Fyrir leik Villa og AZ Alkmaar í Sambandsdeild Evrópu hafði stuðningsmaðurinn ungi hafði lagt mikla vinnu í að útbúa borða þar sem hann óskaði eftir treyju Diabys.
Borðinn var hins vegar gerður upptækur vegna nýrra reglna í Hollandi sem banna stuðningsmönnum að vera með borða þar sem þeir biðja um treyjur leikmanna. Öryggisvörður tók borðann af stráknum, henti honum í ruslið og stuðningsmaðurinn ungi sat eftir með tárin í augunum.
Stewards in Alkmaar confiscated this young fan's banner before the UECL game, leaving them in tears & the hand-made artwork in the bin... pic.twitter.com/2qKSvG7T2q
— Men in Blazers (@MenInBlazers) October 26, 2023
Allt er þó gott sem endar vel því Diaby leitaði strákinn uppi eftir leikinn, faðmaði hann og gaf honum treyjuna sína. Stuðningsmaðurinn fékk því ósk sína uppfyllta á endanum.
This is what it s all about. pic.twitter.com/HUQg0vq0h9
— Aston Villa (@AVFCOfficial) October 26, 2023
Villa vann leikinn AFAS leikvanginum í Alkmaar með fjórum mörkum gegn einu. Diaby kom inn á sem varamaður þegar níu mínútur voru til leiksloka.
Diaby hefur leikið tólf leiki og skorað þrjú mörk síðan hann kom til Villa frá Bayer Leverkusen í sumar. Hann hefur spilað tíu leiki fyrir franska landsliðið.