Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 13:44 Stúlkan, sem var á leið frá Þorlákshöfn, endaði úti í vegkanti og mun glíma við afleiðingarnar fyrir lífstíð. Guðmundur Oddgeirsson Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu. Greint var frá því á Vísi á mánudag að rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sæti ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bílaleigubíl fyrir annan á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. Fram kemur í ákærunni að 26 ára íslensk kona, sem Bandaríkjamaðurinn ók á, hafi hlotið alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Í einkaréttarkröfu er vísað í vitni að árekstrinum, sem ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg. Vitnið, Guðmundur Oddgeirsson, segir í samtali við Vísi ekkert benda til að Bandaríkjamaðurinn hafi farið óvarlega heldur hafi slysið orsakast af vanþekkingu ferðamannsins á íslenskum umferðarlögum. Til happs að konan rakst ekki á framhurðina Fram kemur í einkaréttakröfunni að Guðmundur hafi ekki verið viss hvort að Bandaríkjamaðurinn hafi stöðvað bíl sinn á gatnamótunum eða hægt ferð sína. „Konan er að koma úr Þorlákshöfn og er væntanlega á þeim umferðarhraða sem þarna tíðkast, 80 eða 90 kílómetrum á klukkustund. Þess vegna verður áreksturinn svona harður, ekki vegna þess að maðurinn var á hraðferð,“ segir Guðmundur. Bíll Bandaríkjamannsins var illa farinn.Guðmundur Oddgeirsson „Það var svo heppilegt að áreksturinn varð með þeim hætti að bíll konunnar lenti fyrir framan framhurðina á bíl hans og hún náði að sveigja svolítið frá. Það var þeim til happs því þetta var gríðarlega harður árekstur.“ Hringtorg öruggasti kosturinn Guðmundur segir þunga umferð hafa verið um veginn og bílaröð verið á eftir honum á Eyrarbakkavegi. Hann hafi sjálfur boðið Bandaríkjamanninum inn í sinn bíl á meðan beðið var eftir viðbragðsaðilum. Konan hafi farið í bíl annarrar konu á meðan þau biðu. Guðmundur var vitni að slysinu en segir Bandaríkjamanninn ekki málaðan í réttri mynd í ákærunni. Guðmundur segir Bandaríkjamanninn hafa talið að rétt eins og sums staðar í Bandaríkjunum gilti biðskylda fyrir alla á T-gatnamótum eins og þessum. Sá bandaríski hafi því talið að sá sem kæmi fyrst að gatnamótunum, það er Bandaríkjamaðurinn sjálfur, ætti réttinn. „Það á ekki að gera meira úr hlutunum en er og ekki að mála hann upp eins og einhvern ökuníðing. Þetta er byggt á misskilningi vegna mismunandi ökureglna milli landa sem leiðir til þessa hörmulega slyss. Það eru nokkuð tíð óhöpp á þessum stað og nærriþví-óhöpp. Ég á leið um þessi gatnamót daglega og lendi sjálfur í því að fólk vaði þarna yfir í órétti,“ segir Guðmundur. „Það þarf að bæta þessi gatnamót með einhverjum hætti. Öruggast væri að hafa hringtorg.“ Að því er fréttastofa kemst næst er Bandaríkjamaðurinn sem um ræðir auðugur fjárfestir og verðbréfasali vestanhafs. Nam hann við Harvard háskóla og mun hafa starfað meðal annars fyrir bankann Lehmann Brothers og vogunarsjóðinn Moore Capital áður en hann stofnaði eigið fyrirtæki. Maðurinn játaði sumarið 2022, eftir að hafa verið til rannsóknar hjá Alríkislögreglunni FBI, að hafa átt í innherjaviðskiptum. Bandaríkjamaðurinn hefur af lögreglustjóranum á Suðurlandi verið kvaddur fyrir Héraðsdóm Suðurlands 30. nóvember næstkomandi til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Mæti hann ekki fyrir dóm verður fjarvist hans metin til jafns við játningu. Konan sem sá bandaríski ók á hefur krafist skaða- og miskabóta upp á 3,4 milljónir króna. Ölfus Samgönguslys Bandaríkin Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. 23. október 2023 17:53 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Greint var frá því á Vísi á mánudag að rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sæti ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bílaleigubíl fyrir annan á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. Fram kemur í ákærunni að 26 ára íslensk kona, sem Bandaríkjamaðurinn ók á, hafi hlotið alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Í einkaréttarkröfu er vísað í vitni að árekstrinum, sem ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg. Vitnið, Guðmundur Oddgeirsson, segir í samtali við Vísi ekkert benda til að Bandaríkjamaðurinn hafi farið óvarlega heldur hafi slysið orsakast af vanþekkingu ferðamannsins á íslenskum umferðarlögum. Til happs að konan rakst ekki á framhurðina Fram kemur í einkaréttakröfunni að Guðmundur hafi ekki verið viss hvort að Bandaríkjamaðurinn hafi stöðvað bíl sinn á gatnamótunum eða hægt ferð sína. „Konan er að koma úr Þorlákshöfn og er væntanlega á þeim umferðarhraða sem þarna tíðkast, 80 eða 90 kílómetrum á klukkustund. Þess vegna verður áreksturinn svona harður, ekki vegna þess að maðurinn var á hraðferð,“ segir Guðmundur. Bíll Bandaríkjamannsins var illa farinn.Guðmundur Oddgeirsson „Það var svo heppilegt að áreksturinn varð með þeim hætti að bíll konunnar lenti fyrir framan framhurðina á bíl hans og hún náði að sveigja svolítið frá. Það var þeim til happs því þetta var gríðarlega harður árekstur.“ Hringtorg öruggasti kosturinn Guðmundur segir þunga umferð hafa verið um veginn og bílaröð verið á eftir honum á Eyrarbakkavegi. Hann hafi sjálfur boðið Bandaríkjamanninum inn í sinn bíl á meðan beðið var eftir viðbragðsaðilum. Konan hafi farið í bíl annarrar konu á meðan þau biðu. Guðmundur var vitni að slysinu en segir Bandaríkjamanninn ekki málaðan í réttri mynd í ákærunni. Guðmundur segir Bandaríkjamanninn hafa talið að rétt eins og sums staðar í Bandaríkjunum gilti biðskylda fyrir alla á T-gatnamótum eins og þessum. Sá bandaríski hafi því talið að sá sem kæmi fyrst að gatnamótunum, það er Bandaríkjamaðurinn sjálfur, ætti réttinn. „Það á ekki að gera meira úr hlutunum en er og ekki að mála hann upp eins og einhvern ökuníðing. Þetta er byggt á misskilningi vegna mismunandi ökureglna milli landa sem leiðir til þessa hörmulega slyss. Það eru nokkuð tíð óhöpp á þessum stað og nærriþví-óhöpp. Ég á leið um þessi gatnamót daglega og lendi sjálfur í því að fólk vaði þarna yfir í órétti,“ segir Guðmundur. „Það þarf að bæta þessi gatnamót með einhverjum hætti. Öruggast væri að hafa hringtorg.“ Að því er fréttastofa kemst næst er Bandaríkjamaðurinn sem um ræðir auðugur fjárfestir og verðbréfasali vestanhafs. Nam hann við Harvard háskóla og mun hafa starfað meðal annars fyrir bankann Lehmann Brothers og vogunarsjóðinn Moore Capital áður en hann stofnaði eigið fyrirtæki. Maðurinn játaði sumarið 2022, eftir að hafa verið til rannsóknar hjá Alríkislögreglunni FBI, að hafa átt í innherjaviðskiptum. Bandaríkjamaðurinn hefur af lögreglustjóranum á Suðurlandi verið kvaddur fyrir Héraðsdóm Suðurlands 30. nóvember næstkomandi til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Mæti hann ekki fyrir dóm verður fjarvist hans metin til jafns við játningu. Konan sem sá bandaríski ók á hefur krafist skaða- og miskabóta upp á 3,4 milljónir króna.
Ölfus Samgönguslys Bandaríkin Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. 23. október 2023 17:53 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. 23. október 2023 17:53