Sport

Anni­e greinir frá fjar­veru sinni með söknuði

Aron Guðmundsson skrifar
Annie Mist, goðsögn í Crossfit heiminum
Annie Mist, goðsögn í Crossfit heiminum Vísir/Skjáskot

Ís­lenska Cross­fit goð­sögnin Anni­e Mist Þóris­dóttir og unnusti hennar Frederik Ægidius eiga von á sínu öðru barni saman. Frá þessu greindi Anni­e á sam­fé­lags­miðlum í gær og nú hefur hún greint frá því að hún muni ekki taka þátt á risa­móti í Cross­fit heiminum sem fer fram um komandi helgi.

Annie hefur nú greint frá því að hún muni ekki vera á meðal þátttakenda á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum um komandi helgi en sú tilkynning hennar kemur skömmu eftir að hún greindi frá gleðitíðindunum af fjölskyldunni. 

Fyrir eiga hún og Frederik dótturina Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur sem fæddist árið 2020.

„Mun ég sakna þess að vera á meðal þátttakenda á einu af mínum uppáhaldsmóti hvers árs? Já!“ skrifar Annie á samfélagsmiðlinum Instagram. 

Rogue Invitational er boðsmót fyrir stóran hluta af besta CrossFit fólki heims og Ísland á oftast öfluga keppendur á þessu móti. Um er að ræða síðasta risamót ársins í Crossfit heiminum.

Þrátt fyrir að vera ekki á meðal keppenda mun Annie þó akki láta sig vanta á meðal áhorfenda á mótinu. 

„Ég ætla samt sem áður að mæta. Ég get ekki látið þetta mót og ykkur fram hjá mér fara.“

Hún verða hluti af teymi í kringum beint streymi af mótinu, standa fyrir vinnustofu og fara fyrir hópum í æfingartímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×