélakerfið skipað mikilvægan sess í að tryggja öryggi fólks á viðburðum í höllinni. Myndavélarnar hafi ávallt verið sýnilegar þeim sem eru í rýmum hússins og aldrei reynt að fela að rafræn vöktun færi fram. Benti félagið jafnframt á að myndefnið sem tekið var upp í kring um Rey Cup 2021 hafi aldrei verið skoðað og því eytt innan 30 daga frá upptöku en almenna reglan sé að eyða upptökum eftir 90 daga. Þá hafi aðeins hluti myndavélanna í húsinu verið á upptöku vegna bólusetninga vegna Covid-19, sem fóru þar fram, og málið varðaði því ekki eins marga og Persónuvernd hafi metið. „Enn fremur liggi ekki fyrir að rafræn vöktun í Laugardalshöll hafi leitt til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi verið unnar, eins og Persónuvernd hafi lagt til grundvallar í niðurstöðu sinni,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd segir í úrskurði sínum að þyngst hafi vegið, þegar ákvörðun um upphæð stjórnvaldssektarinnar var tekin, að brotið varðaði persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Auk þess hafi vöktunin verið umfangsmikil hvað varðar tíma og fjölda hinna skráðu. „Þó svo að rafræn vöktun hafi að einhverju leyti verið takmörkuð þegar fjöldabólusetningin fór fram í húsinu verður að mati Persónuverndar að horfa til þess að rafræn vöktun fór engu að síður fram og ljóst að um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða,“ segir í úrskurðinum.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05 Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05
Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07