Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2023 20:11 Í myndböndum sem tekin voru við heimili Eddu og drengjanna í kvöld má sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Vísir Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í kvöld. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum í Foldahverfinu í kvöld en ákvarðanir í forsjármálum eru á ábyrgð embættis sýslumanns. Á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og til að framfylgja aðgerðinni. Á vettvangi voru einnig fulltrúar frá barnavernd en framfylgja átti úrskurði héraðsdóms um að koma þremur sonum Eddu í forsjá föður þeirra sem býr í Noregi. Hann fer með forsjá drengjanna samkvæmt úrskurði Héraðsdóms í Reykjavík og dómstóli í Noregi þar sem þau voru búsett. Samkvæmt upplýsingum frá einum syni Eddu er búið að fresta aðgerðinni en í samtali við fréttastofu sagði hann alla fjölskylduna fagna þessari niðurstöðu. Gagnrýnir lítið samráð við börnin „Það átti að taka ferðatöskur og beita valdi til að koma þeim úr landi sama hvað. Drengirnir fá ekki að tjá afstöðu sína við þessa gerð,“ segir lögmaður Eddu, Hildur Sólveig Pétursdóttir. Hún gerir verulegar athugasemdir við úrskurðinn og að framfylgja eigi honum með þessum hætti. Hún bendir í því samhengi á matsgerð dómkvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna við að vera á Íslandi, hjá móður sinni. Hún segir að ekki hafi verið tekið tillit til skoðana drengjanna í niðurstöðu héraðsdóms eða í Landsrétti, sem staðfesti niðurstöðu í héraði. Ekki fékkst kæruleyfi til Hæstaréttar en Hildur Sólveig hafði óskað eftir því. Hún bendir jafnframt á að ef drengirnir verði fluttir til Noregs sé ljóst að þeir muni ekki geta umgengist móður sína vegna þess að þar eigi hún yfir höfði sér kæru um barnsrán. Núverandi forsjárdómur í Noregi frá árinu 2020 kveður á um 16 klukkustunda umgengni þeirra við móður sína á hverju ári. Sú umgengni á að fara fram undir eftirliti. Hildur Sólveig segir að þrátt fyrir loforð föður um meiri umgengni hafi ekki komið til þess og því hafi hún gripið til þess ráðs að flytja þá til Íslands. Hildur telur niðurstöðu dómstóla á Íslandi fara gegn grunnreglum barnaréttar Samnings Sameinuðu þjóðanna en í þeim felst að taka eigi tillit til vilja barna sem hafa öðlast þroska til að tjá skoðun sína. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. „við erum með ákvæði í barnalögum, 43. grein, sem kveður á um að það skuli fara eftir vilja barna og viðmiðið er kannski um níu ára, en þegar börn eru orðin tólf ára þá á að hlíta því,“ segir Hildur Sólveig en drengir Eddu Bjarkar eru tólf ára og svo tíu ára, og að það sé alveg skýrt að ekki sé verið að fara eftir vilja drengjanna í þessu máli. Töluvert hefur verið fjallað um málið allt frá því að Edda Björk leigði einkaflugvél í mars árið 2022 og flaug með drengina til Íslands í leyfisleysi. Samkvæmt Sólveigu, lögmanni hennar, kærði faðir drengjanna það til héraðsdóms í júlí sama ár. Niðurstaða héraðsdóms var að faðir drengjanna ætti enn að fara með forsjá drengjanna. Úrskurður héraðsdóms í málinu var svo staðfestur í Landsrétti í janúar á þessu ári. Aðgerðin í dag snerist um að framfylgja þessum úrskurði. Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í kvöld. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum í Foldahverfinu í kvöld en ákvarðanir í forsjármálum eru á ábyrgð embættis sýslumanns. Á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og til að framfylgja aðgerðinni. Á vettvangi voru einnig fulltrúar frá barnavernd en framfylgja átti úrskurði héraðsdóms um að koma þremur sonum Eddu í forsjá föður þeirra sem býr í Noregi. Hann fer með forsjá drengjanna samkvæmt úrskurði Héraðsdóms í Reykjavík og dómstóli í Noregi þar sem þau voru búsett. Samkvæmt upplýsingum frá einum syni Eddu er búið að fresta aðgerðinni en í samtali við fréttastofu sagði hann alla fjölskylduna fagna þessari niðurstöðu. Gagnrýnir lítið samráð við börnin „Það átti að taka ferðatöskur og beita valdi til að koma þeim úr landi sama hvað. Drengirnir fá ekki að tjá afstöðu sína við þessa gerð,“ segir lögmaður Eddu, Hildur Sólveig Pétursdóttir. Hún gerir verulegar athugasemdir við úrskurðinn og að framfylgja eigi honum með þessum hætti. Hún bendir í því samhengi á matsgerð dómkvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna við að vera á Íslandi, hjá móður sinni. Hún segir að ekki hafi verið tekið tillit til skoðana drengjanna í niðurstöðu héraðsdóms eða í Landsrétti, sem staðfesti niðurstöðu í héraði. Ekki fékkst kæruleyfi til Hæstaréttar en Hildur Sólveig hafði óskað eftir því. Hún bendir jafnframt á að ef drengirnir verði fluttir til Noregs sé ljóst að þeir muni ekki geta umgengist móður sína vegna þess að þar eigi hún yfir höfði sér kæru um barnsrán. Núverandi forsjárdómur í Noregi frá árinu 2020 kveður á um 16 klukkustunda umgengni þeirra við móður sína á hverju ári. Sú umgengni á að fara fram undir eftirliti. Hildur Sólveig segir að þrátt fyrir loforð föður um meiri umgengni hafi ekki komið til þess og því hafi hún gripið til þess ráðs að flytja þá til Íslands. Hildur telur niðurstöðu dómstóla á Íslandi fara gegn grunnreglum barnaréttar Samnings Sameinuðu þjóðanna en í þeim felst að taka eigi tillit til vilja barna sem hafa öðlast þroska til að tjá skoðun sína. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. „við erum með ákvæði í barnalögum, 43. grein, sem kveður á um að það skuli fara eftir vilja barna og viðmiðið er kannski um níu ára, en þegar börn eru orðin tólf ára þá á að hlíta því,“ segir Hildur Sólveig en drengir Eddu Bjarkar eru tólf ára og svo tíu ára, og að það sé alveg skýrt að ekki sé verið að fara eftir vilja drengjanna í þessu máli. Töluvert hefur verið fjallað um málið allt frá því að Edda Björk leigði einkaflugvél í mars árið 2022 og flaug með drengina til Íslands í leyfisleysi. Samkvæmt Sólveigu, lögmanni hennar, kærði faðir drengjanna það til héraðsdóms í júlí sama ár. Niðurstaða héraðsdóms var að faðir drengjanna ætti enn að fara með forsjá drengjanna. Úrskurður héraðsdóms í málinu var svo staðfestur í Landsrétti í janúar á þessu ári. Aðgerðin í dag snerist um að framfylgja þessum úrskurði.
Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira