Arnar um stórleik Ægis: Hann æfir eins og hann spilar Andri Már Eggertsson skrifar 26. október 2023 21:40 Arnar Guðjónsson ræðir við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Stjarnan vann endurkomusigur gegn Keflavík á heimavelli 87-81. Stjarnan var mest nítján stigum undir og Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira