Áskorun til kvenna og kvára í valdastöðum! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 08:31 Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei. Jafnræði eða jöfnun snýst um að viðurkenna að öll erum við ólík og mikill munur getur verið á milli samfélagshópa. Við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað miklar áskoranir og hindranir fyrir sum. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjarnt tækifæri til að ná árangri í sínu lífi óháð bakgrunni eða aðstæðum. Fatlaðar konur eru útsettari fyrir mismunun, misrétti, ofbeldi og fátækt en aðrar konur. Þær þurfa oft á tíðum að reiða sig á aðstoð annarra og eiga þar af leiðandi erfiðara með að koma sér út úr ofbeldisaðstæðum. Fatlaðar konur hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og þaðan af síður til að taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa fatlaðar konur og kvárar sjaldnast lífeyrir eða laun sem tryggja þeim framfærslu sem dugar til nauðsynja daglegs lífs. Fatlaðar konur og kvárar hafa því mun færri tækifæri en önnur til að bæta kjör sín og búa oftar við fátækt og ala börn sín upp í fátækt. Konur eru konum bestar segir einhverstaðar, og ég er viss um að það er rétt. Því skora ég á konur á Alþingi að breyta stöðunni fyrir fatlaðar kynsystur sínar og kvára, því þeirra er valdið. Ég skora á þær að taka höndum saman við fatlaðar konur og kvára og breyta því að fatlaðar konur og kvárar séu dæmd til fátæktar af stjórnvöldum, að framfærsla þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Ég skora á konur í valdastöðum, konur í atvinnulífinu og konur í stéttarfélögum að mótmæla þeirri „normaliseringu“ að fatlaðar konur og kvárar og börn þeirra búi við fátækt sem tekur af þeim flest eða öll tækifæri til að blómstra. Ég skora á konur og kvára í valdastöðum: -að uppræta fátækt með því að taka undir kröfu fatlaðs fólks um hækkun á lífeyrir, og tryggja hækkun svo framfærsla sé mannsæmandi. -að beita sér fyrir því að fatlaðar konur og kvárar hafi jöfn tækifæri á við önnur til að mennta sig. -að bjóða fötluðum konum og kvárum störf við hæfi, á launum sem eru þau sömu og önnur hafa fyrir samskonar störf. -að bjóða fatlaðar konur og kvára velkomnar í sitt samfélag. – Konur eru hreyfiafl, konur eru kraftur ...og konur breytum leiknum! STÖNDUM SAMAN KONUR OG KVÁR Höfundur er fötluð, stolt kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Kvennaverkfall Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei. Jafnræði eða jöfnun snýst um að viðurkenna að öll erum við ólík og mikill munur getur verið á milli samfélagshópa. Við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað miklar áskoranir og hindranir fyrir sum. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjarnt tækifæri til að ná árangri í sínu lífi óháð bakgrunni eða aðstæðum. Fatlaðar konur eru útsettari fyrir mismunun, misrétti, ofbeldi og fátækt en aðrar konur. Þær þurfa oft á tíðum að reiða sig á aðstoð annarra og eiga þar af leiðandi erfiðara með að koma sér út úr ofbeldisaðstæðum. Fatlaðar konur hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og þaðan af síður til að taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa fatlaðar konur og kvárar sjaldnast lífeyrir eða laun sem tryggja þeim framfærslu sem dugar til nauðsynja daglegs lífs. Fatlaðar konur og kvárar hafa því mun færri tækifæri en önnur til að bæta kjör sín og búa oftar við fátækt og ala börn sín upp í fátækt. Konur eru konum bestar segir einhverstaðar, og ég er viss um að það er rétt. Því skora ég á konur á Alþingi að breyta stöðunni fyrir fatlaðar kynsystur sínar og kvára, því þeirra er valdið. Ég skora á þær að taka höndum saman við fatlaðar konur og kvára og breyta því að fatlaðar konur og kvárar séu dæmd til fátæktar af stjórnvöldum, að framfærsla þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Ég skora á konur í valdastöðum, konur í atvinnulífinu og konur í stéttarfélögum að mótmæla þeirri „normaliseringu“ að fatlaðar konur og kvárar og börn þeirra búi við fátækt sem tekur af þeim flest eða öll tækifæri til að blómstra. Ég skora á konur og kvára í valdastöðum: -að uppræta fátækt með því að taka undir kröfu fatlaðs fólks um hækkun á lífeyrir, og tryggja hækkun svo framfærsla sé mannsæmandi. -að beita sér fyrir því að fatlaðar konur og kvárar hafi jöfn tækifæri á við önnur til að mennta sig. -að bjóða fötluðum konum og kvárum störf við hæfi, á launum sem eru þau sömu og önnur hafa fyrir samskonar störf. -að bjóða fatlaðar konur og kvára velkomnar í sitt samfélag. – Konur eru hreyfiafl, konur eru kraftur ...og konur breytum leiknum! STÖNDUM SAMAN KONUR OG KVÁR Höfundur er fötluð, stolt kona.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun