Gleðitár streymdu niður kinnar Garcia sem braut blað í sögu mótorsports Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 12:00 Marta Garcia, ökumaður PREMA Racing er fyrsti F1 Academy meistarinn Vísir/Getty Hin spænska Marta Garcia er fyrsti meistarinn í flokki ökumanna í sögu F1 Academy og segir hún það hafa verið tilfinningaþrungna stund að koma í mark í Austin um nýliðna helgi þar sem meistaratitillinn var tryggður. Garcia tryggði sér titilinn um nýliðna helgi þegar keppnishelgi F1 Academy fór fram á Circuit of The Americas í Bandaríkjunum. F1 Academy er á sínu fyrsta tímabili en mótaröðinni er ætlað að greiða götu kvenna upp í Formúlu 1 mótaröðina og eru mörg lið þar sem koma að akademíunni. Garcia segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar að titillinn var í höfn. „Það gerðu vart um sig margar mismunandi tilfinningar,“ segir Garcia í viðtali við F1.com. „Mér vöknaði um augun þegar að ég kom í mark. Ég grét en það var vegna allrar erfiðisvinnunnar sem liggur að baki þessum titli hjá okkur í liðinu.“ Marta fagnar með samlanda sínum, Carlos Sainz ökumanni Ferrari í Formúlu 1Vísir/Getty Garcia ekur fyrir lið PREMA Racing og segir hún sigur síðustu helgar standa upp úr hjá sér á tímabilinu. Um var að ræða fyrstu keppnishelgina þar sem F1 Academy og Formúla 1 eru í samfloti og Garcia fann fyrir áhrifum þess. „Ég myndi segja að þessi sigur sé sá besti. Við vorum í Austin með Formúlu 1, það voru margir í stúkunni og stemningin eftir því.“ Garcia varð meistari ökumanna á meðan að PREMA Racing tryggði sér titilinn í flokki liðaVísir/Getty Hún segir það að hafa verið samhliða Formúlu 1 hafa aukið á spennuna sem fylgdi því að verða meistari. Garcia telur þetta fyrsta tímabil F1 Academy slá tóninn fyrir það sem koma skal. Á næsta tímabili munu allar keppnishelgar mótaraðarinnar vera í samfloti með Formúlu 1 og munu öll lið síðarnefndu mótaraðarinnar vera með einn kvenkyns ökumann á sínum snærum. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Garcia tryggði sér titilinn um nýliðna helgi þegar keppnishelgi F1 Academy fór fram á Circuit of The Americas í Bandaríkjunum. F1 Academy er á sínu fyrsta tímabili en mótaröðinni er ætlað að greiða götu kvenna upp í Formúlu 1 mótaröðina og eru mörg lið þar sem koma að akademíunni. Garcia segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar að titillinn var í höfn. „Það gerðu vart um sig margar mismunandi tilfinningar,“ segir Garcia í viðtali við F1.com. „Mér vöknaði um augun þegar að ég kom í mark. Ég grét en það var vegna allrar erfiðisvinnunnar sem liggur að baki þessum titli hjá okkur í liðinu.“ Marta fagnar með samlanda sínum, Carlos Sainz ökumanni Ferrari í Formúlu 1Vísir/Getty Garcia ekur fyrir lið PREMA Racing og segir hún sigur síðustu helgar standa upp úr hjá sér á tímabilinu. Um var að ræða fyrstu keppnishelgina þar sem F1 Academy og Formúla 1 eru í samfloti og Garcia fann fyrir áhrifum þess. „Ég myndi segja að þessi sigur sé sá besti. Við vorum í Austin með Formúlu 1, það voru margir í stúkunni og stemningin eftir því.“ Garcia varð meistari ökumanna á meðan að PREMA Racing tryggði sér titilinn í flokki liðaVísir/Getty Hún segir það að hafa verið samhliða Formúlu 1 hafa aukið á spennuna sem fylgdi því að verða meistari. Garcia telur þetta fyrsta tímabil F1 Academy slá tóninn fyrir það sem koma skal. Á næsta tímabili munu allar keppnishelgar mótaraðarinnar vera í samfloti með Formúlu 1 og munu öll lið síðarnefndu mótaraðarinnar vera með einn kvenkyns ökumann á sínum snærum.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti