Tilfinningaríkt kvöld fram undan á Old Trafford bæði hjá Man. Utd og Orra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 13:01 Orri Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn. Hann fær vonandi að spila á móti Manchester United í kvöld. Getty/Lars Ronbog Manchester United og Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn mætast í kvöld á fyrra Meistaradeildarkvöldi vikunnar og það verða mörg augu á þessum leik í Manchester. United sem félag syrgir þessa dagana eina mestu goðsögnina í sögu félagsins og liðið er jafnframt að reyna að komast aftur á skrið eftir dapurt gengi í haust. Gengið í Meistaradeildinni er áhyggjuefni enda er liðið stigalaust á botni síns riðils. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði fallega um Sir Bobby Charlton heitinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann vonast til þess að Sir Bobby geti gefið leikmönnum innblástur til að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Erik ten Hag pays tribute to Sir Bobby Charlton pic.twitter.com/kGHwpLAnb4— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2023 Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FCK mæta á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni en þetta verður fyrsti heimaleikur Manchester United síðan að Charlton féll frá 86 ára gamall. Charlton er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann var bæði hluti af Busby babes liðinu sem og liðinu sem reis upp eftir flugslysið í München og vann Evrópukeppni meistaraliða tíu árum síðar. Ten Hag býst við tilfinningaríku kvöldi á Old Trafford og segir að Bobby verði með þeim í anda í þessum leik. A bond that can never be broken United in every sense for Sir Bobby pic.twitter.com/QlDsKAbL3m— Manchester United (@ManUtd) October 23, 2023 „Hann gefur okkur mikinn innblástur á hverjum degi,“ sagði Erik ten Hag. „Hann er hér fyrir framan Old Trafford með þeim Denis Law og George Best [stytta]. Hann er alltaf með okkur. Ég er viss um að þetta verður tilfinningaríkt kvöld,“ sagði Ten Hag. Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn hefur ekkert farið leynt með það að hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður því sérstök stund fyrir hann að fá mögulega spila á Old Trafford leikvanginum. Traditionen tro er vi dykket lidt ned i historien bag aftenens kamparena - et af de helt store og traditionsrige stadioner i fodboldverdenen. Man kommer ikke sovende til succes på The Theatre of Dreams! #fcklive https://t.co/t4ZCoVbKXY— F.C. København (@FCKobenhavn) October 24, 2023 Orri Steinn skoraði þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar en hefur bara fengið 30 mínútur í Meistaradeildarleikjum liðsins. Það væri mjög gaman fyrir þennan stórefnilega framherja ef Orri fengi að upplifa það að spila á móti United í meistaradeildinni á Old Trafford. FCK er stigi á undan Manchester United í riðlinum en efstu liðin eru Bayern München og Galatasaray.Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
United sem félag syrgir þessa dagana eina mestu goðsögnina í sögu félagsins og liðið er jafnframt að reyna að komast aftur á skrið eftir dapurt gengi í haust. Gengið í Meistaradeildinni er áhyggjuefni enda er liðið stigalaust á botni síns riðils. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði fallega um Sir Bobby Charlton heitinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann vonast til þess að Sir Bobby geti gefið leikmönnum innblástur til að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Erik ten Hag pays tribute to Sir Bobby Charlton pic.twitter.com/kGHwpLAnb4— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2023 Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FCK mæta á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni en þetta verður fyrsti heimaleikur Manchester United síðan að Charlton féll frá 86 ára gamall. Charlton er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann var bæði hluti af Busby babes liðinu sem og liðinu sem reis upp eftir flugslysið í München og vann Evrópukeppni meistaraliða tíu árum síðar. Ten Hag býst við tilfinningaríku kvöldi á Old Trafford og segir að Bobby verði með þeim í anda í þessum leik. A bond that can never be broken United in every sense for Sir Bobby pic.twitter.com/QlDsKAbL3m— Manchester United (@ManUtd) October 23, 2023 „Hann gefur okkur mikinn innblástur á hverjum degi,“ sagði Erik ten Hag. „Hann er hér fyrir framan Old Trafford með þeim Denis Law og George Best [stytta]. Hann er alltaf með okkur. Ég er viss um að þetta verður tilfinningaríkt kvöld,“ sagði Ten Hag. Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn hefur ekkert farið leynt með það að hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður því sérstök stund fyrir hann að fá mögulega spila á Old Trafford leikvanginum. Traditionen tro er vi dykket lidt ned i historien bag aftenens kamparena - et af de helt store og traditionsrige stadioner i fodboldverdenen. Man kommer ikke sovende til succes på The Theatre of Dreams! #fcklive https://t.co/t4ZCoVbKXY— F.C. København (@FCKobenhavn) October 24, 2023 Orri Steinn skoraði þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar en hefur bara fengið 30 mínútur í Meistaradeildarleikjum liðsins. Það væri mjög gaman fyrir þennan stórefnilega framherja ef Orri fengi að upplifa það að spila á móti United í meistaradeildinni á Old Trafford. FCK er stigi á undan Manchester United í riðlinum en efstu liðin eru Bayern München og Galatasaray.Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira