„Tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. október 2023 20:55 Lögregla segist hafa þurft að stækka lokanir í miðbænum í dag, svo mörg voru mætt. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri samstöðu sem hafi myndast á Arnarhóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira