Haukar gengu örugglega frá Eyjakonum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. október 2023 21:29 Úr leik liðanna í undanúrslitunum á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét 16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna lauk í kvöld með nokkuð óvæntum úrslitum. Íslandsmeistarar Vals sátu hjá þessa umferð og fara beint í þá næstu. Stórleikur umferðarinnar var án efa viðureign Hauka gegn ÍBV. Liðin öttu kappi í æsispennandi undanúrslitarimmu Íslandsmótsins á síðasta tímabili, þar fóru Eyjakonur með sigurinn, sem þær gerðu aftur þegar liðin mættust fyrir um mánuði síðan í Olís deildinni. Haukarnir hefndu sín grimmilega í kvöld, unnu að endingu nítján marka sigur gegn vængbrotnu liði ÍBV. Þór/KA fór létt með sinn leik gegn Berserkjum og Selfoss gekk örugglega frá Fram. ÍR sótti sigur á útivelli gegn Víkingi, heimakonur byrjuðu leikinn betur og tóku forystuna snemma en ÍR-ingar unnu sig vel til baka og eftir að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks slepptu þær aldrei forystunni og sigldu sigrinum heim. Þrír leikir fóru svo fram í gærkvöldi. Þar voru tveir neðri deildar slagir, Grótta fór létt með með Fjölniskonur og HK vann með einu marki gegn FH. Botnlið Olís deildarinnar mættust svo í Garðabænum þar sem Stjarnan vann sex marka sigur á Aftureldingu. Næsta umferð fer fram í febrúar 2024, ekki er komið á hreint hvenær dregið verður í viðureignir. Sigurvegararnir sjö fara allir áfram, auk þess bætist Valur við og úr verða 8-liða úrslit. Úrslitin úr 16-liða úrslitum Poweradebikarsins. HK-FH 25-24 Stjarnan-Afturelding 25-19 Fjölnir/Fylkir-Grótta 15-30 Víkingur-ÍR 19-21 Berserkir-KA/Þór 7-36 Selfoss-Fram 34-22 Haukar-ÍBV 36-17 Powerade-bikarinn Víkingur Reykjavík ÍR HK FH Stjarnan Afturelding Fjölnir Fylkir Grótta UMF Selfoss Fram Haukar ÍBV KA Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Stórleikur umferðarinnar var án efa viðureign Hauka gegn ÍBV. Liðin öttu kappi í æsispennandi undanúrslitarimmu Íslandsmótsins á síðasta tímabili, þar fóru Eyjakonur með sigurinn, sem þær gerðu aftur þegar liðin mættust fyrir um mánuði síðan í Olís deildinni. Haukarnir hefndu sín grimmilega í kvöld, unnu að endingu nítján marka sigur gegn vængbrotnu liði ÍBV. Þór/KA fór létt með sinn leik gegn Berserkjum og Selfoss gekk örugglega frá Fram. ÍR sótti sigur á útivelli gegn Víkingi, heimakonur byrjuðu leikinn betur og tóku forystuna snemma en ÍR-ingar unnu sig vel til baka og eftir að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks slepptu þær aldrei forystunni og sigldu sigrinum heim. Þrír leikir fóru svo fram í gærkvöldi. Þar voru tveir neðri deildar slagir, Grótta fór létt með með Fjölniskonur og HK vann með einu marki gegn FH. Botnlið Olís deildarinnar mættust svo í Garðabænum þar sem Stjarnan vann sex marka sigur á Aftureldingu. Næsta umferð fer fram í febrúar 2024, ekki er komið á hreint hvenær dregið verður í viðureignir. Sigurvegararnir sjö fara allir áfram, auk þess bætist Valur við og úr verða 8-liða úrslit. Úrslitin úr 16-liða úrslitum Poweradebikarsins. HK-FH 25-24 Stjarnan-Afturelding 25-19 Fjölnir/Fylkir-Grótta 15-30 Víkingur-ÍR 19-21 Berserkir-KA/Þór 7-36 Selfoss-Fram 34-22 Haukar-ÍBV 36-17
Powerade-bikarinn Víkingur Reykjavík ÍR HK FH Stjarnan Afturelding Fjölnir Fylkir Grótta UMF Selfoss Fram Haukar ÍBV KA Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira