Í dóminum segir að konan hafi verið ákærð í sumar vegna fyrir fjárdrátt, með því að hafa í skjóli stöðu sinnar sem skráður stjórnarformaður ótilgreinds félags dregið sér 807 þúsund krónur. Það hafi hún gert með því að millifæra fjármuni af reikningi félagsins á persónulegan reikning sinn í alls átta skipti.
Ákæruvaldið krafðist þess að konan yrði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu konunnar var farið fram á vægustu refsingu sem lög leyfa, en hún játaði brot sín skýlaust.
Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til skýlausrar játningar konunnar sem og að brot hennar var framið árið 2018.
„Verður ákærðu ekki kennt um þann drátt sem orðið hefur á meðferð málsins. Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls er ákvörðun refsingar ákærðu frestað skilorðsbundið í tvö ár.“
Þá var hún dæmd til greiðslu málvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 750 þúsund krónur.