Arftaki Bjarna Sæmundssonar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 10:15 Þórunn Þórðardóttir HF 300 verður sjósett í desember. Stjr Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember næstkomandi og við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og einkennisstafina HF 300. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Þar kemur fram að skipið muni draga nafn sitt af Þórunni Þórðardóttur sem hafi verið fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum. Hún var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland. „Eitt helsta afrek Þórunnar voru rannsóknir og mat á heildarfrumframleiðni svifþörunga á Íslandsmiðum en svifþörungar eru undirstaða fæðukeðju hafsins. Þórunn var jafnframt á meðal fyrstu sjávarlíffræðinga til að nota geislakolsaðferð til að meta framleiðni í sjónum. Hún hlaut heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs Alþingis fyrir framlag sitt til rannsókna á hafinu við Ísland. Þórunn lést 11. desember árið 2007,“ segir í tilkynningunni. Þórunn Þórðardóttir var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland.Stjr Þar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að þetta nýja og glæsilega skip auki verulega möguleika Íslendinga til hafrannsókna. „Ég hef í mínu embætti lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, þetta eru því einstaklega ánægjuleg tímamót. Ekki skemmir fyrir að skipið skuli nefnt eftir svo merkri vísindakonu og frumkvöðli sem Þórunn Þórðardóttir var og að nafngiftin skuli tilkynnt á sjálfum kvennaverkfallsdeginum,“ segir Svandís. Stefnt er að afhendingu skipsins til Íslendinga í október 2024 og verði þá siglt til landsins. „Þórunn Þórðardóttir HF 300 mun leysa af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skipið verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er, um er að ræða tvíorkuskip með rafknúnum skrúfum. Meginorkugjafi er olía en einnig eru stórar rafhlöður um borð sem stuðla að betri orkunýtingu,“ segir í tilkynningunni. Bjarni Sæmundsson hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár.Vísir/Vilhelm Vísindi Sjávarútvegur Kvennaverkfall Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Þar kemur fram að skipið muni draga nafn sitt af Þórunni Þórðardóttur sem hafi verið fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum. Hún var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland. „Eitt helsta afrek Þórunnar voru rannsóknir og mat á heildarfrumframleiðni svifþörunga á Íslandsmiðum en svifþörungar eru undirstaða fæðukeðju hafsins. Þórunn var jafnframt á meðal fyrstu sjávarlíffræðinga til að nota geislakolsaðferð til að meta framleiðni í sjónum. Hún hlaut heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs Alþingis fyrir framlag sitt til rannsókna á hafinu við Ísland. Þórunn lést 11. desember árið 2007,“ segir í tilkynningunni. Þórunn Þórðardóttir var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland.Stjr Þar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að þetta nýja og glæsilega skip auki verulega möguleika Íslendinga til hafrannsókna. „Ég hef í mínu embætti lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, þetta eru því einstaklega ánægjuleg tímamót. Ekki skemmir fyrir að skipið skuli nefnt eftir svo merkri vísindakonu og frumkvöðli sem Þórunn Þórðardóttir var og að nafngiftin skuli tilkynnt á sjálfum kvennaverkfallsdeginum,“ segir Svandís. Stefnt er að afhendingu skipsins til Íslendinga í október 2024 og verði þá siglt til landsins. „Þórunn Þórðardóttir HF 300 mun leysa af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skipið verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er, um er að ræða tvíorkuskip með rafknúnum skrúfum. Meginorkugjafi er olía en einnig eru stórar rafhlöður um borð sem stuðla að betri orkunýtingu,“ segir í tilkynningunni. Bjarni Sæmundsson hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár.Vísir/Vilhelm
Vísindi Sjávarútvegur Kvennaverkfall Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira